Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 30
|fræðigreinar Irannsóknir % Mynd 3. Hlutfall kvenna með offitu eftir reykingum og búsetu, tölur í stöplum sýna fjölda kvenna á bak við hlutfallstölur. Sýnd eru 95% öryggisbil. um sambærileg lífsskilyrði í borg og bæ, hvort heldur er félagsleg, menningarleg eða efnahagsleg skilyrði. í könnunum Manneldisráðs hefur komið fram verulegur munur á mataræði fólks í þéttbýli og dreifbýli, og þá ekki síst heildarorku fæðunnar, sem var umtalsvert meiri í sveit en í þéttbýli.16 Eins var hlutfall fitu hærra í sveit en í þéttbýli, og meiri neysla á mjólk, kjöti, smjöri og smjörlíki. Rannsóknir hafa sýnt að orkuríkt fæði eykur líkur á að fólk þyngist17 og því eiga ólíkar fæðuvenjur í borg og bæ óefað þátt í þeirri mynd sem blasir við þótt fleira komi sjálfsagt til. Minna er vitað um hreyfingu fullorðinna hér á landi eftir búsetu og engar rannsóknir þar að lútandi hafa verið birtar eftir því sem okkur er kunnugt. Það er vel þekkt að barneignir geta haft áhrif á holdafar kvenna18 og því er hugsanlegt að ólík fæðingarsaga kvenna í Reykjavík og landsbyggð hafi áhrif á niðurstöður. Svo virðist þó ekki vera í þessu tilfelli. Þegar fæðingarsaga, það er fjöldi barneigna og aldur við fæðingu fyrsta barns, var tekin með í fjölbreytugreiningu, reyndist hún ekki hafa marktæk áhrif á líkur á offitu eftir búsetu (niðurstöður ekki sýndar). Okkar rannsókn sýnir, rétt eins og fjöldi fyrri rannsókna, að líkur á offitu aukast með hækkandi aldri. Það vekur athygli að mesta hækkunin verður milli tveggja yngstu aldurshópa kvenna, eftir það breytist hlutfall kvenna með offitu lítið sem ekkert. Á þessu aldursbili sem um ræðir, frá 25 til 32 ára, verða miklar breytingar í lífi flestra kvenna, breytingar sem óneitanlega geta haft áhrif á mataræði þeirra og hreyfingu. Þær stofna margar eigið heimili og fjölskyldu og takast á við aukna ábyrgð í starfi. Mikið vinnuálag kvenna við þessar aðstæður gæti átt sinn þátt í að hvetja til óheilsusamlegra lífshátta og auka líkur á offitu. Umfang reykinga var örlítið hærra utan höfuðborgarsvæðis en innan þess. Sá munur hvarf hins vegar þegar leiðrétt var fyrir menntun. Nýlegar kannanir Lýðheilsustöðvar sýna einnig að reykingar eru orðnar heldur almennari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.2 Samkvæmt könnunum Tóbaksvarnaráðs/Lýð- heilsustöðvar lækkaði hlutfall þeirra sem reykja daglega í aldurshópnum 18-69 ára úr 40% í 21,3% á árunum 1985 til 2005.2 Á jafnlöngu tímabili, eða frá 1975 til 1994, tvöfaldaðist hins vegar hlutfall kvenna með offitu í aldurshópnum 45-64 ára.3 Frá árinu 1994 hefur hlutfallið hækkað enn frekar, þó meira meðal karla en kvenna, og er nú svo komið að 27% karla og 23% kvenna á aldrinum 45-64 ára flokkast með offitu.4 í rannsókn okkar reyndust tengsl reykinga og offitu bæði flókin og ólík eftir búsetu. Utan höfuðborgarsvæðis var hlutfall offitu hæst meðal kvenna sem höfðu hætt að reykja, sem er í samræmi við margar fyrri rannsóknir.15 Innan höfuðborgarsvæðis var annað upp á teningnum, þar var hlutfallið hæst meðal kvenna sem reyktu daglega. Hér eru á ferðinni önnur tengsl offitu og reykinga meðal kvenna en greint hefur verið frá í hóprannsóknum Hjartaverndar fram til þessa.1 Þess skal getið að hér er um að ræða yngri árganga en í fyrri rannsóknum, eða konur fæddar á árunum 1959-1986. í stað þess að reykingafólk sé að jafnaði grennra og í minni áhættu að greinast með offitu, er nú aukin áhætta á offitu meðal kvenna sem reykja daglega, að teknu tilliti til aldurs, menntunar, búsetu og áfengisneyslu. Nýlega hafa verið birtar erlendar rannsóknir sem sýna svipuð tengsl offitu og reykinga meðal ungra kvenna.8 Þetta samband, sem hér kemur aðeins fram á höfuðborgarsvæðinu, er fyrst og fremst talið eiga sér félagslegar skýringar, þar sem um er að ræða sameiginlega rót þessara tveggja áhættuþátta.19 Æ færri reykja nú daglega og þrýstir samfélagið á reykingafólk að hætta reykingum. Hugsanlegt er að sá tiltölulega fámenni hópur sem enn reykir sé ólíkur hópnum sem reykti þegar reykingar voru almennari og viðurkenndari, bæði hvað varðar félagslega stöðu og önnur einkenni. Það er athyglisvert að tengsl reykinga við offitu skuli aðeins koma fram á höfuðborgarsvæðinu. Ein möguleg skýring gæti tengst því hversu algeng offita kvenna er á landsbyggðinni borið saman við höfuðborgarsvæðið. Félagsleg staða þessa hlutfallslega fjölmenna hóps kvenna á landsbyggðinni er því hugsanlega önnur en á höfuðborgarsvæði, þar sem um fámennari hóp er að ræða. Félagslegar rætur offitu geta því að einhverju leyti verið ólíkar eftir búsetusvæðunum. í því sambandi má nefna að 262 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.