Læknablaðið - 15.02.2011, Page 11
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Líkamshreyfing 9 og 15
ára íslenskra barna í ljósi
lýðheilsumarkmiða
Kristján Þór
Magnússon1
faraldsfræðingur
Sigurbjörn Árni
Arngrímsson1
þjálfunarlífeðlisfræðingur
Þórarinn
Sveinsson2
lífeðlisfræðingur
Erlingur
Jóhannsson1
lífeðlisfræðingur
Lykilorð: hreyfing, börn, holdafar,
hröðunarmælar.
’Rannsóknarstofu í
iþrótta- og heilsufræði,
menntavísindasviði,
2rannsóknarstofu
í hreyfivísindum,
lífeðlisfræðistofnun HÍ.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Kristján Þór Magnússon
menntavísindasviði
Háskóla íslands,
Skipholti 50c - 4. hæð,
105 Reykjavík
ktm@hi.is
Ágrip
Tilgangur: Megintilgangur þessarar rannsóknar
var að rannsaka í hvaða mæli 9 og 15 ára böm
og unglingar á íslandi uppfylltu nýlegar hreyfi-
ráðleggingar Lýðheilsustöðvar.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gerð
á tímabilinu september 2003 til janúar 2004
í 18 skólum á höfuðborgarsvæðinu og í
þéttbýliskjörnum og dreifbýli á Norðausturlandi
sem valdir vom af handahófi. Öllum 9 ára
(N=662) og 15 ára (N=661) nemendum skólanna
var boðin þátttaka. Helmingur hvors árgangs
var valinn, einnig af handahófi, í hreyfihluta
rannsóknarinnar og skiluðu 176 9 ára og 162 15
ára nothæfum gögnum. Þátttakendur voru hæðar-
og þyngdarmældir og þykkt húðfellinga mæld á
fjórum stöðum. Akefð og tímalengd hreyfingar
var mæld með hröðunarmælum (ActiGraph™).
Aðalútkomubreyta rannsóknarinnar, fjöldi mínúta
yfir 3400 slög/mín á dag, miðaðist við neðri mörk
hreyfingar af meðalerfiðri ákefð.
Niðurstöður: Samkvæmt hröðunarmælum upp-
fylltu 5% úrtaks 9 ára barna hreyfiráðleggingar
varðandi meðalerfiða og erfiða ákefð dag hvem,
en tæp 9% 15 ára unglinga. Aukin hreyfing
af þessari ákefð var frekar tengd strákum en
stelpum, því að vera 15 ára frekar en 9 ára, að vera
með minni þykkt húðfellinga en meiri, auk þess
að búa á höfuðborgarsvæðinu frekar en í bæ eða
strjálbýli á Norðausturlandi.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að
íhlutunar sé þörf til þess að auka meðalerfiða og
erfiða hreyfingu bama á skólaaldri. Mikilvægt er
að rannsaka hvaða leiðir séu færar í þeim efnum,
meðal annars í samvinnu við heimili, skóla,
íþróttahreyfinguna og sveitarfélög.
Inngangur
Jákvæð áhrif hreyfingar em margvísleg, hvort
sem litið er til áhrifa á líkamlega hreysti
eða andlega líðan.1 Hreyfingarleysi er aftur
á móti tengt ofþyngd og offitu, en þótt
þau vandamál stafi af flóknu samspili margra
þátta vitum við að hreyfing er einn af stóru
forvarnarþáttunum sem komið geta í veg fyrir
slíkt ástand.2 Það eitt að almenningur tileinki
sér að ganga reglulega á rösklegum hraða getur
haft umtalsverð lýðheilsuleg áhrif og fækkað
ýmsum langvarandi heilsufarsvandamálum.3 Af
íslenskum rannsóknum má draga þær ályktanir
að dagleg hreyfing bama hafi jafnvel aldrei verið
jafn mikilvæg og nú sé það sett í samhengi við þá
fjölgun sem virðist hafa orðið í hópi þeirra sem eru
yfir kjörþyngd.4'5 Niðurstöður rannsóknar á þróun
ofþyngdar og offitu meðal sömu þátttakenda og
þessi grein fjallar um (sjá grein frá 2006),4 gáfu
eindregið til kynna að meirihluti þeirra barna sem
verða ung að árum of þung eða of feit, viðhalda
því líkamsástandi fram á unglingsár. í þessu
samhengi ber að kanna stöðu hreyfingar meðal
íslenskra bama. Er hún almennt meiri eða minni
en ráðleggingar kveða á um eða er nauðsynlegt að
auka hana meðal bama á skólaaldri?
Mælingar á hreyfingu fólks eru af ýmsum
toga og miklum upplýsingum hefur verið
safnað með spurningalistum, þótt erfitt hafi
reynst að sýna fram á nægjanlegan áreiðanleika
og réttmæti slíkra lista.6 Síðasta áratug hafa
hlutlægari mælingar á hreyfingu mtt sér til
rúms og þá einkum notkun hröðunarmæla (e.
accelerometers). Fjöldi greina7,8 hefur birst síðasta
áratug sem tíunda niðurstöður slíkra mælinga
á stöðu og þróun hreyfingar og hreyfingarleysis
meðal bama og fullorðinna en ekki hafa birst
niðurstöður viðlíka mælinga á íslensku úrtaki
fyrr en nú. ActiGraph™ hröðunarmælarnir hafa
notið hvað mestra vinsælda, enda hefur verið
sýnt fram á áreiðanleika þeirra og réttmæti.9'
10 Á hinn bóginn hafa vísindamenn ekki verið
samstíga við útreikninga á ákefð hreyfingar, það
er meðalerfiðri og erfiðri hreyfingu (e. moderate-
to-vigorous physical activity), út frá mælieiningu
hröðunarmælanna.11 Þetta hefur valdið því að
mismunandi viðmið hafa verið notuð og þar
af leiðandi hafa mjög misvísandi niðurstöður
litið dagsins ljós um hlutfall barna sem hreyfir
sig í samræmi við viðteknar ráðleggingar um
hreyfingu.12'13
LÆKNAblaöið 2011/97 75