Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 23

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 23
F R ÆÐIGREINAR RANNSÓKN Þegar litið er til HbAlc virðist munur á blóðsykursstjóm sykursjúkra á göngudeild fyrir börn og unglinga og göngudeild fullorðinna vera lítill. Gildin fóru að meðaltali lækkandi eftir tímabilum og reyndust hærri á göngudeild barna og unglinga en á göngudeild sykursjúkra og var nýjasta gildið lægst að meðaltali. Munurinn á milli síðasta gildis á barna- og unglingadeild og fyrsta gildis á göngudeild var þó ekki marktækur. Til að skera úr um það hvort og hver munurinn er á aðhaldi þessara deilda er þyrfti að skoða eldri mælingar sem næðu yfir lengra tímabil. Það kom á óvart að þrátt fyrir að gildin hafi farið lækkandi eftir tímabilum var blóðsykursstjórnun þátttakenda ekki nægilega góð en meðal HbAlc- gildin voru á öllum tímabilum yfir 7%. Einungis 28,7% þátttakenda mættu til eftirlits fjórum sinnum eða oftar árið 2006 en ráðlagt er að mæta á um það bil þriggja mánaða fresti. Niðurstöður sýna jafnframt að þeir sem eru komnir með fylgikvilla mæta oftar en hinir. Þetta gefur til kyrma að ungt fólk með sykursýki hugsi ekki nægilega vel um sig og sjúkdóminn fyrr en í óefni er komið. Til að bregðast við þessum vanda mætti veita meira aðhald með því að láta vita þegar liðið er að eftirliti og minna á bókaða læknistíma. Þess ber að geta að þetta er í takt við þær niðurstöður nýlegrar rannsóknar að markvissar tilvísanir og utanumhald við flutning fólks með sykursýki úr eftirliti á göngudeild barna yfir á göngudeild fullorðinna skili í framhaldinu betri meðferðarheldni og árangri við stjóm á sykursýki.16 Það er áhyggjuefni hve stór hópur þátttakenda kvaðst nota geðlyf, eða tæp 19%. í íslenskri rannsókn frá 2001 sem gerð var á almennu úrtaki fólks á aldrinum 18-75 ára17 kemur fram að 7,1% hafði notað einhver geðlyf einhvern tíma á undanförnum 12 mánuðum, ekki reyndist vera marktækur aldursmunur á ársalgengi á geðlyfjanotkun. Þar sem geðlyfjanotkun þátt- takenda er meira en tvöfalt hærri en í almennu þýði þyrfti að athuga hvort tilefni sé til aukinnar samvinnu göngudeildar og sálfræðinga og/eða geðlækna. I nýrri íslenskri rannsókn18 er lagt til að notkun kvarða sem meta andlega líðan og fræðsluþörf fólks með sykursýki verði hluti af meðferð. Með því yrði eftirlit yfirgripsmeira án þess að taka mikið lengri tíma en nú og hægt væri að grípa fyrr inn í og veita þeim aukna þjónustu sem þurfa. Þegar fylgikvillar voru skoðaðir kom í ljós að töluverður munur var á tíðni fylgikvilla kvenna og karla, en 50% kvenna voru með fylgikvilla og tæplega 30% karla. Sjónumein voru algengust hjá báðum kynjum eða 23,5% tilfella hjá körlum og 35% hjá konum. Áhugavert er að hlutfall kvenna sem tók inn geðlyf var einnig hærra en karla, eða 30% á móti 11,8%, og er hugsanlegt að þetta tvennt tengist þannig að þeir sem noti geðlyf séu líklegri til að eiga í vandræðum með sjúkdóminn og þyrfti að rannsaka það í stærra úrtaki. Mikilvægt er að fólk með sykursýki stundi hreyfingu reglulega og í samræmi við líkamlegt ástand. Það kom á óvart að einungis tæp 40% þátttakenda sögðust hafa fengið ráðleggingar um hreyfingu og að 45% þeirra sögðust sjaldan eða aldrei fara eftir þeim ráðleggingum. Þetta gefur til kynna að huga þurfi að áhrifaríkari leiðum sem höfði til hvers og eins. Rúmlega 60% þátttakenda sögðust þó hreyfa sig reglulega. Þátttakendur virtust leggja meira upp úr mataræði en hreyfingu og flestir sögðust oft fara eftir þeim ráðlegging- um sem þeir fengju og einungis einn aldrei. Neikvæð fylgni reyndist vera á milli þess að fara eftir ráðlögðu mataræði og fjölda einkenna kvíða og þunglyndis. Vegna þessarar tengingar og þar sem mataræði er stór þáttur í meðferð sykursjúkra mætti álykta að aðstoð sálfræðinga í tengslum við vanlíðan gæti bætt meðferðarheldni. Þátttakendur voru spurðir út í reykinga- og vímuefnaneyslu sína og kom í ljós að einn fjórði þátttakenda reykir, sem er sama hlutfall og nýlegar athuganir benda til í almennu úrtaki íslendinga á aldrinum 20-29 ára.'1' í nýlegri íslenskri rannsókn20 kom í ljós 13% fólks á öllum aldri með sykursýki tegund tvö reykir, þar kemur einnig fram að 16,8% fólks með sykursýki tegund tvö sem mætir til eft- irlits á göngudeildir í Svíþjóð reykir. Það kemur á óvart að sama hlutfall ungs fólks með sykursýki tegund eitt og fólks úr almennu þýði reyki og að tíðni reynist hærri en meðal fólks með sykursýki tegund tvö en hana má að hluta rekja til lífsstíls. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að efla þurfi fræðslu og/eða leita nýrra aðferða til að ná til hóps- ins sem er í samræmi við niðurstöðu nýrrar íslenskrar rannsóknar á sjálfsumönnun og sjálfs- eflingu fólks með sykursýki.18 Þar kemur fram að best sé að beita kennsluaðferðum þar sem hver og einn tekur virkan þátt og setji sér meðferðarmark- mið í samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk. Um einn fjórði þátttakenda sagðist ekki neyta áfengis sem er hærra hlutfall en í almennu þýði samkvæmt nýlegri rannsókn Lýðheilsustöðvar21 en þar kom fram að tæp 12% íslendinga á sama aldri neyttu ekki áfengis síðustu 12 mánuði þar á undan. Marktæk fylgni var á milli fylgikvilla og áfengisneyslu þátttakenda þannig að þeir sem voru með fleiri fylgikvilla virtust síður neyta áfengis og í minna magni. Það bendir til þess að ungt fólk með sykursýki dragi ekki úr notkun áfengis fyrr en fylgikvillar fari að gera vart við LÆKNAblaðið 2009/95 759

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.