Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2010, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.10.2010, Qupperneq 51
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR ERFÐARÁÐGJÖF „Þekking og meðvitund um erfðatengda sjúkdóma hefur aukist meðal almennings og heilbrigðisstarfsmanna," segja Jón Jóhannes Jónsson og Vigdís Stefánsdóttir. Legvatnsástunga, Yfirfærsla litninga, Hvað er erfða- rannsókn?, Rannsókn á fylgjusýni, Kynbundnar erfðir, Ríkjandi erfðir, Víkjandi erfðir, Upplýsingar um erfðaráðgjöf. Einsog titlar bæklinganna gefa til kynna er þar að finna upplýsingar af margvíslegum toga sem svara fjölda spurninga sem brenna á þeim sem þurfa á erfðaráðgjöf að halda. Vigdís vísar í bæklinginn um erfðaráðgjöfina þegar spurt er um helstu ástæður þess að fólk leitar eftir ráðgjöf en þar segir meðal annars: í fjölskyldu einstaklingsins eða maka hans er einn eða fleiri einstaklingar með erfðasjúkdóm. Foreldrar eiga barn með námsörðugleika, þroskaskerðingu eða heilbrigðisvandamál sem læknir þeirra telur að geti stafað af erfðafræðilegum ástæðum. Einstaklingurinn eða maki hans eru með erfðavandamál sem hugsanlegt er að börn þeirra geti erft. Fósturskimun, hnakkaþykktarmæling eða blóðrannsókn, fyrr á meðgöngu hefur gefið vísbendingu um auknar líkur á því að fóstrið sé með einhvem erfðasjúkdóm. Einstaklingurinn eða makinn hefur misst fóstur endurtekið eða fætt andvana bam. Akveðnar tegundir krabbameina hafa greinst hjá nánum ætt- ingjum. Hjón eða par em nánir ættingjar en vilja gjaman eiga bam saman. „Þetta er hluti þeirra spurninga sem fólk kemur með til okkar og aðstoð erfðaráðgjafans og erfðalæknisins er fólgin í því að útskýra hvers konar rannsóknir eru mögulegar til að staðfesta áður gerða sjúkdómsgreiningu eða greina sjúkdóm. Ennfremur að veita upplýsingar um sjúkdóminn sem um ræðir og útskýra og ræða mögulega áhættu á því að viðkomandi eða ættingjar muni fá sjúkdóm í framtíðinni. Svo þarf að fara yfir það hvernig er að lifa með viðkomandi sjúkdóm, hvaða læknishjálp og félagslegur stuðningur er í boði." Vigdís og Jón Jóhannes segja að oftast snerti ráðgjöfin fjölskyldur fremur en einstaklinga eina sér, þar sem allir fjölskyld umeðlimir þurfi einnig á upplýsingum að halda. „Við höfum haldið fundi með stórfjölskyldum þar sem farið er vandlega yfir allar spumingar og leitað svara við þeim. Okkur finnst mikilvægt að sem flestir innan sömu fjölskyldu fái viðeigandi upplýsingar á sama tíma svo enginn misskilningur geti skapast." Þau eru sammála um að með aukinni upplýsingagjöf á undanförnum árum hafi þekking og meðvitund um erfðatengda sjúkdóma aukist meðal almennings og heilbrigðisstarfsmanna. „Þetta finnum við í vaxandi eftirspurn eftir þjónustu og upplýsingagjöf þar sem fólk vill fá enn nákvæmari upplýsingar og greiningar en áður. Það kallar svo á enn meiri þjónustu af okkar hálfu." LÆKNAblaðið 2010/96 643
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.