Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Síða 11

Læknablaðið - 15.10.2010, Síða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Menntun, starfsvettvangur og framtíðarhorfur á vinnumarkaði íslenskra skurðlækna Tómas Guðbjartsson12 brjóstholsskurðlæknir Halla Viðarsdóttir1 deildarlæknir Sveinn Magnússon3 yfirlæknir Lykilorð: skurðlækningar, menntun, sérnám, doktorspróf, sérfræðipróf, vinnumarkaður. ’Skurðlækningasviði Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3heilbrigðisráðuneytinu. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut. tomasgud@landspitali.is Ágrip Inngangur: Hér á landi hefur vantað upplýsingar um menntun íslenskra skurðlækna og fram- tíðarhorfur á vinnumarkaði. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra íslenskra skurðlækna sem útskrifaðir eru frá læknadeild HÍ, í öllum undirsérgreinum skurðlækninga, og búsettir eru á íslandi eða erlendis. Safnað var upplýsingum um sérgrein, menntunarland og prófgráður, en einnig lagt mat á framboð og eftirspurn á vinnumarkaði fram til ársins 2025. Beitt var nálgunum, meðal annars að þörf fyrir þjónustu skurðlækna myndi haldast óbreytt miðað við íbúafjölda. Niðurstöður: Af 237 skurðlæknum með sérfræði- réttindi í ágúst 2008 voru tveir af hverjum þremur búsettir á íslandi og 36 komnir á eftirlaun. Rúmlega 2/3 höfðu stundað sérnám í Svíþjóð og flestir störfuðu innan bæklunar- (26,9%) og almennra skurðlækninga (23,9%). Meðalaldur skurðlækna á íslandi var 52 ár og 44 ár erlendis. Hlutfall kvenna var 8% á íslandi en 17,4% á meðal 36 lækna í sérnámi erlendis. Alls höfðu 19,7% lokið doktorsprófi. Spár benda til að árið 2025 muni framboð og eftirspurn eftir skurðlæknum á Islandi að mestu haldast í hendur, en í þessum útreikningum er ekki litið sérstaklega á vinnumarkað þeirra erlendis. Alyktun: Þriðjungur íslenskra skurðlækna er búsettur erlendis. Hlutfall kvenna er lágt en fer hækkandi. Næsta áratug munu margir skurðlæknar á íslandi fara á eftirlaun og endurnýjun því fyrirsjáanleg. Framboð og eftirspurn virðast í þokkalegu jafnvægi hér á landi en erfiðara er að ráða í þróun vinnumarkaðs skurðlækna erlendis. Rétt er þó að hafa í huga að óvissuþættir eru margir í þessum útreikningum og ná ekki til einstakra undirsérgreina. Inngangur Skurðlækningar eru á meðal elstu sérgreina í læknisfræði og skiptast í fjölda undirsérgreina. Hér á landi stofnuðu skurðlæknar með sér Skurð- læknafélag íslands (SKÍ) árið 1957 og er það eitt elsta sérgreinafélag lækna á íslandi.1 í dag eru tæplega eitt hundrað virkir meðlimir í SKÍ, en félagið hefur jafnframt verið stéttarfélag íslenskra skurðlækna frá árinu 2005.2 Jafnframt fer SKÍ með fræðslu-, mennta- og félagsmál skurðlækna í samstarfi við Læknafélag íslands. Undanfarna áratugi hefur sérhæfing innan skurðlækninga aukist og undirsérgreinum fjölgað. Mönnun fámennari og sérhæfðari sérgreina hefur orðið flóknari en áður þegar menntun skurðlækna var breiðari. Hér á landi hefur formlegt sérnám í skurðlækningum ekki verið í boði. íslenskir skurðlæknar hafa þó í flestum tilvikum hafið sérnám sitt hér, í eitt eða tvö ár, að fengnu lækningaleyfi. Frekara sémám hafa læknar sótt til annarra landa, oftast til Norðurlandanna eða Bandaríkjanna. Frá árinu 1978 hafa reglulega birst skýrslur um horfur á vinnumarkaði lækna á Norður- löndunum.3 í nýjustu skýrslunni er lagt mat á framboð og eftirspum eftir læknum fram til ársins 2025, án þess að litið sé sérstaklega á mönnun í hinum ýmsu sérgreinum. Upplýsingar sem þessar geta nýst heilbrigðisyfirvöldum við gerð áætlana, til dæmis þegar kemur að því að meta fjölda þeirra sem æskilegt er að hefji nám í læknisfræði. Óvissuþættir eru þó margir og reynslan sýnir að forsendur slíkra útreikninga geta hæglega breyst. Þetta á ekki síst við í efnahagskreppu þegar mikill niðurskurður er fyrirsjáanlegur í heilbrigðiskerfinu. Þannig er ekki sjálfgefið að íslenskir læknar muni í sama mæli og áður snúa heim úr sérnámi, sérstaklega ef í boði eru síðri starfskjör en erlendis. Nýleg könnun Læknafélags íslands benti til dæmis til þess að stór hluti ungra lækna sé ekki fráhverfur því að ílengjast erlendis að loknu sérnámi.4 Þetta getur haft áhrif á vinnumarkað lækna hér á landi, jafnt fyrir skurðlækna sem lækna í öðrum sérgreinum. Hér á landi hefur tilfinnanlega vantað upp- lýsingar um menntun og vinnumarkað íslenskra skurðlækna. Markmið rannsóknarinnar var að bæta úr því. Rannsóknin er unnin í samvinnu við SKI og tók til allra íslenskra skurðlækna, óháð búsetu. LÆKNAblaðið 2010/96 603

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.