Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2010, Side 18

Læknablaðið - 15.06.2010, Side 18
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Barkaloksbólgutilfelli á rannsóknartimabilinu, fjöldi tilfella í 0-9 ára aldurshópnum og Qöldi Hib tilfella Ar Mynd 1. Fjöldi tilfdla af barkaloksbólgu á árijjöldi tilfella vegna Haemophilus influenzae týpu b og hlutfall sjúklinga undir 10 ára aldri. Skoðað var tímabilið frá byrjun janúar 1983 til loka desember 2005. Fxmdin voru gögn sjúklinga, þau lesin af höfundum og sjúklingur tekinn inn í rannsókn ef sjúkdómsmynd samrýmdist bráðri barkaloksbólgu og bólga var staðfest með beinni eða óbeinni speglun. Skráðar voru eftirfarandi breytur: aldur og kyn sjúklinga, mánuður/ár greiningar, niðustöður ræktunar (háls/blóð), meðhöndlun öndunarvega, innlagnir á gjörgæslu, val á sýklalyfi/lyfjum, lengd sjúkrahússdvalar, alvarlegir fylgikvillar og dánartíðni. Gerður var samanburður á tíma- bilunum fyrir og eftir upphaf bólusetningar gegn Haemophilus influenzae týpu b en bólusetning hófst hjá íslenskum bömum árið 1989. Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands voru íslendingar 237.041 á miðju ári 1983 og 295.864 á miðju ári 2005. Tölfræðigreining var gerð með Chi-square og Mann-Whitney prófum. Munur var talinn töl- fræðilega marktækur við p-gildi 0,05. X °' .g z.o- n i 2- o o O t.O- r- sP CJ os* 5 a> 1 1 > i ' , f i i •n °-5l 'Öl 1 9 0) i z 1983-1987 1988-1992 1993-1997 1998-2002 2003-2005 Tímabil Mynd 2. Meðalnýgengifyrir fimm ára tímabil. Niðurstöður Alls fundust 69 tilfelli með útskriftargreininguna bráð barkaloksbólga í sjúkraskrám spítalans frá 1983-2005. Af þessum 69 tilfellum uppfylltu 57 tilfelli kröfur okkar og vom greind frekar. Útilokuð tilfelli vom sjúklingar sem höfðu fengið ranga greiningu og þjáðust af góðkynja sepamyndun í barkakýli, barkabólgu/barkakýlisbólgu eða ígerð koki. Gögn fundust ekki fyrir einn af 69 sjúklingum. Meðalfjöldi tilfella á ári var þannig 2,5 (staðalfrávik 1,8) tilfelli/ári en nýgengi á tímabilinu 0,93 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári. Flest tilfelli greind á einu ári vom sjö árið 2003 en fæst 0 árið 2000 (mynd 1). Hafin var kerfisbundin bólusetning gegn Hae- mophilus influezae týpu b bakteríunni árið 1989. Þessi baktería var áður mjög algengur orsaka- valdur bráðrar barkaloksbólgu. Þegar skoðuð vom tímabilin fyrir og eftir upphaf bólusetningar kom í ljós fækkun tilfella með 3,3 (staðalfrávik 2,1) tilfelli/ári (nýgengi 1,4 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári) fyrir upphaf bólusetningar en 2,1 (staðal- frávik 1,6) tilfelli/ári (nýgengi 0,77 tilfelii á hverja 100.000 íbúa á ári) eftir upphaf bólusetningar. Þessi fækkun tilfella var ekki marktæk (p=0,054). Ef skoðuð vom 5 ára tímabil (mynd 2) fannst lækkun í meðalnýgengi eftir því sem á leið allt þar til komið var að síðasta tímabilinu (2003-2005, sem varði aðeins þrjú ár) er nýgengi jókst á ný. Þessi aukning á nýgengi undir lok rannsóknartímabils- ins var marktæk (p=0,026). Aldur Sjúklingar sem þjáðust af bráðri barkaloksbólgu voru allt frá 12 mánaða upp í 82 ára gamlir (mynd 3). Meðalaldur var 33 ár (staðalfrávik 23) og miðgildi 34 ár. Þrettán sjúklingar vom yngri en 10 ára við greiningu (23%). Eftir upphaf bólusetningar fækkaði tilfellum hjá bömum verulega og hefur bráð barkaloksbólga ekki greinst í bami yngri en 10 ára síðan 1989 (mynd 2). Nýgengi bráðrar barkaloksbólgu hjá bömum og ungmennum (<18 ára) lækkaði úr 0,76 fyrir upphaf bólusetningar í 0,071 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári eftir upphaf bólusetningar (p=0,004). Fullorðnir sjúklingar (18 ára) vom í heildina 72% af tilfellunum (41/57) og fóru úr því að vera 43% tilfella (10/23) fyrir upphaf bólusetningar í að vera 91% tilfella (31/34) eftir að hafin var bólusetn- ing. Fjöldi tilfella barkaloksbólgu hjá fullorðnum jókst úr 1,4 (staðalfrávik 0,79) tilfellum á ári í 1,9 (staðalfrávik 1,4) tilfelli á ári fyrir og eftir upphaf bólusetningar. A sama tíma jókst nýgengið hjá full- orðnum úr 0,58 í 0,71 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári. Þessi aukning var ekki tölfræðilega marktæk (p=0,94). 406 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.