Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 21

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla IV. Fjöldi og hlutfall fylgikvilla hjá þátttakendum. Sjónumein Nýrnamein Sjónu- og nýrnamein Sjónumein og úttaugakvilli Úttaugakvilli.sjónu- og nýrnamein Engir Karlar 8 (23,5%) 1 (2,9%) 0 1 (2,9%) 0 24 (70,6%) Konur 7 (35%) 0 1 (5%) 0 2(10%) 10(50%) Allir 15(27,8%) 1 (1,9%) 1 (1,9%) 1 (1,9%) 2 (3,7%) 34 (63%) til kynna meiri vandamál.14'15 í þessari rannsókn reyndist áreiðanleiki PAID vera a =0,92. Spurnirtgar er varða bakgrunn, almenna heilsu og lífsstíl pátttakanda Rannsakendur völdu og settu saman 17 spurningar sem lúta að bakgrunni, lífsstíl og sjálfshjálparhegðun til að meta meðal annars meðferðarheldni. Með meðferðarheldni er átt við mætingu og að fólk fari eftir ráðleggingum fagfólks varðandi mataræði, hreyfingu, tíðni blóðsykursmælinga og notkun insúlíns. Flestum spumingum er svarað á fimm punkta Likert- stiku. Sjúkraskrá Farið var í sjúkraskrár þátttakenda til að fá upplýsingar um greiningarár, ártal flutnings af göngudeild barna og unglinga yfir á göngudeild sykursjúkra, tíðni mætinga þangað árið 2006 og hvenær þátttakandi mætti síðast til eftirlits, fjölda fylgikvilla, hvort um aðra lyfjameðferð væri að ræða en insúlín, fjölda koma á slysa- og bráðadeild vegna sýrueitrunar, síðasta HbAlc- gildi á barnadeild, fyrsta og nýjasta HbAlc-gildi á göngudeildinni. Tölfræðileg úrvinnsla Oll úrvinnsla fór fram í tölfræðiforritinu SPSS. Lýsandi tölfræði og fylgni var reiknuð fyrir allar breytur. Við samanburð hópa var dreifigreining (ANOVA) og T-próf notað. Pearson-fylgnistuðull var notaður þar sem dreifing breyta nálgast normaldreifingu með viðunandi hætti en þar sem svo var ekki var Spearmans rho notaður. Miðað var við tvíhliða próf. Niðurstöður Meðalaldur við greiningu var 10,6 ár, miðgildi 11 ár og spönn 15 ár. Meðalaldur við flutning af barnadeild yfir á göngudeildina var 20,1 ár, miðgildi 19 ár og spönn 11 ár. Yfirleitt er miðað við að fólk flytjist á fullorðinsdeild við 18 ára aldur þegar sjálfræði er náð. I töflu I má sjá dreifingu HbAlc-gilda eftir tímabilum. Gerð var dreifigreining með endurteknum mælingum þar sem borin voru saman annars vegar síðustu gildi á barnadeild og fyrstu gildi á fullorðinsdeild og hins vegar fyrstu og nýjustu HbAlc-gildi á fullorðinsdeild. Kyn var óháð breyta í útreikningunum. Fyrri samanburðurinn var ekki tölfræðilega marktækur en sýndi tilhneigingu til lækkunar yfir tíma (F(l,40) = 3,028, p=0,09) en engin önnur megin- eða samvirknihrif. Þegar borin voru saman fyrstu og nýjustu HbAlc-gildin á fullorðinsdeild reyndist lækkunin vera marktæk yfir tíma (F(l,49) = 22,727, (p<0,001)). Dreifing á HbAlc-breytum var könnuð með tilliti til hugsanlegra frávika frá normaldreifingu. I engu tilviki var um greinilega útlaga að ræða. í öllum tilvikum nema fyrir nýjustu HbAlc-gildin voru skekkja (skewness) og flatneskja (kurtosis) vel innan marka en fyrir nýjustu HbAlc-gildin var skekkja eilítið utan venjulegra viðmiðunarmarka (z=l,96). Af þessum sökum var síðari dreifigreiningin endurtekin þar sem breytum var umbreytt með logariþmískri umbreytingu. Niðurstöður voru nánast óbreyttar. Eins og sjá má í töflu II mættu þátttakendur að meðaltali þrisvar sinnum í eftirlit á göngudeild árið 2006. Sextán þátttakendur (28,6%) mættu fjórum sinnum eða oftar til eftirlits en ráðlagt er að mæta á um það bil þriggja mánaða fresti. Fylgni (Spearman rho) var -0,24 á milli mætingartíðni og nýjasta HbAlc-gildis, hún var þó ekki marktæk. I töflu III má sjá að nýjasta HbAlc-gildi þeirra sem mættu aldrei árið 2006 var að meðaltali hæst og þeirra sem mættu þrisvar sinnum eða oftar að meðaltali lægst. Ekki var marktækur munur á nýjasta HbAlc-gildi þeirra sem mættu aldrei og þeirra sem mættu einu sinni til tvisvar sinnum. Það sama á við um þá sem mættu einu sinni til tvisvar sinnum og þeirra sem mættu þrisvar sinnum eða oftar. Hins vegar var munurinn á milli þeirra sem mættu aldrei og þeirra sem mættu þrisvar sinnum eða oftar nálægt marktekt eða t (19,5) = 2,1, p=0,051. í töflu IV sem sýnir hlutfall fylgikvilla má sjá að fylgikvillar eru algengari hjá konum en körlum. Fimmtíu prósent kvenna eru með fylgikvilla og er sjónumein algengast. Tæplega 30% karla eru með fylgikvilla og sjónumein er einnig algengast hjá þeim. Tafla V sýnir notkun tiltekinna lyfjategunda hjá þátttakendum. Algengast var að þátttakendur LÆKNAblaðið 2009/95 757

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.