Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2010, Side 3

Læknablaðið - 15.10.2010, Side 3
Vífilsstaðir 100 ára Eitt hundrað ár voru í haust liðin frá því að berklahælið var reist að Vífilsstöðum. Berklaspítalinn var rekinn þar í 60 ár, allt þar til heilbrigðisyfirvöld töldu að tekist hefði að uppræta þennan illvíga sjúkdóm og húsinu var fengið nýtt hlutverk. í tilefni af afmælinu var efnt til sýningar í húsinu þar sem saga berklahælisins var rakin í máli og myndum og lýst aðferðunum sem notaðar voru til lækninga áður en þróuð voru lyf gegn berklum. Berklasjúklingar sem voru á öllum aldri dvöldu mánuðum eða árum saman á Vífilsstöðum og þar varð til sérstakt samfélag sem margir minnast með hlýhug og virðingu. Arið 1973 fékk spítalinn nýtt hlutverk þegar opnuð var rannsókna- og sjúkradeild á vegum Landspítalans fyrir lungnasjúklinga. Árið 2002 tók Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, sem á og rekur Hrafnistuheimilin, við rekstrinum og starfrækti þar hjúkrunarheimili frá árinu 2004 þar til í ágúst á þessu ári. Hvað verður um þetta fallega og sögufræga hús er sem stendur óráðið. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Guðrún Nielsen (f. 1951) vann fyrir nokkrum árum alþjóðlega skúlptúrsamkeppni um listaverk við inngang að New Greenham Park í Newbury I Bretlandi. Nýverið var verk hennar fullklárað og afhjúpað en það ber heitið Changes, eða Breytingar (1998- 2010). Heitið visar til sögu svæðisins þar sem verkið stendur en þar var áður umdeild herstöð breska flughersins. Fram að síðari heimsstyrjöld var þarna friðsælt ræktarland en í stríðinu var byggður flugvöllur sem þjónaði hernum og voru þar m.a. geymd kjarnorkuvopn á níunda áratugnum. Herstöðinni var lokaö árið 1993 og hefur svæðið síðan breytt um svip og þjónar nú íbúum sem útivistarsvæöi auk þess sem þar er blómlegur iðn- og tæknigarður. Verk Guðrúnar samanstendur af röð níu steinstöpla og á þeim hvíla stálplötur sem brotnareru saman eins og origami. Formin eru einföld og geómetrísk á hvorum enda raðarinnar en verða fióknari þegar nær dregur miðju verksins þar sem á einum stöpli má sjá greinilega eftirmynd herþotu. Eins og skutla sem er brotin saman úr pappír og leyst í sundur á ný. Guðrún visar ennfremur til sögunnar með því að nota í stöplana mulið efni úr gömlu flugbrautinni sem þarna var. Verkið er leikur að andstæðum þar sem listakonan teflir fram þunglamalegum efnum sem jafnframt sýna umskipti og framvindu á lifandi hátt. Þannig vísar hún til þeirrar staðreyndar að allt getur breyst, jafnvel það sem virðist óhagganlegt eins og þvergirðingsleg stefna yfirvalda að geyma kjarnavopn í herstöðinni þrátt fyrir mikla andstöðu. Þau mótmæli hafa verið skráð á spjöld sögunnar og má rekja til hóps kvenna sem barðist fyrir lífi á jörð og gegn kjarnavopnum. Fagurfræði Guðrúnar nýtur sín í þessum stóra skúlptúr en í verkum hennar má greina áhrif frá japönskum efnum og formum, jafnframt þvi sem hún byggir á bakgrunni sínum í rannsóknum á tengslum myndlistar og byggingarlistar. Verkin sem hún sýnirgjarnan i opinberu rými eru þannig úr garði gerð að áhorfendur geta virt þau fyrir sér úr fjarlægð en einnig gengið inn í þau og upplifað þannig á annan hátt. Changes mun standa um ókomna tíð sem minnisvarði um óstöðvandi framrás timans en jafnframt vísa til hringrásar og endurtekningar sögunnar. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Ubrary of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2010/96 595

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.