Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2009, Side 32

Læknablaðið - 15.11.2009, Side 32
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN túlkun erfiða, sérlega á lífi bændakvenna sem síður eru skráðar fyrir búi, og dregur mögulega úr gildi þeirra alhæfinga sem hægt er að hafa um bændakonur og byggjast á þessari rannsókn. Þá gildir þetta mögulega einnig um yngri bændur sem í raun réttri reka búið sem er enn skráð á eldri bóndann sem þeir búa með. Umfang þessa vanda er höfundum greinar þessarar ekki kunnugt. Þetta er ekkert einsdæmi en vel þekkt er að karlar hafa verið ráðandi í landbúnaði og margar aðrar rannsóknir sömu gerðar því seldar undir þessa sök.22 Rannsóknin er þversniðsrannsókn og er hún því einvörðungu lýsandi fyrir ástandið eins og það var á tíma rannsóknarinnar. Hún er þannig með alla fylgikvilla þversniðsrannsókna og því meðal annars óvarlegt að draga ályktanir um afleiðingu og orsök. Athugun á þeim sem ekki svöruðu leiddi í ljós að bændur eldri en 70 ára voru síður líklegir til að svara en ekki var hægt að finna annan mun á lýðfræðilegum þáttum milli bænda sem svöruðu og hinna. Hins vegar, meðal þeirra sem voru í slembiúrtaki, var fólk úr þéttbýlinu síður líklegt til að svara. Þetta þýðir að munur á búsetu milli bænda og samanburðarhóps er væntanlega minni en gera hefði mátt ráð fyrir, en við gerum ráð fyrir að þessi staðreynd minnki þann mun sem er á milli hópanna. Þá er rétt að undirstrika að þversniðsrannsókn eins og þessi gerir minna úr mikilvægi áhrifa af svokölluðum hraustum starfsmönnum1 þar sem hraustustu bændurnir eru tilbúnir til að halda áfram að glíma við líkamlega og andlega krefjandi verkefni bóndans. í síðari rannsóknum í framtíðinni væri æskilegt, til þess að fá betri skilning á því hvort sá munur sem hér kemur fram tengist bændastarfinu, að bera bændur saman við sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn eða svipaða hópa.24 Islenskir bændur virðast hafa minni merki um andlega vanheilsu en úrtak fólks úr samfélaginu. Þó eru merki um að karlkyns bændur leiti síður hjálpar vegna geðheilsu sinnar. Þrátt fyrir minni áfengisvanda almennt talað eru þeir oftar í þeirri stöðu að sinna starfi sínu undir áhrifum víns. Munur á milli bænda og samanburðarhóps varðandi almenna vellíðan var ekki marktækur. Bændum fannst vinna sín oftar en öðrum ögrandi með jákvæðum formerkjum. Heimildir I. Gregoire A. The mental health of farmers. Occup Med 2002; 52: 471-6. 2. Fraser CE, Smith KB, Judd F, Humphreys JS, Fragar LJ, Henderson A. Farming and mental health problems and mental illness. Int J Soc Psych 2005; 51: 340-9. 3. Sanne B, Mykletun A, Moen BE, Dahl AA, Tell GS. Farmers are at risk for anxiety and depression: the Hordaland Health Study. Occup Med 2004; 54: 92-100. 4. Scarth RD, Stallones L, Zwerling C, Burmeister LF. The prevalence of depressive symptoms and risk factors among Iowa and Colorado farmers. Am J Ind Med 2000; 37: 382-9. 5. Ólafsdóttir S. Uggvænleg tíðni þunglyndis meðal íslenskra bænda. Bændablaðið 1999 1. júní: 12. 6. Lindström K, Elo A-L, Skogstad A, et al. General Nordic Questionnaire for Psycholoical and Social Factors at Work. Norræna ráðherranefrii, Kaupmannahöfn 2000. 7. Goldberg DP. The Detection of psychiatric illness by questionnaire. Oxford University Press, London 1972. 8. Helgason T, Tómasson K, Sigfússon E, Zoéga T. Skimun fyrir algengi geðraskana 1984 og 2002 og ávísanir geðlyfja 1984 og 2001. Læknablaðið 2004; 90: 553-9. 9. EwingJA.Detectingalcoholism.TheCAGEquestionnaire.[see comment]. JAMA 1984; 252:1905-7. 10. Gíslason T, Tómasson K, Reynisdóttir H, Bjömsson JK, Kristbjarnarson H. Heilsufarslegir áhættuþættir umferðaslysa. Læknablaðið 1994; 80:193-200. II. Daniel WW. Biostatistics. A foundation for analysis in the health sciences. 4 ed. John Wiley & Sons, New York 1987. 12. Thomas HV, Lewis G, Thomas DR, et al. Mental health of British farmers. Occ Environ Med 2003; 60:181-5; discussion 185-6. 13. Nortvedt MW, Riise T, Sanne B. Are men more depressed than women in Norway? Validity of the Hospital Anxiety and Depression Scale. J Psychosomatic Research 2006; 60: 195-8. 14. Olkinuora M. Alcoholism and occupation. Scand J Work, Environ Health 1984;10(6 Spec No): 511-5. 15. Hemstrom O. Alcohol-related deaths contribute to socioeconomic differentials in mortality in Sweden. Europ J Public Health 2002; 12: 254-62. 16. Romeri E, Baker A, Griffiths C. Alcohol-related deaths by occupation, England and Wales, 2001-05. Health Statistics Quarterly 2007; 35: 6-12. 17. Lyman S, McGwin G, Jr., Enochs R, Roseman JM. History of agricultural injury among farmers in Alabama and Mississippi: prevalence, characteristics, and associated factors. Am J Ind Medl999; 35:499-510. 18. McCurdy SA, Sunyer J, Zock JP, Anto JM, Kogevinas M, European Community Respiratory Health Survey Study G. Smoking and occupation from the European Community Respiratory Health Survey. Occl & Environ Med 2003; 60: 643-8. 19. Blair A, Sandler DP, Tarone R, et al. Mortality among participants in the agricultural health study. Ann Epidemiol 2005; 15: 279-85. 20. Thelin A. Morbidity in Swedish farmers, 1978-1983, according to national hospital records. Soc Sci Med 1991; 32: 305-9. 21. Booth N, Briscoe M, Powell R. Suicide in the farming community: methods used and contact with health services. Occ Environ Med 2000; 57: 642-4. 22. Simkin S, Hawton K, Fagg J, Malmberg A. Stress in farmers: a survey of farmers in England and Wales. Occ Environ Med 1998; 55: 729-34. 23. Walker JL, Walker LJ. Self-reported stress symptoms in farmers. J Clin Psychol 1988; 44:10-6. 24. Tuomi K, Vanhala S, Nykyri E, Janhonen M. Organizational practices, work demands and the well-being of employees: a follow-up study in the metal industry and retail trade. Occ Med 2004; 54:115-21. Þakkir Rannsókn þessi var styrkt að hluta af Framleiðslusjóði landbúnaðarins. Lára Sigur- vinsdóttir vann við gagnainnslátt og undirbjó úrvinnslu. 768 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.