Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 29

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN ætla að algengi geðsjúkdóma sé um 17% á meðal bænda en um 22% meðal almennings. Við skimun með CAGE-spurningalistanum fyrir áfengissýki miðað við þrjú eða fleiri jákvæð svör reyndust 16% karla í samfélaginu en 11% karlkyns bænda með merki um áfengisvanda (p<0,032). Meðal kvenna var þó ekki marktækur munur hér á (5% á móti 4%). Þegar spurt var um hvort viðkomandi hafi verið ölvaður við störf sögðust 18,7% bændakvenna borið saman við 4% annarra kvenna hafa staðið í þeim sporum (p< 0,001). Karlkyns bændur játtu þessu í 33% tilfella borið saman við 13% karla í samanburðarhópi. (p<0,001). Algengi þess að bændur væru þannig með einhver merki um geðsjúkdóm byggt á því að uppfylla annaðhvort fyrrgreind skilyrði um áfengissýki byggt á CAGE eða skilyrði um geðsjúkdóm byggt á GHQ-12 reyndist þannig vera 25% meðal karlkyns bænda en 22% meðal kvenna í bændastétt. I samanburðarhópnum var algengi meðal karla 29% en 28% fyrir konur. Kvenkyns bændur leituðu síður meðferðar vegna svefnvandræða en konur í samanburðar- hópi (5,6% á móti 15,1% p=0,01) en hins vegar var ekki að finna mun hvað þetta varðar milli karlkyns bænda og annarra karla (6,3% á móti 8,1%). Um 4,7% og 4,2 kvenna og karla í bændastétt höfðu leitað sér lækningar vegna þunglyndis borið saman við 10,9% kvenna og 5,6% karla í samanburðarhópnum. Karlkyns bændur leituðu síður meðferðar en kynbræður þeirra í samanburðarhópnum vegna kvíða (4,6% á móti 9,2%) og áfengis og annarrar vímuefnafíknar (0,3% á móti 2,0%). Þegar spurt var um geðeinkenni á síðastliðnum 12 mánuðum voru merki um kvíða og spennu Tafla III. Meðal vellíðan á kvarðanum 1 til 10. Vellíðan Konur bændur Konur ekki bændur p-gildi Karlar bændur Karlar ekki bændur p-giidi Hversu góð er líkamleg líðan þín? 7,40 (1,85) 7,42 (2,00) em 7,55 (1,66) 7,70 (1,70) em Hversu góð er andleg líðan þín? 7,97 (1,89) 7,77 (2,06) em 8,08 (1,77) 7,92 (1,86 em Hve sáttur ertu við vinnu þína? 8,62 (1,53) 8,05 (1,75) p<0,001 8,35 (1,57) 7,93 (1,70) em Hve sáttur ertu við fjölskyldu þína? 8,88 (1,74) 9,14 (1,27) em 9,14 (1,40) 9,15 (1,40) em (Staðalfrávik), em: ekki marktækt marktækt meiri meðal karlkyns bænda en annarra karla (tafla II). Hins vegar hvað lýtur að einkennum þunglynd- is, geðsveiflna og driftarleysis er ekki munur á bændum eða samanburðarhópnum, hvorki meðal karla né kvenna. Eins og vænta má búa bændur lengra frá heilsugæslustöðvum en aðrir. Þegar horft er með lógístískri aðhvarfsgreiningu að teknu tilliti til kyns og aldurs hvort fjarlægð meðal bænda til heilsugæslu skipti máli er það ómarktækt með tilliti til notkunar kvíða- (p=0,l), þunglyndis- (p=0,17) og svefnlyfja (p=0,24). Þegar litið er á almenna vellíðan á mælikvarðanum frá einum til tíu var ekki marktækur munur milli karlkyns bænda og karla í bænum eins og fram kemur í töflu III en kvenkyns bændur voru ánægðari með störf sín en kynsystur þeirra í samanburðarhópi (p<0,001). í töflu IV eru sýndir þættir sem tengjast andlegri og vinnutengdri líðan. Konur í bændastétt fundu síður fyrir því að vinnutengt álag væri of mikið Tafla IV. Meðaltal neikvæðrar og jákvæðrar vinnu og andlegra álagsþátta (staðalfrávik). Konur bændur Konur ekki bændur p-gildi* Karlar bændur Karlar ekki bændur p-gildi* Myndir þú segja að í vinnu sé álagið of mikið? 1,9 (0,60) 1,8 (0,72) <0,05 1,8 (0,57) 1,8(0,62) em Er vinnuálagið ójafnt þannig að verkefni hlaðist upp? 2,8 (0,99) 2,77 (1,11) em 3,0 (0,92) 3,1 (0,93) em Hefur þú of mikið að gera? 3,1 (0,97) 3,3 (1,01) em 3,3 (0,93) 3,4 (0,94) em Eru verkefnin of erfið fyrir þig? 2,2 (0,83) 1,8 (0,85) <0,001 2,2 (0,88) 1,8(0,79) <0,001 Krefjast verkefnin meiri þekkingar en þú hefur? 2,1 (0,84) 1,7(0,79) <0,001 2,0 (0,83) 1,84 (0,86) <0,01 Nýtist þekking þín og hæfni í starfi þínu? 4,2 (0,73) 4,2 (0,94) em 4,2 (0,71) 4,27(0,91) <0,01 Býður starfið upp á skemmtileg og krefjandi verkefni? 3.9 (0,87) 3,5 (1,17) <0,004 3,7 (0,86) 3,5 (0,92) <0,01 Ertu ánægður með getu þína til að leysa vandamál í vinnunni? 4,0 (0,77) 4,1 (0,78) em 3,9 (0,75) 4,1 (0,7) <0,01 *Gögn greind fyrir 136 kvenbændur og 313 ekki kvenbændur. Gögn greind fyrir 837 karl bændur og 280 ekki karlbændur. Meðalskor frá kvarðanum 1-5.1: mjög sjaldan eða aldrei. 2: frekar sjaldan. 3: stundum 4. frekar oft. 5. mjög oft eða alltaf. Nema fyrir vinnuálag þar sem kvarðinn er 1 (ekkert) til 4 (mikið). Mann-Whitney U notað við marktækniprófun. em: ekki marktækt. LÆKNAblaðið 2009/95 765

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.