Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2009, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.11.2009, Qupperneq 43
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR KRABBAMEINSRANNSÓKNIR menn, en að öðru leyti þá er enginn munur innan sömu starfsgreina hér og annars staðar," segja þær. Reykinga- og áfengistengd krabbamein fylgja starfshópum Þegar heildarniðurstöður rannsóknarirtnar eru skoðaðar kemur í ljóst að nýgengi krabbameina í heild var hæst hjá starfsfólki veitingahúsa, körlum í drykkjarvöru- og tóbaksiðnaði, farmönnum, sóturum og kokkum. Lægst var nýgengið hjá bændum, garðyrkjumönnum, kennurum, prestum og læknum. Hjá konum var nýgengi krabbameina hæst í tóbaksiðnaði, en einnig hærra en búast hefði mátt við hjá konum í prentiðnaði, blaða- mennsku, byggingariðnaði, hjá stjórnendum, skrifstofukonum og starfskonum veitingahúsa en lágt meðal bænda og garðyrkjukvenna. Algengasta krabbamein meðal karla í rann- sókninni var krabbamein í blöðruhálskirtli: 339.973 tilfelli samtals í löndunum fimm. Nýgeng- ið var hæst meðal ýmissa háskólamenntaðra hópa en lægst meðal garðyrkjumanna og ýmissa hópa þar sem langrar skólagöngu er ekki krafist, svo og meðal karla sem ekki voru á vinnumarkaði. Vitað er að karlar sem láta fylgjast vel með heilsufari sínu og hafa góðan aðgang að greiningu hafa talsvert hækkað nýgengi krabbameins í blöðruhálskirtli. Þetta mein er óvenjulegt að því leyti að það er til staðar hjá meirihluta karla eftir sextugt, án þess að gera vart við sig nema í undantekningartilvikum. Algengasta krabbamein hjá konum var brjóstakrabbamein: 373.361 tilfelli. Nýgengi brjóstakrabbameins var hæst meðal margra háskólamenntaðra hópa en lægst meðal annars meðal bænda, garðyrkjukvenna, bílstjóra og ýmissa ófaglærðra kvenna. Mikilvægir áhættu- þættir brjóstakrabbameins eru barnleysi og að eignast fyrsta barnið seint, en þetta er mun algengara meðal langskólagengirtna kvenna en annarra. Starfsmönnum veitingahúsa og körlum í tóbaksiðnaði hætti mest til að fá lungnakrabba- mein, en það tengist beinum og óbeinum reykingum. Karlar í drykkjarvöruframleiðslu, farmenn og fiskimenn voru einnig í mikilli hættu að fá lungnakrabba. Lítið var um lungnakrabbamein hjá læknum, tannlæknum, hjúkrunarfræðingum, kennurum og öðrum háskólamenntuðum, svo og bændum og garðyrkjumönnum. Hjá konum sást að þær sem unnu á veitingahúsum eða í tóbaksiðnaðinum, og ýmsir hópar með stutta skólagöngu að baki, voru í meiri hættu að fá lungnakrabbamein. Læknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrar háskóla- menntaðar konur, svo og bændur og konur í garðyrkju, voru í mun minni hættu. Karlkyns starfsmenn veitingahúsa og konur í tóbaksiðnaði voru í meiri hættu en aðrir að fá krabbamein í blöðru en þeir hópar sem voru í minnstri hættu voru sömu hóparnir og nefndir voru í sambandi við lungnakrabbamein. Það er í samræmi við það sem vitað er, að reykingar tengjast þessu krabbameini. Lifrarkrabbamein tengdist vinnu þar sem var auðvelt aðgengi að áfengi. Nýgengi var hátt hjá starfsfólki veitingahúsa, kokkum, fólki í drykkjarvöruframleiðslu, blaðamönnum og farmönnum. Rannsóknin staðfesti einnig flest það sem áður var vitað um bein áhrif starfa á krabba- meinsáhættu. Vitað er að flest krabbamein í fleiðru eiga rót sína að rekja til þess að fólk hefur orðið fyrir asbestmengun. Nýgengið var hæst hjá pípulagningamönnum, farmönnum, vélvirkjum og málmiðnaðarmönnum og var mestur munur á milli starfshópa varðandi þetta krabbamein. Þeir sem vinna úti undir beru lofti eru í hættu að fá krabbamein í varir, til dæmis sjómenn, garðyrkjumenn og bændur. Hins vegar var lægst nýgengi þessa krabbameins hjá innivinnufólki eins og læknum og listamönnum. Aðspurðar um forvarnir segja þær að mataræði sé líklegt til að gegna lykilhlutverki á eftir áfengisneyslu og reykingum. „Aðgengi okkar Islendinga að hollum og góðum mat eins og fiskmeti og góðu grænmeti er ómetanlegt. Það væri forvörn fólgin í því ef fiskur og grænmeti væri ódýrara en raun ber vitni," segir Hólmfríður. „Afengisneysla og reykingar eru afgerandi áhættuþættir en mataræðið kemur í kjölfarið," bætir Laufey við. Kannski er rétti tíminn núna til að snúa við blað- inu og hefja áróður fyrir heilsusamlegra mataræði þjóðarinnar í stað skyndibitamenningarinnar sem hefur vaxið og dafnað á undanfömum árum. Að byrja aldrei að reykja og að þeir sem reykja hætti er þó öruggasta forvörnin, ekki aðeins gegn krabbameinum heldur mörgum öðrum sjúkdómum. Ef árangur næðist sparaði þjóðarbúið ómælda peninga og fjöldi fólks bætti góðum árum við líf sitt. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í Acta Oncologica 2009; 48: 646-790. LÆKNAblaðið 2009/95 779
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.