Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Síða 54

Læknablaðið - 15.10.2010, Síða 54
UMRÆÐA O G FRÉTTI SIÐFRÆÐIDÁLKUR R máli. Sé sjúklingur sjálfráða og fær um að meðtaka og skilja upplýsingar, ber að virða óskir hans um að hafna, þiggja eða hætta meðferð. Ef lífsskrá er fyrirliggjandi þar sem sjúklingur hafnar næringu um göm ber að fara eftir henni í þessu tilfelli. Oftast hefur lífsskrá ekki verið gerð og vilji sjúklings um meðferðartakmarkanir því óljós, nema munnleg yfirlýsing sé fyrir hendi. I slíkum tilvikum er ákvörðun tekin í samráði við umboðsmann sjúklings, sem oftast er maki eða lögráða náinn aðstandandi. Sjúklingar með langt gengna heilabilun geta yfirleitt ekki tjáð vilja sinn og hafa ekki gert lífsskrá. í einni könnun sögðust um 97% aðspurðra aldraðra einstaklinga ekki vilja fá næringu um göm, fengju þeir Alzheimers- sjúkdóm og gætu ekki nærst.2 Velgjörðaregla og skaðleysisregla siðfræðinnar endurspegla þær frumskyldur læknisins að gera það sem er best fyrir sjúklingin, hafa hag hans í fyrirrúmi, og ofar öllu að valda honum ekki skaða (primum non nocere). Með því er átt við að koma í veg fyrir og lina sársauka og þjáningar og að öll inngrip (svo sem aðgerðir) séu áhættunnar virði. Meta þarf hver sé ávinningur næringar um göm umfram áhættu. Ef ávinningurinn er að lina sársauka og þjáningar, svo sem hungur- og þorstatilfinningu, verki vegna legusárs og áhættu á ásvelgislungnabólgu, eða bæta hreyfigetu og lífsgæði og auka lífslíkur, þá eru engar rannsóknir sem styðja slíkan ávinning af næringu um görn hjá sjúklingum með heilabilun.3 Þó að rannsóknir á næringu um görn hafi sýnt fram á bætt næringarástand, lifun og lífsgæði hjá vissum sjúklingahópum (til dæmis eftir heilablóðfall), hefur ekki verið sýnt fram á það sama hjá sjúklingum með langt gengna heilabilun.4'5 Um helmingur sjúklinga með heilabilun eru látnir 30 dögum eftir ísetningu magaslöngu til næringar og um 90% innan árs.6 Ekki er hægt að vita með vissu hvort sjúklingar með langt gengna heilabilun sem ekki geta tjáð sig þjáist af hungri eða þorsta fái þeir ekki næringu og vökvun. Ef reynsla og vitneskja um hungur- og þorstatilfinningu hjá öðrum sjúklingum Leiðrétting Sigurður Vilberg Sigurjónsson röntgenlæknir er beðinn afsökunar á því að vera sagður Sigurðsson í Fylgiriti 64, Taugalæknafélag íslands 50 ára. Sigurður Vilberg Sigurjónsson er hönnuður merkis Taugalæknafélags Islands. (svo sem deyjandi krabbameinssjúklingum) er yfirfærð á endastigs heilabilunarsjúklinga, veldur hún þó ekki teljandi vanlíðan. Næring um magaslöngu getur valdið sársauka og þjáningu. Þótt áhættan við ísetningu magaslöngu um húð með hjálp speglunar sé lítil, felur hún í sér hættu á ásvelgislungnabólgu, húðsýkingu, blæðingu, lífhimnubólgu og fleiru. Auk þess getur lekið meðfram slöngu, hún stíflast eða verið rifin út, sem allt leiðir til endurtekinna ísetninga með tilheyrandi óþægindum fyrir sjúklinginn. Til að hægt sé að gefa næringuna getur þurft að gefa órólegum sjúklingi róandi lyf eða jafnvel binda á honum hendurnar til að koma í veg fyrir að hann rífi slönguna út. Slíkt stangast á við sjálfræði og reisn einstaklingsins. Hætta er á að næring um slöngu fjarlægi sjúklinginn frá þeim persónulegu samskiptum sem fást við mötun og hann einangrist. Þó að næring sjúklings um slöngu hefði engan tilgang hvað lífsgæði hans varðar, gæti það leitt til bættra lífsgæða fyrir aðstandendur og umönnunaraðila. Umönnun yrði auðveldari og þeim gæti fundist að sjúklingnum liði betur og haft væntingar um að almennt ástand hans batnaði. Sumir telja jafnvel að hið jákvæða viðhorf þeirra sem þannig skapaðist, gæti hugsanlega haft óbein áhrif og bætt lífsgæði sjúklings.7 í umræddu tilfelli væri líknandi meðferð ekki óviðeigandi. Næring um göm í tilfelli sem þessu gæti á hinn bóginn talist gagnslaus læknismeðferð8 sem þjónaði ekki hagsmunum sjúklingsins og væri hugsanlega gegn vilja hans. í ljósi þessa verður að telja að mötun og vökvun um munn, þó í litlum mæli sé, væri betri kostur en ísetning næringarslöngu. ' Heimildir 1. Kurien M, McAlindon ME, Westaby D, et al. Percutaneous endoscopic gastrostomy (PEG) feeding. BMJ 2010; 340: c2414. 2. Garrett JM, Harris RP, Norbum JK, et al. Life-sustaining treatments during terminal illness: who wants what? J Gen Intem Med 1993; 8: 361-8. 3. Sampson EL, Candy B, Jones L. Enteral tube feeding for older people with advanced dementia. Cochrane Database Syst Rev 2009; 2: CD007209. 4. Dennis MS, Lewis SC, Warlow C. FOOD Trial Collaboration. Effect of timing and method of enteral tube feeding for dysphagic stroke patients (FOOD): a multicentre randomised controlled trial. Lancet 2005; 365: 764-72. 5. Finucane TE, Christmas C, Travis K. Tube feeding in patients with advanced dementia. JAMA1999; 282:1365-70. 6. Sanders DS, Carter MJ, D'Silva J, et al. Survival analysis in percutaneous endoscopic gastrostomy feeding: a worse outcome in patients with dementia. Am J Gastroenterol 2000; 95:1472-5. 7. Geppert CMA, Andrews MR, Druyan MA. Ethical Issues in Artificial Nutrition and Hydration. Rev J Parenteral Enteral Nutritr 2010; 34:79-88. 8. Ámason V. Siðfræði lífs og dauða. Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu. Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan, 2. útg. 2003: 280-7. 646 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.