Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 19
F R ÆÐIGREINAR RANNSÓKN Forspárþættir lífshorfa eftir blaðnám við lungnakrabbameini á íslandi 1999-2008 Guðrún Nína Óskarsdóttir1 læknanemi Rut Skúladóttir1 læknanemi Helgi J. ísaksson2 meinafræöingur Steinn Jónsson34 lungnalæknir Húnbogi Þorsteinsson1 læknanemi Tómas Guðbjartsson1’4 brjóstholsskurölæknir Lykilorð: lungnakrabbamein, blaðnám, lífshorfur, forspárþættir lífshorfa, fjölbreytugreining. 1Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofu í meinafræði,3 lungnadeild, “hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. tomasgud@landspitali. is Ágrip Inngangur: Skurðaðgerð er helsta læknandi meðferð við lungnakrabbameini. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna stigun, lífshorfur og forspárþætti lífshorfa hjá sjúklingum sem gengist hafa undir lungnablaðnám vegna lungnakrabbameins á Islandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 213 sjúklingum (meðalaldur 66,9 ár) sem gengust undir blaðnám á íslandi við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini (ÖES) á tímabilinu 1999-2008. Æxlin voru stiguð samkvæmt TNM- stigunarkerfi og ein- og fjölþáttagreining notuð til að meta forspárþætti lífshorfa. Niðurstöður: Heildarlífshorfur (Kaplan-Meier) eftir eitt ár og fimm ár voru 82,7% og 45,1%, en enginn lést <30 daga frá aðgerð. Al- gengustu vefjagerðir voru kirtilfrumu- (62%) og flöguþekjukrabbamein (29,1%) og meðalstærð æxlanna var 3,7 cm. Flestir sjúklinganna greindust á stigi I (59,6%) eða II (17,8%,) en 7% á stigi IIIA og 14,6% á stigi IIIB-IV. Stigun, stærð æxlis, kirtilfrumukrabbamein (HR=0,5, p=0,002), skert lungnastarfsemi og hjartsláttaróregla reyndust sjálfstæðir forspárþættir lífshorfa í fj ölbrey tugreiningu. Ályktun: Lífshorfur eru sambærilegar við erlendar rannsóknir, en tæplega helmingur sjúklinga var á lífi fimm árum eftir aðgerð. Hátt TNM sjúkdómsstig, skert lungnastarfsemi og saga um hjartsláttaróreglu fyrir aðgerð skerða lífshorfur þessara sjúklinga. Sjúklingum með kirtilfrumukrabbamein vegnar hins vegar betur en sjúklingum með flöguþekjukrabbamein, ólíkt því sem flestar aðrar rannsóknir hafa sýnt. Inngangur Lungnakrabbamein veldur fleiri dauðsföllum á íslandi en nokkurt annað illkynja æxli.1 Af þeim liðlega 130 sjúklingum sem árlega greinast með lungnakrabbamein má búast við að um 15% lifi í fimm ár með bestu meðferð sem nú er þekkt.2 Skurðaðgerð er helsta læknandi meðferðin við lungnakrabbameini og er aðallega beitt við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini.2 Þar til nýlega var lítið vitað um árangur skurðaðgerða við lungnakrabbameini hér á landi en tugir slíkra aðgerða eru gerðar árlega á Landspítala. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að árangur skurðaðgerða á lungnakrabbameini er háður stigun sjúkdómsins og er bestur árangur við stig IA, þar sem 70% sjúklinga eru á lífi eftir fimm ár, en 34% á stigi II og 13% á stigi IIIA.3 Á síðustu árum hefur átt sér stað umtalsverð framþróun í greiningu og meðferð lungna- krabbameins. Betri myndgreiningaraðferðir hafa bætt möguleika á að greina lungnaæxli snemma í sjúkdómsferlinu og gert stigun fyrir aðgerð markvissari.2 Aðrir heilsufarsþættir, svo sem undirliggjandi sjúkdómar í hjarta og lungum, hafa einnig áhrif á horfur sjúklinga og árangur skurðaðgerða.4 Við höfum áður birt niðurstöð- ur rannsóknar á lungnabrottnámsaðgerðum á íslandi5 og í þessu tölublaði fylgikvillum blaðnámsaðgerða.6 í þessari rannsókn voru kannaðar lífshorfur og forspárþættir þeirra byggt á upplýsingum um stigun krabbameinsins og undirliggjandi sjúkdóma meðal allra sjúklinga sem gengust undir blaðnám vegna lungnakrabbameins á 10 ára tímabili á íslandi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúk- linga sem gengust undir blaðnám við lungna- krabbameini öðru en smáfrumukrabbameini á íslandi frá 1. janúar 1999 til 31. desember 2008. Tveimur æxlum sem innihéldu smáfrumu- krabbamein var sleppt en eirtnig sjúklingum með krabbalíki (carcinoid) og stórfrumukrabbamein af taugauppruna (large cell neuroendocrine). Alls uppfylltu 214 aðgerðir skilyrði rannsóknarinnar, en í einu tilfelli vantaði gögn og var því tilfelli sleppt. Upplýsingar um hvemig sjúklingar voru LÆKNAblaðið 2010/96 251
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.