Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2011, Side 3

Læknablaðið - 15.02.2011, Side 3
Háskóla íslands afhent málverk af Kristínu Ólafsdóttur Við setningu Læknadaga 2011 færði Lilja Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags kvenna í læknastétt, Háskóla íslands að gjöf málverk af Kristínu Ólafsdóttur í tilefni af 100 ára afmæli skólans og læknadeildar á þessu ári. Kristín Ólafsdóttir var fyrsta konan sem lauk námi í læknisfræði frá Háskóla íslands og var jafnframt fyrsta konan sem hóf nám við skólann og lauk þaðan prófi. Kristín Ingólfsdóttir rektor háskólans veitti málverkinu viðtöku og þakkaði Félagi kvenna í læknastétt, Læknafélagi Islands, Læknafélagi Reykjavíkur og Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar fyrir rausnarlega gjöf og kvað það myndu prýða fyrstu hæð aðalbyggingar skólans. Kristín Ólafsdóttir fæddist 1889 og lést 1971. Hún innritaðist í læknadeild haustið 1911 og lauk námi 1917. Hún starfaði sem læknir á ísafirði frá 1917-1931 og eftir það sem heimilislæknir í Reykjavík og tók virkan þátt í samfélagsmálum á sviði barnaverndar og húsmæðrafræðslu. Hún var mikilvirkur þýðandi ýmissa ævisagna og rita um heilbrigði og heilsufar og ritaði ennfremur kennslubækur á því sviði. Myndina málaði Guðmundur Karl Ásbjörnsson árið 2008 eftir ljósmynd af Kristínu Ólafsdóttur tvítugri. Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Gunnar Guðmundsson Gylfi Óskarsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Soffía Dröfn Halldórsdóttir soffia@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Þú hefur andlit með útsýni er heiti verksins sem prýðir forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni og er frá þessu ári, 2011. Sagt er að við séum öll mótuð af umhverfi okkar og Islendingar ættu flestir að kannast við þá hugmynd að ægifagurt landslag, rysjótt veðrátta og óblíð náttúra hafi haft sitt að segja um karakter þjóðarinnar. Hvort sem (slendingar halda þeirri klisju sjálfir á lofti eða að henni er varpað á þá annars staðar frá, er hún lifseig og vex ásmegin í heimi auglýsinga og landkynningar. í verkum Þorgerðar Ólafsdóttur (f. 1985) er snúið út úr þessari hugmynd í góðlátlegu gríni þar sem náttúra og einstaklingar verða eitt. Vinahópur listakonunnar sat fyrir þegar hún vann að gerð þessa verks og telur það átta þortrett í sömu stærð. Þegar hún skipti andlitum vina sinna út fyrir samklippt landslags- og náttúrupóstkort, reyndi hún að skapa einhvers konar vísun í persónu hvers og eins en um leið að láta verkin ganga sjónrænt upp. [ sumum andlitum má sjá fossa og gljúfur, í öðrum fjöll og dali en í enn öðrum eru kraumandi hverir eða spúandi eldfjöll. Hinn ýkti framandleiki póstkortanna, sterkur blár litur himinsins og stílfært landslagiö, yfirfærast á hina duldu eiginleika manneskjunnar og minnir á að jafnvel nánustu vinir okkar búa yfir ókunnum óravíddum. [ lagi hljómsveitarinnar Talking Heads, This Must Be the Place, frá árinu 1983, staldraði listakonan við Ijóðlínurnar „You've got a face with a view” og heiti verksins lá Ijóst fyrir. Þorgerður lauk námi í myndlist frá Listaháskóla íslands árið 2009 og hefur síðan unnið að eigin list en jafnframt starfað með hópi listamanna að rekstri sýningarsalar. Gallerí Crymo er í bakhúsi við Laugaveg, nánar tiltekið númer 41 a og þar sýnir og selur yngri kynslóð listamanna verk sín. Verkaröð Þorgerðar hangir uppi í heild sinni í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fram í apríl. Markús Þór Andrésson Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2011/97 67

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.