Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 64
UMRÆÐA 0 G ÞJÓÐFUNDUR F R É T T I R L Æ K N A Þjóðfundur lækna Anna Ólafsdóttir Björnsson annab]o@gmail. com Framlag lækna til samfélagsumræðunnar hefur líklega sjaldan verið eins eftirminnilega í brennidepli og nýverið þegar hátt í 100 læknar komu saman á þjóðfundi lækna í húsnæði læknafélaganna í Hlíðasmára í Kópavogi. Hugmyndin kviknaði þegar Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags íslands, tók þátt í þjóðfundinum sem haldinn var í nóvember síðastliðnum. Hún setti sig í samband við framkvæmdaaðila þess fundar og niðurstaðan var sú að 250 læknum, sem fengnir voru með slembiúrtaki úr félagaskrá LÍ, var boðið að taka þátt í fundinum. Þegar ljóst var hverjir þeirra myndu mæta var ákveðið að hleypa að nokkrum í viðbót, sem höfðu frétt af þessu framtaki og langaði að vera með. Þegar dagurinn rann loks upp kom í ljós að heimtur voru mjög góðar. „Við vissum í rauninni ekki fyrr en fundurinn hófst hvort tíu manns kæmu eða hundrað, en hér eru mættir um 10-15% af þeim læknum á íslandi sem ekki eru á vakt eða staddir erlendis," sagði Birna. „í dag leið mér eins og ég væri að fara að halda afmæli og hafði ekki hugmynd um hvernig heimtur yrðu. En það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir góðri mætingu og frábærri stemmningu." Fundurinn var haldinn á vegum Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Guðjón Már Guðjónsson, sem oft er enn kenndur við OZ en hefur einkum helgað sig Hugmyndaráðuneytinu að undanförnu, fylgdi þjóðfundinum úr hlaði. Harm gat þess í inngangs- orðum að sér hefði verið sagt að erfitt væri að Ósvikinn fógnuður á borði sjö pegar niðurstaða náðist. Fyrir miðju má sjá hvatamann að fundinum, Birnu Jónsdóttur, formann Læknafélags íslands. vinna með læknum og nú kæmi í ljós hvort sú mýta reyndist rétt. Niðurstöður verða kynntar á vef læknafélaganna Á vegum framkvæmdaaðilans, Agora, voru nokkrir starfsmenn og sjálfboðaliðar, lóðsar, sem stýrðu umræðum, en fyrst var þátttakendum raðað á níu borð, sem hvert um sig fékk ákveðin verkefni sem lóðsinn leiddi hópinn í gegnum. Borðin báru rammíslensk heiti á borð við Kaldbak, Möðrudal og Hvamm. Dregið var um á hvaða borði hver þátttakandi lenti. Um miðjan fund voru hóparnir stokkaðir upp til frekari úrvinnslu á þeim hugmyndum sem fram höfðu komið. Markmiðið var að niðurstaða þjóðfundarins yrði skýr og gildin sem þátttakendur vildu að læknastéttin stæði fyrir væru vel skilgreind. Sumir vildu víkka hugmyndina út, fjalla ekki aðeins um gildi læknastéttarinnar heldur stefnumótun í heilbrigðismálum. Samkvæmt aðferðafræði þjóðfundarins voru engar hugmyndir slegnar út af borðinu en hins vegar var reynt að hafa skarpa sýn á það sem þátttakendum þótti mikilvægast. Öðrum hugmyndum var safnað saman og verða kynntar sem hugmyndabanki. Afrakstur fundarins verður settur á vefinn og kynntur á vegum læknafélaganna þegar úrvinnslu er lokið. Þannig ættu þeir sem ekki áttu þess kost að taka þátt í þessum fundi að eiga greiðan aðgang að niðurstöðunum. Virðingin og fagmennska ofarlega á blaði Umræðurnar á borðunum voru fjörugar og fjölbreyttar. Á sumum borðunum var umræðan hápólitísk, alla vega heilsupólitísk, en á öðrum borðum var sjónum einkum beint inn á við og ekki síst að samskiptum og framkomu lækna hvers í garð annars, í garð annarra heilbrigðisstétta og sjúklinga. Ekkert var undanskilið, virðingarröð sérgreina, líðan lækna, pólitísk þátttaka lækna (með- og mótrök) og á einu borði að minnsta kosti kom upp spurningin hvort allir sjúkdómar væru jafnir og því slegið föstu að svo væri ekki. Á borði númer níu leiddist hópurinn út í mjög heimspekilegar vangaveltur en þær umræður reyndust ekki síður bitastæðar en annað efni sem til umræðu kom. Einn rauður þráður virtist tengja öll borðin saman þrátt fyrir æði margbreytilega umræðu, 296 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.