Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 57

Læknablaðið - 15.11.2009, Page 57
U M R Æ Ð U R F R Á 0 G FRÉTTIR SIÐANEFND Úrskurður siðanefndar LÍ Ár 2009, föstudaginn 2. október, kom Siðanefnd Læknafélags Islands saman í fundarsal í húsakynnum Læknafélags Islands að Hlíðasmára 8, Kópavogi. Nefndina skipa Allan V. Magnússon, formaður, Ásgeir B. Ellertsson, læknir og Stefán B. Matthíasson læknir. Fyrir var tekin kvörtun Einars Gauts Steingrímssonar hrl. f.h. [...] vegna tilkynningar Gunnars Jónassonar, yfirlæknis á Barnaspítala Hringsins og Auðbjargar Ingvarsdóttur, félagsráðgjafa, frá 22. mars 2005 til félagsmálasviðs [...] sem tekið var til úrskurðar 16. september sl. og í málinu kveðinn upp svohljóðandi úrskurður. ÚRSKURÐUR Með bréfi dagsettu 31. mars sl. kvartaði Einar Gautur Steingrímsson hrl. yfir barnaverndartilkynningu sem Gunnar Jónasson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og Auðbjörg Ingvarsdóttir félagsráðgjafi sendu félagsmálasviðinu [...] í bréfi dagsettu 22. mars 2005. Er þess krafist að staðfest verði að læknirinn Gunnar Jónasson hafi brotið siðareglur Læknafélagsins og sæti áminningu. Gunnar Jónasson krefst þess að kröfu kvartenda verði hafnað. Tildrög máls þessa eru þau að hinn [...]. nóvember 2004 fæddist stúlkan [...] á Landspítala og tvíburasystir hennar. Börnin voru tekin með keisaraskurði og reyndist [...] vera með [...] heilkenni og hjartagalla auk þess að hafa átt við ýmis önnur heilsufarsleg vandamál að etja. Hinn 9. nóvember 2004 var gerð á henni hjartaaðgerð. Hinn 24. desember fékk hún dagsleyfi heim til sín og í framhaldinu fékk hún heimferðarleyfi dagana 6., 12., 13., 14., 16., 18., og 20. janúar 2004. Hinn 21. janúar 2005 var tekin röntgenmynd af [...] og sjást á röntgenmyndinni gróandi rifbrot hægra megin. Hinn 25. janúar var hún útskrifuð heim til sín en hinn 1. febrúar 2005 var hún lögð aftur inn vegna RS-sýkingar og þurfti að vera í öndunarvél um sinn. Lá hún á Bamaspítalanum til 11. mars 2005. Hinn 4. mars 2005 voru teknar röntgenmyndir af stúlkunni og sáust þá góandi rifbrot vinstra megin. Leitað álits Ragnars Gríms Bjarnasonar sérfræðings í efna- skiptasjúkdómum barna. í álitsgerð hans frá 11. mars 2005 kemur fram að um hafi verið að ræða rifbrot sem virðist hafa komið á tveimur ólíkum tímapunktum. Séu þau á klassískum stað fyrir shaken baby syndrome og geti ekki hafa komið í sambandi við endurlífgun sem hafi ekki verið gerð eða aðgerðir. Ráðleggur læknirinn síðan að röntgendeild verði beðin um að fara yfir myndir og reyna að dagsetja eins nákvæmlega og hægt sé hvenær brot þessi gætu hafa gerst. Þá verði augnlæknir fenginn til þess að leita að retinal blæðingum og loks að tilkynna beri tilvikið til barnaverndaryfirvalda til nánari rannsóknar á tildrögum þess. Enn fremur var fengið álit Sigurveigar Pétursdóttur sérfræðings í bæklunarskurðlækningum sem dagsett er 14. mars 2005 og kemur þar fram að þekkt sé að afar erfitt sé að fá ytri áverka eins og rifbrot öðru vísi en af mannavöldum. Sýnt hafi verið fram á í mörgum tilvikum að svona brot komi eftir að tekið er utan um brjóstkassa og hann klemmdur saman. Ekki sé þekkt að slíkir áverkar komi eftir endurlífgun eða annað slíkt en barnið hafi heldur ekki lent í neinu slíku. Læknirinn mælir með því að tekið sé beinaskann af [...], augnbotnaskoðun fari fram og að tilvikið verði tikynnt til barnaverndaryfiralda. Þá var leitað til Péturs H. Hannessonar röntgenlæknis og hann beðinn um að fara yfir röntgenmyndir af [...] og tímasetja hvenær rifbrotin hefðu átt sér stað. Niðurstaða hans kemur fram á skjali prentuðu 18. mars 2005 og kemur þar fram að á mynd frá 21. janúar væru gróandi brot hægra megin á rifi 7, 8 og 9. Ólíklegt væri að brotin væru yngri en tveggja vikna og líklega eldri en þriggja vikna. Rannsókn frá 14. desember hafi ekki sýnt rifbrot og því hafi brotin líklegast tilkomið eftir þann tíma en fyrir áramót. Á lungnamynd frá 25. febrúar sjáist rifbrot vinstra megin á rifi 7-9 sem ekki hafi verið fersk. Þar sem engin brot hafi sést á lungnamynd tekinni 15. febrúar sé ljóst að brotin séu tilkomin eftir þann tíma. Þá kemur fram í niðurstöðum að á beinayfirliti frá 9. mars 2005 sjáist ekki brot á útlimum eða höfuðkúpu. Að svo komnu ákváðu Gunnar Jónasson yfirlæknir og Auðbjörg Ingvarsdóttir félagsráðgjafi að tilkynna um atvik til barnaverndaryfirvalda í [...]. Voru kærendur boðuð til fundar á Barnaspítalanum hinn 22. mars 2005 og gerð grein fyrir því hvað stæði tii. Annar fundur var haldinn með foreldrum stúlkunnar hinn 23. mars og þeim tjáð að tilkynningin hefði verið send. Eftir þann fund fóru kærendur fram á afhendingu ýmissa gagna og spurðust jafnframt fyrir um hvort ekki væri ástæða til að tikynna brotin til landlæknis og lögregluyfirvalda. Var það gert með bréfi dagsettu 11. apríl 2005 til landlæknis og 13. apríl s. á. til lögreglu. Greinargerð barnaverndarnefndar [...] var lögð fyrir fjölskyldunefnd [...] 28. júní 2005. í lok hennar er gerð sú grein fyrir því mati nefndarinnar að könnun hennar leiði ekki í ljós sönnun eða afsönnun þess hvort eða af hendi hvers meintir áverkar séu. Könnun á aðstæðum bams, foreldrum og tengslum þess við barnið bendi ekki til annars en að þau beri umhyggju fyrir því og hafi annast það af alúð og nærgætni. Er síðan lagt til að máli barnsins hjá barnaverndaryfirvöldum í [...] verði lokað. Loks er lagt til að LÆKNAblaðið 2009/95 793

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.