Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2010, Qupperneq 18

Læknablaðið - 15.06.2010, Qupperneq 18
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Barkaloksbólgutilfelli á rannsóknartimabilinu, fjöldi tilfella í 0-9 ára aldurshópnum og Qöldi Hib tilfella Ar Mynd 1. Fjöldi tilfdla af barkaloksbólgu á árijjöldi tilfella vegna Haemophilus influenzae týpu b og hlutfall sjúklinga undir 10 ára aldri. Skoðað var tímabilið frá byrjun janúar 1983 til loka desember 2005. Fxmdin voru gögn sjúklinga, þau lesin af höfundum og sjúklingur tekinn inn í rannsókn ef sjúkdómsmynd samrýmdist bráðri barkaloksbólgu og bólga var staðfest með beinni eða óbeinni speglun. Skráðar voru eftirfarandi breytur: aldur og kyn sjúklinga, mánuður/ár greiningar, niðustöður ræktunar (háls/blóð), meðhöndlun öndunarvega, innlagnir á gjörgæslu, val á sýklalyfi/lyfjum, lengd sjúkrahússdvalar, alvarlegir fylgikvillar og dánartíðni. Gerður var samanburður á tíma- bilunum fyrir og eftir upphaf bólusetningar gegn Haemophilus influenzae týpu b en bólusetning hófst hjá íslenskum bömum árið 1989. Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands voru íslendingar 237.041 á miðju ári 1983 og 295.864 á miðju ári 2005. Tölfræðigreining var gerð með Chi-square og Mann-Whitney prófum. Munur var talinn töl- fræðilega marktækur við p-gildi 0,05. X °' .g z.o- n i 2- o o O t.O- r- sP CJ os* 5 a> 1 1 > i ' , f i i •n °-5l 'Öl 1 9 0) i z 1983-1987 1988-1992 1993-1997 1998-2002 2003-2005 Tímabil Mynd 2. Meðalnýgengifyrir fimm ára tímabil. Niðurstöður Alls fundust 69 tilfelli með útskriftargreininguna bráð barkaloksbólga í sjúkraskrám spítalans frá 1983-2005. Af þessum 69 tilfellum uppfylltu 57 tilfelli kröfur okkar og vom greind frekar. Útilokuð tilfelli vom sjúklingar sem höfðu fengið ranga greiningu og þjáðust af góðkynja sepamyndun í barkakýli, barkabólgu/barkakýlisbólgu eða ígerð koki. Gögn fundust ekki fyrir einn af 69 sjúklingum. Meðalfjöldi tilfella á ári var þannig 2,5 (staðalfrávik 1,8) tilfelli/ári en nýgengi á tímabilinu 0,93 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári. Flest tilfelli greind á einu ári vom sjö árið 2003 en fæst 0 árið 2000 (mynd 1). Hafin var kerfisbundin bólusetning gegn Hae- mophilus influezae týpu b bakteríunni árið 1989. Þessi baktería var áður mjög algengur orsaka- valdur bráðrar barkaloksbólgu. Þegar skoðuð vom tímabilin fyrir og eftir upphaf bólusetningar kom í ljós fækkun tilfella með 3,3 (staðalfrávik 2,1) tilfelli/ári (nýgengi 1,4 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári) fyrir upphaf bólusetningar en 2,1 (staðal- frávik 1,6) tilfelli/ári (nýgengi 0,77 tilfelii á hverja 100.000 íbúa á ári) eftir upphaf bólusetningar. Þessi fækkun tilfella var ekki marktæk (p=0,054). Ef skoðuð vom 5 ára tímabil (mynd 2) fannst lækkun í meðalnýgengi eftir því sem á leið allt þar til komið var að síðasta tímabilinu (2003-2005, sem varði aðeins þrjú ár) er nýgengi jókst á ný. Þessi aukning á nýgengi undir lok rannsóknartímabils- ins var marktæk (p=0,026). Aldur Sjúklingar sem þjáðust af bráðri barkaloksbólgu voru allt frá 12 mánaða upp í 82 ára gamlir (mynd 3). Meðalaldur var 33 ár (staðalfrávik 23) og miðgildi 34 ár. Þrettán sjúklingar vom yngri en 10 ára við greiningu (23%). Eftir upphaf bólusetningar fækkaði tilfellum hjá bömum verulega og hefur bráð barkaloksbólga ekki greinst í bami yngri en 10 ára síðan 1989 (mynd 2). Nýgengi bráðrar barkaloksbólgu hjá bömum og ungmennum (<18 ára) lækkaði úr 0,76 fyrir upphaf bólusetningar í 0,071 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári eftir upphaf bólusetningar (p=0,004). Fullorðnir sjúklingar (18 ára) vom í heildina 72% af tilfellunum (41/57) og fóru úr því að vera 43% tilfella (10/23) fyrir upphaf bólusetningar í að vera 91% tilfella (31/34) eftir að hafin var bólusetn- ing. Fjöldi tilfella barkaloksbólgu hjá fullorðnum jókst úr 1,4 (staðalfrávik 0,79) tilfellum á ári í 1,9 (staðalfrávik 1,4) tilfelli á ári fyrir og eftir upphaf bólusetningar. A sama tíma jókst nýgengið hjá full- orðnum úr 0,58 í 0,71 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári. Þessi aukning var ekki tölfræðilega marktæk (p=0,94). 406 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.