Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 23
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN 61,8%, 21,3% og 20,5% og er munurinn mestur á stigi II, eða rúm 10%. Ekki er ljóst hvað skýrir lakari horfur á stigi II hér á landi. Skurðdauði (dánir <30 daga) var lágur á öllum stigum þannig að skýringuna er ekki að finna á fyrstu dögum eða vikum eftir aðgerðina. Athyglisvert er að tiltölulega lítill munur reyndist á lífshorfum sjúklinga á stigum II- III, (mynd 2b) sem bendir til að sjúklingar í okkar rannsókn séu of lágt stigaðir fyrir aðgerð eða í aðgerðinni sjálfri. í öðrum rannsóknum, til dæmis í viðamikilli rannsókn Mountains og félaga, er munurinn á lífshorfum skýrari.11 Hátt hlutfall sjúklinga á stigi II (17,8%) og lágt á stigi III (16,4%) í okkar rannsókn styður þetta frekar. í erlendum rannsóknum er algengara að 10-14% sjúklinga séu á stigi II,12'14 en líkt og hjá okkur er stig I langalgengast, eða hjá tæplega 60% sjúklinga. Því má leiða líkur að því að einhverjir sjúklingar á stigi II hefðu með réttu átt að vera á stigum IIIA eða IIIB. Á síðarnefndu stigunum er krabbamein yfirleitt komið í miðmætiseitla, en slík meinvörp er best að greina með miðmætisspeglun fyrir aðgerð. Miðmætisspeglun var hins vegar aðeins gerð í tæplega 14% tilvika í okkar sjúklingahópi. Þessi niðurstaða undirstrikar mikilvægi þess að framkvæma vandaða sýnatöku í aðgerð og fjarlægja alla tiltæka eitla, þannig að nákvæmar upplýsingar um horfur liggi þá fyrir.15 í þessari rannsókn greindust 20 sjúklingar (9,3%) á stigi IIIB og 11 með fjarmeinvörp (stig IV), sem er hátt hlutfall, enda er sjaldan mælt með blaðnámi á þessum stigum.16 Þó skal tekið fram að hér er um stigun í og eftir aðgerð (pTNM) að ræða, en þá er byggt á upplýsingum um útbreiðslu æxlis úr aðgerðinni og nákvæmri smásjárskoðun á æxlinu. Þannig fundust mörg meinvarpanna í aðgerð eða skömmu eftir hana. Þetta skýrir að stigun eftir aðgerð (pTNM) er að jafnaði hærri en sú stigun sem stuðst er við þegar tekin er ákvörðun um aðgerð. Engu að síður er líklegt að ítarlegri leit að meinvörpum hefði getað forðað einhverjum þessara sjúklinga frá skurðaðgerð. Stigun miðmætiseitla er lykilatriði við mat á horfum sjúklinga fyrir aðgerð. í nýlegum bandarískum leiðbeiningum er mælt með miðmætisspeglun í þorra tilfella þegar ekki er hægt að notast við jáeindaskanna. Einnig er mælt með miðmætisspeglun til að staðfesta niðurstöðu jáeindaskanna, bendi hún til meinvarpa eða ef vafi leikur á niðurstöðunni.15 Miðmætisspeglun er örugg rannsókn, alvarlegir fylgikvillar fátíðir og næmi (90%) og sértæki hátt (100%).16 Lífshorfur þessara sjúklinga lækka hratt, eða úr 82,7% einu ári frá aðgerð í 45,1% eftir fimm ár. Niðurstöður okkar eru í samræmi við aðrar rannsóknir.13-17'18 Almennt eru horfur eftir blaðnám á stigi IIIB og IV lélegar, til dæmis var enginn sjúklinganna á stigi IV á lífi tveimur árum eftir aðgerð. Ekki er síður athyglisvert að fimm ára lífshorfur á stigi I eru aðeins 61,8%. Þessir sjúklingar eru samkvæmt bestu upplýsingum eftir aðgerð með staðbundinn sjúkdóm. Ástæðan fyrir takmörkuðum lífshorfum er endurkoma krabbameins, en það greinist hjá allt að 61% sjúklinga á stigum I og II og er um fjarmeinvörp að ræða í tveimur þriðju tilvika.19 Þessir sjúklingar virðast því oft hafa smásæ meinvörp við aðgerðina sem ekki er hægt að greina með myndrannsóknum eða með sýnatöku í aðgerð.20 Má því leiða líkur að því að krabbameinslyfjameðferð eftir aðgerð ætti að geta komið að notum. Hefur verið sýnt fram á 8-10% aukningu í lífshorfum fimm árum frá aðgerð21 eftir slíka meðferð hjá sjúklingum á stigum II og IIIA en ekki stigi I. Vefjagerð, stærð og gráðun æxlanna var sambærileg við aðrar rannsóknir.13- 18 Hins vegar kom á óvart að sjúklingar með kirtil- frumukrabbamein höfðu betri horfur en sjúklingar með flöguþekjukrabbamein. Þetta sást bæði í ein- og fjölþáttagreiningu og er frábrugðið niðurstöð- um flestra rannsókna sem sýnt hafa marktækt betri horfur sjúklinga með flöguþekjukrabbamein.14-22 í japanskri rannsókn á 6644 sjúklingum var þó lýst sams konar niðurstöðum.23 Var ástæðan talin vera sú að í hópi kirtilfrumukrabbameinanna væru undirflokkar með betri horfur, til dæmis bronchioalveolar-krabbamein. Þau eru nú flokkuð með kirtilmyndandi æxlum og hafa umtalsvert betri lífshorfur,23 til dæmis meinverpast þau sjaldan og eru 70-100% sjúklinga á lífi eftir fimm ár.14 Hugsanlegt er að í okkar sjúklingahópi með kirtilfrumukrabbamein leynist slíkir undirflokkar með betri horfur. Þessu er þó ekki hægt að svara fyrr en endurskoðun á vefjasýnum hefur farið fram (sjá síðar). Einnig er mögulegt að hér gæti áhrifa aukinnar notkunar tölvusneiðmynda, en kirtilmyndandi krabbamein eru oft greind sem litlir hnútar í ytri hluta lungna á tölvusneiðmyndum.24 Auk stigunar, sem er langsterkasti forspárþáttur lífshorfa, hafði stærð æxlis marktæk áhrif á lífshorfur. Stærð æxlanna reyndist mjög svipuð og í öðrum rannsóknum, eða 3,7 cm að meðaltali.14' 17'25 Aðrar rannsóknir hafa sýnt hve mikilvægur forspárþáttur FEV^ er, bæði hvað varðar fylgikvilla og lífshorfur13 og var það einnig svo í okkar rannsókn. Sama á við um reykingatengda sjúkdóma eins og langvinna lungnateppu og hjartasjúkdóma en hjartsláttaróregla reynist sjálfstæður áhættuþættur í þessari rannsókn. Yfir 96% sjúklinga höfðu reykingasögu og stór hluti sjúklinga er með sögu um reykingatengda LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.