Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2010, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.10.2010, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T að það klýfur C4 og C2 (mynd l).5 Þegar MBL binst yfirborðssykrum virkjast MASP-2 sem klýfur C4 og C2 til myndunar á C3 konvertasa (C4b2a) (mynd 1). MASP-2 binst einnig sameind- unum fíkólín-1, fíkólín-2 og fíkólín-3, sem líkt og MBL þekkja ýmis sykurmynstur á örverum og ræsa lektínferilinn (sjá síðar). Nýlega var þremur erfðabreytileikum (R99Q, D120G og V377A) lýst í MASP-2 geninu sem er staðsett á litningi 'lp36.2-3.28'31 Tíðni stökkbreyt- inganna í úrtaki hvítra Dana er 0,14% fyrir R99Q, 3,9 % fyrir D120G og 1% fyrir V377A.3' Fleiri erfðabreytileikum hefur verið lýst, sem finnast ekki hjá hvítum kynþætti. Sýnt hefur verið fram á in vitro að raðbrigði (recombinant) af D120G MASP-2 getur ekki bundist MBL og ekki klofið C4 og þar af leiðandi ekki virkjað komplíment- kerfið.28-32 Raðbrigði af R99Q og V377A MASP-2 voru hins vegar ekki frábrugðin raðbrigðavilli- gerð með tilliti til virkjunar komplímentkerfisins. Athyglisvert er að árið 2003 var 36 ára gömlum einstaklingi lýst, sem var með óútskýrðar endur- teknar sýkingar og krónískar bólgur og kom í ljós að hann var arfhreinn fyrir D120G stökkbrigðið og ekkert MASP-2 prótein mældist í sermi hans.28 Þessi einstaklingur var hins vegar með háan MBL- styrk í blóði en samt gat sermi hans ekki virkjað lektínferilinn, sem líklega má rekja til MASP-2- skortsins. Það mætti því ef til vill halda því fram að MASP-2 skortur geti haft víðtækari áhrif en MBL-skortur einn og sér, því að MASP-2 er ekki bara ábyrgt fyrir líffræðilegri virkni MBL heldur einnig virkni fíkólína (mynd 1). Hér var því talið líklegt að um áður óþekkt- an ónæmisgalla væri að ræða. Síðan árið 2003 hefur verið skimað fyrir þessum erfðabreytileika í mismunandi sjúklingahóprannsóknum. Sex arf- hreinir (D120G/D120G) einstaklingar hafa verið greindir. Fjórir af þeim voru börn sem komu úr mismunandi sjúklingahópum. Eitt barn kom úr barnahópi sem var með endurteknar öndunar- færasýkingar,33 eitt barn úr psoriasishópi,34 eitt úr hópi með slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis) (barn með mjög alvarlegan lungnasjúkdóm)35 og eitt barn úr barnahópi með endurteknar sýkingar.36 Tveir af þessum sex einstaklingum sem hafa verið greindir arfhreinir, voru fullorðnir og komu úr hópi heilbrigðs viðmiðunarþýðis (tvær heilbrigðar konur um fertugt).37 Sermi arfhreinna einstaklinga getur ekki virkjað komplímentkerfið gegnum lektínferilinn (mælt með virkniprófi, sjá hér að neðan) og samkvæmt niðurstöðum þessara rannsókna geta fullorðnir verið fullkomlega heil- brigðir án starfhæfs lektínferils. Áframhaldandi skimanir á mismunandi sjúklingahópum mun líklega gefa meiri upplýsingar og skilning á mikil- vægi lektínferilsins. Einnig er mögulegt að eitt- hvað annað þekkt eða óþekkt ónæmiskerfi komi í stað lektínferilsins hjá þeim sem eru með á skort- MBLeða MASP2. Tíðni arfhreinna D120G einstak- linga hefur verið áætluð sem 1/1000.38 Erfðabreytileiki í genum fíkólína Bygging fíkólína er mjög lík byggingu MBL. í stað kolvetnisþekkjandi svæða hafa þau fibrínógen-lík svæði.39 Þau starfa líkt og MBL, það er þau ræsa lektínferilinn gegnum MASP-2 ensímið (mynd 1). Af hinum fjórum ræsisameindum er fíkólín-3- styrkur í sermi langhæstur, eða 25 pg/ml, síðan kemur fíkólín-2 styrkur (5 pg/ml), þá MBL (1 pg/ ml) og síðast fíkólín-1 (<0,lpg/ml).40 í mönnum er fíkólín-3 mRNA aðallega tjáð í lungum og talsvert í lifur.40 Fíkólín-2 mRNA er tjáð aðallega í lifur en lítillega í beinmerg, hálskirtlum og görn.40 Á hinn bóginn finnst fíkólín-1 mRNA ekki í lifur heldur aðallega í hvítum blóðfrumum (leukocytes) og beinmerg en lítillega í milta og lungum.40 Á síðasta ári birtist grein sem lýsir í fyrsta sinn einstaklingi með fíkólín-3-skort.41 Hann hafði verið með endurteknar sýkingar frá unga aldri, þar á meðal alvarlegar sýkingar í neðri öndunarvegi, sýkingu í heila (bilateral frontal cereberal abscesses) af völdum óhemólýtískra streptókokka og vörtur á fingrum. Aðrir ferlar ónæmiskerfis störfuðu innan eðlilegra marka samkvæmt mælingum, en hins vegar var fíkólín-3 í blóði ekki mælanlegt. Fíkólín-3 er tjáð af FCN3 geninu og er tjáð í lungum og lifur. Þegar við- komandi var arfgerðargreindur kom fram hugs- anleg skýring á sjúkleika hans. Hann var arfhreinn um stökkbreytingu (1637C) sem veldur breytingu í lesramma FCN3 gensins og gefur af sér óstarfhæft og gallað fíkólín-3. Ekki var lýst sjúkrasögu arf- blendinna einstaklinga en styrkur fíkólín-3 í blóði þeirra var um 50% af villigerð. Tíðni arfblend- inna meðal hvítra einstaklinga er 1,8%.41'42 Það er mjög sennilegt að vitneskja okkar um hlutverk og mikilvægi fíkólína í ræsingu lektín- ferilsins fari stigvaxandi á næstu árum. Því telja greinarhöfundar mikilvægt að læknar geri sér grein fyrir tilurð þessara nýskilgreindu ónæm- isgalla meðal einstaklinga með endurteknar sýk- ingar eins og að ofan greinir. MBL-skortur metinn út frá virkni iektínferilsins Á ónæmisfræðideild Landspítala er í dag boðið upp á að mæla MBL-styrk í sermi einstaklinga. Prófið var þróað af deildinni út frá aðferð Claus Kock við Statens Serum Institut í Danmörku og 614 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.