Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Síða 51

Læknablaðið - 15.11.2009, Síða 51
UMRÆÐUR 0 G E N D U F R É T T I R R H Æ F I N G Fræðslan og þjálfunin fer síðan fram undir eftirliti lækna og sjúkraþjálfara. Hópþjálfuninni er skipt í tvennt, stig II og stig III, og er fyrra stigið ætlað þeim sem eru að byrja endurhæfingu. Þar eru 8-10 manns í hverjum hópi sem mætir í stöðina tvisvar til þrisvar í viku. Með hverjum hópi eru tveir sjúkraþjálfarar og læknir er alltaf á staðnum. í haust eru fimm hópar á stigi II. Á stigi III eru 20-25 í hverjum hópi og er fylgst reglulega með blóðþrýstingi, vigt og álagi. Hver hópur mætir tvisvar í viku og þjálfar undir stjórn sjúkraþjálfara og hefur aðgang að lækni. Þátttakendum er síðan frjálst að sækja æfingar í tækjasal utan fastra æfingatíma. í haust eru 15 hópar á stigi III. f allt sækja nærri 400 manns endurhæfingu og þjálfun vikulega í HL-stöðina." Þann 1. apríl í vor var tekin í notkun viðbygging við íþróttahús fatlaðra sem hefur gerbreytt aðstöðu HL-stöðvarinnar að sögn Sólrúnar. „f viðbyggingunni eru tveir salir, hjóla- og tækjasalur, þolprófunarherbergi og aðstaða fyrir starfsfólk. Þetta gerir okkur kleift að sirtna mun markvissari þjálfun en áður og taka á móti fleirum en áður." Þörfin fyrir þessa aðstöðu er greinileg því alla virka daga eftir kl. 15 er stöðin full af fólki. Sólrún lýsir dæmigerðum degi á stöðinni þannig að fjögur þolpróf undir stjórn læknis og sjúkraþjálfara séu framkvæmd, eitt fræðsluerindi, þrír hópar á stigi II æfi undir stjóm tveggja sjúkraþjálfara, sex hópar á stigi III æfi undir stjórn tveggja sjúkraþjálfara hver hópur og ennfremur sé móttaka nýrra skjólstæðinga ásamt nauðsynlegri pappírsvinnu. Lauslega áætlað eru á hverjum degi um 100-150 manns við æfingar og þjálfun í stöðinni. Það vekur athygli þegar skoðuð er skipting á milli kynja að aðeins 10% þeirra sem sækja þjálfunina eru konur. „Þetta endurspeglar ekki Æfingar ífullum gangi. hlutfall kvenna sem fá hjarta- eða lungnasjúkdóma. Það er mun hærra. Hins vegar hefur reynst erfiðara að fá konurnar í endurhæfinguna og ástæðurnar geta verið margvíslegar. Ein skýring er sú að opnunartími stöðvarinnar hentar þeim síður og sumar konur bera því við að þær hafi ekki bíl til umráða. Þá þykir þeim sumum óþægilegt að sækja tíma með körlunum og við höfum komið til móts við það með því að bjóða sérstaka kvennatíma. En staðreyndin er engu að síður sú að konurnar sem hingað koma eru miklu færri en karlarnir." Sólrún segir að lokum að þörfin fyrir starfsemi HL-stöðvarinnar sé óumdeild. „Við munum eflaust finna fyrir kreppunni í framlagi ríkisins til starfseminnar á næsta ári en við höfum alltaf haft það markmið að halda æfingagjöldum í slíku lágmarki að það komi ekki í veg fyrir að fólk geti sótt endurhæfingu til okkar. Til lengri tíma er markmið okkar að halda starfseminni óbreyttri og auka við hana því þörfin er meiri en við höfum getað annað hingað til." Tækjasalurinn í viðbyggingu íþróttahúss Fatlaðra. LÆKNAblaðið 2009/95 787

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.