Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2010, Page 21

Læknablaðið - 15.10.2010, Page 21
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T aðgreiningar frá útraðastökkbrigðunum. Að auki er til staðar erfðabreytileiki í stýrisvæði MBL2 í stöðu -550 (H/L), -221 (Y/X) og +4 (P/Q) (mynd 3).14 Áhrif erfðabreytileika í MBL-2 geninu á styrk MBL í sermi Einstaklingar með arfhreina villigerð eða A/A eru almennt með MBL-styrk hærri en 1000 ng/ ml (mynd 4).15 Útraðastökkbrigðin (O) valda röskun í fjölliðun MBL sem leiðir af sér óstöðugt og óvirkt prótein.16'18 Stökkbreytt MBL hefur skertan eiginleika til að bindast bindlum sínum og þar af leiðandi er lektínferilmiðluð ræsing komplímentkerfisins óskilvirk eða löskuð. Einstaklingar sem eru arfblendnir (A/O) hafa marktækt lægri MBL-styrk, sé miðað við meðalstyrk arfhreinnar villigerðar, og eru yfirleitt á bilinu 500-1000 ng/ml (mynd 4).19 O/O einstaklingar eru með MBL-styrk í sermi minni en 50 ng/ml sem eru neðstu mælingarmörk (detection limit) flestra styrksprófa (mynd 4). Erfðabreytileiki í stýrisvæði hefur áhrif á tján- ingu MBL2 gensins og ákvarðar styrk MBL í sermi einstaklings.211 Einstaklingar með HY, LY eða LX erfðabreytileika eru með háan, meðal eða lágan MBL-styrk.14 Erfðabreytileikarnir í útröð og stýri- svæði eru í tengslaójafnvægi og hefur aðeins sjö algengum haplótýpum verið lýst, HYPA, LYPA, LYQA, LXPA, LYQC, LYPB og HYPD.21 Skilgreining á MBL-skorti Styrkur MBL í sermi er rnjög misjafn milli einstak- linga en hins vegar stöðugur hjá hverjum og einum ævilangt. Styrksbilið nær frá 5 ng til meira en 10 pg á millilítra.15 Það verður þreföld aukn- ing í MBL-styrk í bráðafasa bólguviðbrögðum.22 Mismunandi MBL-styrkur er þó fyrst og fremst tilkominn vegna erfðabreytileika og í því tilfelli getur munurinn verið allt að þúsundfaldur. Skilgreiningin á MBL-skorti og viðmiðunar- mörk hafa verið misjafnlega útfærð í rannsóknum og því hefur reynst erfitt að bera niðurstöður milli rannsókna saman. I nýlegri „meta-analysu" grein eru viðmiðunarmörkin á kerfisbrmdinn hátt skilgreind sem 500 ng/ml út frá 1642 heilbrigðum einstaklingum úr fjórum mismunandi þýðum, þar með talið íslensku þýði.23 Einnig var sýnt fram á að einstaklingar með XA/O og O/O arfgerðir hefðu lægsta MBL-styrk í sermi, eða minna en 50 ng/ml. X er erfðabreytileiki í stýrisvæði MBL2 gensins sem veldur lágri tjáningu á MBL2 geninu (sjá kafl- ann hér á undan). MBL-2 genið «0 -221 +4 Úlröð 1 ÚW42 Útrö43 Útr644 Jstýrisvæði Merkipeptið Krosstengsla sveeöi KoUagen likt svæöi Hálssvæöi Kolvetnisþekkjandi svæöi 3' Mynd 3. Bygging MBL- 2-gensins í mönnum og próteinafurðar pess. Staðsetning og heiti erfðabreytileika eru tilgreind undir boxum. Próteinið er hér sýnt á formi þriggja undireininga eða sem þríliða. Endurprentun að hluta með leyfi © Nature Publishing Group 2002.56 Algengi MBL-skorts I töflu I má sjá algengi mismunandi arfgerða hjá Evrópubúum sem hafa MBL-styrk lægri en 500 ng/ml (litað með rauðu). Um 24% Evrópubúa eru með MBL-styrk neðan við 500 ng/ml. Þar af eru 8% einstaklinga með MBL-styrk lægri en 50 ng/ ml. Innan þessa hóps eru einungis arfgerðirnar XA/O og O/O sem í dag eru nefndar lágstyrks- eða skortsarfgerðir MBL (sjá líka kafla hér á undan). Erfðabreytileiki í MASP-2 geninu og MASP2-skortur MBL myndar flóka við þrjá mismunandi serín- próteasa, (MASP: MBL-associated serine protea- ses) MASP-1, MASP-2 og MASP-3 (mynd i )Y24- 25 Að auki inniheldur virkur MBL-MASP flókinn lítið MASP-prótein (sMAP eða MApl9) sem hefur enga serínpróteasa virkni.26-27 MASP-2 er samsvar- andi við Cls ensím klassíska ferilsins vegna þess Mynd 4. Sambandið á milli MBL-styrks í sermi einstaklinga og arfgerða. A er villigerðasamsæta í útröð eitt og B, C eða D (O) eru erfðabreytileikar í útröð eitt (sjá mynd 3). Stærð úrtaks: 1183. Á myndinni sjást meðaltal, miðgildi og 90% öryggismörk. Endurprentun með leyfi © Elsevier 2003.19 LÆKNAblaðið 2010/96 613

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.