Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 29
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
18% háskólamenntaðra utan höfuðborgarsvæðis.
í báðum tilvikum var um tölfræðilega marktækan
mun að ræða (p<0,05), eins og sést á mynd 1
þegar 95% öryggisbil eru borin saman. Mynd 2
sýnir að í öllum aldurshópum kvenna er hlutfall
offitu hærra utan höfuðborgarsvæðis en innan
þess. Utan höfuðborgarsvæðis hækkar hlutfallið
nokkuð stöðugt með hækkandi aldri og er 25% í
elsta aldurshópnum borið saman við 16% í þeim
yngsta. Innan höfuðborgarsvæðis er hins vegar
svipað hlutfall offitu í öllum aldurshópum nema
þeim yngsta, þar sem hlutfallið er lægst, eða
9% borið saman við 14% í öðrum aldurshópum.
Á báðum búsetusvæðum var tölfræðilega
marktækur munur milli yngsta og næstyngsta
hópsins en ekki milli hinna þriggja innbyrðis
(p<0,05). Tengsl reykinga og offitu eftir búsetu eru
sýnd á mynd 3. Á höfuðborgarsvæðinu er mest um
offitu hjá konum sem reykja daglega og minnst hjá
þeim sem reykja ekki og er munurinn tölfræðilega
marktækur (p<0,05). Myndin er talsvert ólík hjá
konum sem búa utan höfuðborgarinnar. Þar eru
hæst hlutfall offitu hjá konum sem hafa reykt en
eru hættar, og næsthæsta hlutfallið er hjá þeim
sem reykja daglega.
í töflu II er birt gagnlíkindahlutfall (OR)
þar sem metin eru áhrif búsetu, menntunar
og reykinga á líkur þess að kona flokkist með
offitu. Konur búsettar utan höfuðborgarsvæðis
voru 66% líklegri til að flokkast með offitu borið
saman við þær sem bjuggu innan þess þegar
tekið hafði verið tillit til menntunar, reykinga,
aldurs og áfengisnotkunar í líkaninu. Konur með
aðra menntun voru 53% líklegri til að flokkast
með offitu en konur með háskólamenntun þegar
leiðrétt hafði verið fyrir sömu þáttum og að
ofan. Loks voru konur sem reyktu daglega 13%
líklegri til að flokkast með offitu miðað við konur
með aðra reykingasögu. Tölfræðilega marktækt
samband milli offitu og reykinga greindist þó
eingöngu meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu.
Umræða
Þessi rannsókn sýnir verulegan mun á menntun
og holdafari kvenna á barneignaaldri eftir búsetu.
Hærra hlutfall kvenna var með háskólamenntun
innan höfuðborgarsvæðisins en utan þess, en
hlutfall kvenna með offitu var næstum helmingi
lægra á höfuðborgarsvæði en á landsbyggðinni.
Lítill munur var hins vegar á reykingavenjum
kvenna á búsetusvæðunum tveimur.
Fjöldi rannsókna hefur sýnt tengsl minni
menntunar við reykingar og offitu.1-7'11 Svo var
einnig í þessari rannsókn. Hlutfall kvenna með
offitu var ríflega tvöfalt hærra í hópi þeirra
%
Mynd 1. Hlutfall kvenna með offitu eftir menntun og búsetu, tölur í stöplum sýna fjölda
kvenna á bak við hlutfallstölur. Sýnd eru 95% öryggisbil.
Á höfuöborgarsvaeöinu Utan höfuöborgarsvæöis
sem voru með eingöngu grunnskólapróf borið
saman við háskólamenntaðar konur. Ekki var þó
hægt að skýra muninn á holdafari kvenna milli
búsetusvæða með ólíkri menntun innan og utan
höfuðborgarsvæðis. Eftir að leiðrétt hafði verið
fyrir menntun, reykingavenjum, áfengisneyslu
og aldri, voru 66% meiri líkur á offitu meðal
kvenna utan höfuðborgarsvæðis en innan. Þessar
niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður
landskönnunar Manneldisráðs á mataræði sem
sýndi einnig marktækt hærra hlutfall kvenna með
ofþyngd og offitu utan höfuðborgarsvæðis en
innan, en þar var ekki leiðrétt fyrir menntun eða
öðrum breytum.12 Rannsókn á fimmtugum konum
sýndi einnig hærra hlutfall kvenna með offitu á
Akureyri en í Hafnarfirði!3 Svipaðar niðurstöður
varðandi mun á holdafari kvenna í borg og bæ
hafa komið fram í Noregi!4 Víðast hvar í Evrópu
finnst hins vegar enginn munur milli þéttbýlis
og dreifbýlis þegar ofþyngd eða offita er annars
vegar,15 og hefur það verið túlkað sem merki
Mynd 2. Hlutfall kvenna
með offitu eftir aldri og
búsetu, tölur í stöplum
sýnafjölda kvenna á bak
við hlutfallstölur. Sýnd eru
95% öryggisbil.
LÆKNAblaðið 2010/96 261