Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2010, Side 56

Læknablaðið - 15.10.2010, Side 56
UMRÆÐA 0 G FRÉTTI FRÁ LANDLÆKNI R LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Directorate of Health Bólusetning gegn árlegri inflúensu og pneumókokkum 2010 Dreifibréf Landlæknis- embættisins Nr. 4/2010 Tilkynning frá sóttvarna- lækni Þrígild bóluefni gegn inflúensu A og B hafa nú verið framleidd fyrir veturinn 2010-2011 samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þau innihalda eftirtalda þrjá veirustofna: • A/California/7/2009 (HlNl)* • A/Perth/16/2009 (H3N2) • B/Brisbane/60/2008 • Svínainflúensuveira frá 2009 í byrjun árs 2007 bauð sóttvarnalæknir út kaup á 60.000 skömmtum af árlegu inflúensubóluefni til fjögurra ára (2007-2010). Á þessu ári verða keyptir 60.000 skammtar af Fluarix® (GlaxoSmithKline). Um helmingur bóluefnisins kom til landsins um mánaðarmótin ágúst-september og helmingur kemur í byrjun október. Heilbrigðisstofnanir og aðrir þar til bærir aðilar geta pantað bóluefni hjá Distica hf. sem annast dreifingu þeirra. Afhending er ókeypis frá seljanda til kaupenda á höfuðborgarsvæðinu, (þ.m.t. í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Álftanesi og Seltjarnarnesi) og á pósthús eða viðeigandi flutningamiðstöðvar til kaupenda utan fyrrgreinds svæðis. Allir sem panta bóluefni hjá Distica hf. þurfa að greiða fullt innkaupsverð bóluefnanna og ræðst endanlegt verð af lyfjaverðskrárgengi í september og október 2010. Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættu- hópar njóti forgangs við inflúensu-bólusetningar: • Allir einstaklingar 60 ára og eldri. • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúk- dómum og öðrum ónæmisbælandi sjúk- dómum. • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan. Sóttvarnalæknir mælist til þess að fyrr- greindir forgangshópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir greiðir inn- kaupsverð bóluefnisins samkvæmt reikningi en þeir sem fá bólusetningu þurfa einungis að greiða umsýslukostnað. Á reikningi til sóttvarnalæknis þarf að koma fram: númer reiknings, nafn stofnunar, fjöldi skammta bóluefnis og einingarverð. Rafrænt fylgiskjal (excel) á diski þarf að fylgja með reikningi: kennitölum hinna bólusettu, dagsetningu bólu- setninga, nafni bóluefnis og hvaða áhættuhópi einstaklingarnir tilheyra. Rétt er að árétta að bólusetning gegn árlegri inflúensu verndar gegn inflúensu A(HlNl)v 2009 (svínainflúensu). Nánari upplýsingar gefur Júlíana Héðins- dóttir aðstoðarmaður sóttvarnalæknis tjuliana® landlaeknir.is) s. 510-1900. Að gefnu tilefni er minnt á að einstaklinga má bólusetja jafnvel þó inflúensufaraldur sé hafinn því einungis tekur um 1-2 vikur að mynda vemdandi mótefni eftir bólusetningu. Heilbrigðisstofnunum er heimilt að taka komu- gjald vegna bólusetningarinnar samkvæmt birtri gjaldskrá heilbrigðisráðuneytisins. Sóttvarnalæknir vill einnig minna á tilmæli um bólusetningu gegn pneumókokkasýkingum hjá eftirtöldum hópum: • Einstaklingum 60 ára og eldri, á 10 ára fresti. • Einstaklingum með aspleniu eða aðra ónæmisbælandi sjúkdóma á 5 ára fresti. Seltjamarnesi 8. september 2010 Sóttvarnalæknir 648 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.