Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Síða 13

Læknablaðið - 15.11.2009, Síða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Til legukostnaðar telst kostnaður vegna lyfja og rannsókna, laun starfsfólks og húsnæði. Settur var upp ferill fyrir undirbúning hins hefðbundna nýrnaígræðslupars (lifandi gjafa og þega) sem kostnaðartölur voru síðan tengdar við. Fyrir hvern þega þurfti að rannsaka 2,3 mögulega gjafa að meðaltali og var kostnaður miðaður við það. Vegna eftirmeðferðarinnar var aftur settur upp ferill fyrir hið hefðbundna ígræðslupar og kostnaður síðan tengdur við hann. Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn fékk árin 2000-2003 greiddar um 5,4 milljónir íslenskra króna (á verðlagi ársins 2006) fyrir hverja ígræðslu. Auk þess greiddu Sjúkratryggingar íslands sjúkrahúskostnað, dagpeninga eða hótelkostnað ásamt fargjöldum fyrir gjafa, þega og fylgdarmenn. Greiðslur frá Sjúkratryggingum íslands eru vegið meðaltal frá árunum 2000-2003, uppfært til verðlags ársins 2006. Kostnaður vegna undirbúnings fyrir ígræðslu er sá sami fyrir þá sem fara í aðgerð hérlendis og erlendis þar sem undirbúningurinn fer ætíð fram á íslandi. Sama gildir um eftirmeðferð sjúklinga. Vinnutap gjafa var miðað við atvinnuþátttöku 16-74 ára íslendinga sem er 83,1%. Tekjubreyta Hagstofu íslands er summa árstekna aðalstarfs í hverri atvinnugrein, deilt með meðalfjölda starfandi einstaklinga. Aðalatvinnugrein telst vera sú vinna sem skilar hverjum og einum hæstum tekjum. Þessar tekjur eru óháðar vinnutíma í mánuði og því ekki um ársverk að ræða. Meðalatvinnutekjur voru hækkaðar um 15% vegna aukatekna og 5% vegna aldursdreifingar gjafa sem er þrengri en það aldursbil sem tekjur voru uppgefnar fyrir.17 Fómarkostnaður þeirra sem ekki stunda markaðsvinnu var ekki metinn. Miðað var við sex vikna fjarvist gjafa frá vinnu til viðbótar við legudaga á sjúkrahúsi. Við ákvörðun vinnutaps var tveimur dögum bætt við vegna ferðalaga þegar aðgerðirnar voru gerðar erlendis. Við mat á vinnutapi nýrnaþega voru notaðar sömu grunnforsendur og áður. Atvinnuþátttaka var metin 8% sem við teljum varlega áætlað. Ekki liggja þó fyrir gögn um raunverulega atvinnuþátttöku þessara einstaklinga. Nýrnaþegar eru sjaldnar í vinnu í aðdraganda ígræðslunnar en hinn almenni Islendingur auk þess sem þeir sem stunda vinnu em oftast í hlutastarfi. Miðað var við sex mánaða fjarvist frá vinnu fyrir þegann auk þess tíma sem hann liggur á sjúkrahúsi. Sömu forsendur voru notaðar við mat á vinnutapi aðstandenda. Gengið var út frá því að í tengslum við hverja ígræðslu erlendis færu tveir aðstandendur utan, einn með gjafa og einn með þega. Gert var ráð fyrir að aðstandendur sneru beint til vinnu eftir heimkomuna. Raunar er ekki Tafla II. Þjóðhagslegur kostnaður vegna ígræðslu nýra. Kostnaðarliður Island Danmörk Undirbúningur fyrir ígræðslu 106.556 106.556 Aðgerðarkostnaður 5.442.763 Greiðslur Sjúkratrygginga vegna aðgerðar og ferðakostnaðar 6.758.101 Vinnutap gjafa 420.609 629.149 Vinnutap þega 156.383 175.511 Meðferð fyrsta árið eftir ígræðslu 2.265.841 2.265.841 Meðferð eftir fyrsta árið 13.182.809 13.182.809 Samtals 21.574.961 23.625.622 Fjárhæðir eru í íslenskum krónum. fátítt að fleiri fylgi gjafa og þega og gæti skortur á upplýsingum þar að lútandi leitt til vanmats á vinnutapi aðstandenda. Við mat á kostnaði við meðferð til æviloka nýrnaþega var reiknað með lifun í 17,2 ár og byggist það á nýlegri skoskri rannsókn.1 Þessi kostnaður felst einkum í lyfjameðferð. Samanburður á kostnaði vegna ígræðslu nýra og skilunar Stærstu kostnaðarliðir skilunarmeðferðar eru laun starfsfólks, skilunarbúnaður, lyf og rannsóknir. Við útreikning á kostnaði var deilt í raunkostnað með meðalfjölda skilunarsjúklinga. Reiknað var með lifun sjúklinga í 5,8 ár.1 Byggt var á niðurstöðum nýlegrar bandarískrar rannsóknar18 á lifun sjúklinga og ígræddra nýrna til að vega saman kostnaðartölurnar. Samkvæmt henni var lifun sjúklinga með nýra frá lifandi gjafa um 98% einu ári eftir ígræðslu og 90% fimm árum eftir ígræðslu. Eins árs græðlingslifun var um 95% og fimm ára lifun 80%. Líkur á lifun sjúklings voru margfaldaðar með kostnaðartölu annars árs meðferðar og við það var bætt líkum á lifun ígrædds nýra, margfaldað með kostnaðartölum annars ársins. Sama aðferð var notuð fyrir fimmta árið. Tekið var mið af því að heilsutengd lífsgæði sjúklinga með ígrætt nýra eru mun meiri en þeirra sem eru í skilun.2'4 Heilsutengd lífsgæði skilunarsjúklings voru reiknuð sem vegið meðaltal heilsutengdra lífsgæða í blóðskilun og kviðskilun miðað við hlutfall sjúklinga í hvorum hópi fyrir sig hérlendis. Sá útreikningur sýndi að ríflega tvö ár í skilun eru lögð að jöfnu við eitt lífár við hámarksheilsu þannig að hvert unnið lífár í skilun hefur lífsgæðavigtina 0,482. Virði lífárs eftir ígræðslu nýra er hins vegar lagt að jöfnu við 71,2% af lífári við fullkomna heilsu, sem svarar til lífsgæðavigtar 0,712. Stigvaxandi kostnaðarvirknihlutfall (Incre- mental Cost-Effectiveness Ratio) er hlutfallsstærð LÆKNAblaðið 2009/95 749

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.