Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2010, Side 20

Læknablaðið - 15.10.2010, Side 20
■ fræðigreinar BByfTrTTt Mynd 2. Hlutverk MBL. a. MBL-miöluð áthúðun gerist meö tvennum hætti. Annars vegar með bindingu C3b búta við CRl viðtaka einkjarna átfrumu og hins vegar er talið að MBL sjálft virki sem átmerking og bindist kollektínviðtaka á einkjarna átfrumu. Það er ekki búið að einangra og lýsa þessum líklega kollektínviðtaka. MBL er ennfremur talið ýta undir bólgusvörun með skammtaháðri seytingu eitilfrumuboðefna frá einkjarna átfrumu. b. MBL binst T-frumum í stýrðum frumudauða og fjölkjarna neutrófílum. cClqR og CD91 sameindir á einkjarna átfrumu bindast kollagenhluta MBL. Endurprentun með leyfi © Elsevier 2006.57 binst frumum í stýrðum frumudauða, frumum í vefjaskemmd (myocardial/renal/gastrointestinal ischemia reperfusion injury), mótefnasameindum, frumuleifum, frumum í æxlisvexti (ristilkrabba- mein), sink-málmpróteösum, þekjufrumum í súrefnisþurrð (anoxic endothelia cells), kjarn- sýrum og fósfólípíðum.8 Hlutverki MBL má því skipta í eftirfarandi tvo meginþætti: í fyrsta lagi eru það sýklavamir. MBL ræsir lektínferil Tafla I. MBL-arfgerðir og -s vipgerðir hjá Evrópubúum Arfgerð Tíðni (%) Meðalstyrkur (ug/ml) HYPA/HYPA 12 2,5 HYPA/LXPA 8 1,4 HYPA/LYQA 8 2,4 LXPA/LXPA (XA/XA) 7 0,2 LYQA/LXPA 6 1,0 LYQA/LYQA 6 1,9 HYPA/LYPB (YA/O) 5 0,4 LXPA/LYPB (XA/O) 4 0,03 LYQA/LYPB (YA/O) 3 0,3 HYPA/HYPD 3 0,7 LXPA/HYPD (XA/O) 2 0,02 LYQA/HYPD 2 0,8 LYPB/LYPB (O/O) 2 0,02 HYPA/LYPA 2 1,9 LYPA/LYPB (YA/O) 1 0,3 LYPA/HYPD 1 0,6 Þaö sem er merkt með rauðu eru arfgerðir með MBL-styrk lægri en 500 ng/ml. H, Y, P, L og X standa fyrir erfðabreytileika í stýrisvæði MBL2-gensins (sjá mynd 3). A er villigerðar (eðlileg) samsæta í útröð 1 og B, C eða D standa fyrir erfðabreytileika í útröð 1 (sjá mynd 3). Útraðaerfðabreytileiki er táknaður með feitletri. Einfaldað heiti á arfgerð er sett í sviga. Heimilda er getið í rafrænni útgáfu greinarinnar á heimasíðu Læknablaðsins. komplímentkerfisins sem stuðlar að áthúðun sýkla sem eykur hæfni átfmmna til sýkladráps og leiðir einnig til myndunar próteinflóka (membrane-attack complex, MAC) sem rýfur bakteríuhimnur (mynd 1 og mynd 2a). Annað meginhlutverk MBL felst í stjórnun bólgusvars og viðhaldi vefja. MBL-próteinið kemur að þessum mikilvæga þætti ónæmissvars með því að stilla bólgusvörun beint (mynd 2a), stuðla að eyðingu frumna í stýrðum frumudauða (apoptosis) (mynd 2b) og stuðla að eyðingu mótefnafléttna. Því er ekki að undra að gallar í þessu mikilvæga ferli geti leitt til sjúkdóma sem einkennast af endurteknum sýkingum og/eða sjálfsofnæmistilhneigingu. Sameindalíffræði MBL MBL-próteinið finnst í sermi og er gen þess MBL2 tjáð af lifrarfrumum, en tjáning hefur einnig mælst í smágöm og eistum.9 Þrjár nákvæmlega eins fjölpeptíðkeðjur, 228 amínósýrur að lengd, eru tengdar saman og mynda undireiningu MBL- sameindarinnar7 (mynd 3). Hver keðja, sem er skráð af mismunandi útröðum MBL-2 gensins, inniheldur fjögur svæði (domain): 1) 20 amínósýra cysteinríkt N-enda svæði (krosstengslasvæði) sem tekur þátt í myndun dísúlfíðtengja innan keðja og milli undireininga, 2) kollagenríkt svæði sem innheldur 18-20 endurtekningarraðir af Gly-Xaa-Yaa (tandem repeats), 3) vatnsfælið hálssvæði með gormlaga "coiled-coil" snúningi, og 4) lektínsvæði (eða kolvetnis-þekkjandi svæði). Undireiningarnar fjölliðast með dísúlfíðtengjum gegnum kollagensvæðið og mynda vöndullaga byggingu sem er líffræðilega virka formið af MBL. Algengasta form MBL í sermi eru þrí- og fjórliður. Einungis fjölliðað MBL getur ræst komplímentkerfið. MBL2 genið er staðsett á litningi 10 (qll.2- q21) og samanstendur af fjórum útröðum (mynd 3). Erfðabreytileika eða SNP (single nucleotide polymorphism) hefur verið lýst í geninu. í útröð eitt finnast þq'ár algengar punktstökkbreytingar staðsettar í tákna 54, 57 og 52, einnig þekktar sem B, C og D stökkbrigði (variant alleles) (mynd 3)10. Stökkbreyting B er G-»A breyting sem veldur Gly ^■Asp breytingu í fimmtu endurtekningarröðinni Gly-Xaa-Yaa.11 Stökkbreyting C er G-»A breyting sem veldur Gly-^-Asp breytingu í sjöttu endur- tekningarröðinni Gly-Xaa-Yaa.12 Stökkbreyting D er C-»Tbreyting sem veldur Cys-»Arg breytingu.13 B,C ogD stökkbrigðin sýna álíka svipgerð og því eru þau ekki aðgreind og kölluð O. Arfhreinir eða arfblendnir einstaklingar um útraðastökkbrigðin eru því með arfgerð O/O (B/B, BfD, DfD og svo framvegis). Villigerðarsamsæta í útröð kallast A til 612 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.