Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Síða 13

Læknablaðið - 15.02.2011, Síða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN (e. suprailiac). Gerðar voru þrjár mælingar á hverjum stað og meðaltal hvers staðar fundið. Summa af þykkt húðfellinga hvers einstaklings var fengin með því að leggja saman meðaltöl staðanna fjögurra. Sömu tveir aðilarnir gerðu allar húðþykktarmælingarnar. Líkamsþyngdarstuðull (Body mass index - BMI) var reiknaður (kg/m2) og borinn saman við viðmiðunargildi um ofþyngd og offitu.20 Mælingar á hreyfingu Hreyfing eða virkni helmings þeirra sem tóku þátt (valið af handahófi) var mæld með ActiGraph™ 7124 hröðunarmælum. Mælarnir eru litlir kubbar á stærð við eldspýtnastokk sem festir voru á þátttakendur með teygju um mittið þannig að þeir sætu við hægri mjöðm. Ætlast var til að mælirinn væri á viðkomandi þann tíma sem hann/hún væri vakandi (nema ef farið væri í sund/bað) í sex daga frá og með þeim degi sem hann var settur á. ActiGraph™ hröðunarmælirinn mælir meðaltalsákefð hreyfingar í einu plani (e. uni-axial) yfir einnar mínútu tímabil en upplýsingarnar eru vistaðar sem slög í minni mælisins. Þannig voru vistuð meðaltalsslög hverrar mínútu hvers þátttakanda yfir sex daga í hverjum skóla. Viðmið um úrvinnslu gagna úr hröðunarmælunum, til að mynda um hversu lengi mælarnir skyldu hafðir á og hve margar klukkustundir þeir þyrftu að vera í notkun hvern dag, voru fengin frá EYHS til að tryggja samanburðarhæfni niðurstaðnanna.19 Eingöngu var notast við gögn úr mælum sem höfðu mælt hreyfingu í minnst einn helgidag og tvo virka daga, minnst 10 klukkustundir hvern dag. Mælirinn var talinn óvirkur (ekki í notkun) ef núll slög á mínútu voru í minni mælisins í samfelldar 10 mínútur eða meira og var sá tími því dreginn frá heildartímanum. Myndir la og Ib sýna dæmi um niðurstöður tveggja einstaklinga sem hreyfðu sig mismikið yfir rannsóknartímabilið. Aðalútkomubreyta rannsóknarinnar er fjöldi mínúta yfir 3400 slög/mín á dag sem er skilgrein- ingin á neðri mörkum meðalerfiðrar hreyfingar. Aður hefur verið lagt til að 3400 slög/mín séu þau viðmið sem notast skuli við sem neðri mörk þessarar ákefðar.15 Sá slagafjöldi á mínútu er mitt á milli tveggja viðmiða sem hvað mest hafa verið notuð í nýlegum rannsóknum, það er 3200 slög/ mín17 og 3600 slög/mín.21 Tölfræði Við mat á normaldreifingu breytanna var stuðst við einföld tíðnistöplarit (e. histogram), niðurstöður Anderson-Darling-prófs, Shapiro-Wilkins-prófs, og skekkju- og risgilda (e. skewness & kurtosis) minni en 2. Við samanburð milli kynja eftir aldri 100000 C 80000 1 60000 'Sa 40000 " 20000 0 mið fim fös lau sun mán þn mið Tíml Mynd 1a. Dæmi um niðurstöður 9 ára barns sem hreyfði sig að jafnaði mikið huern dag. 100000 c «0000 60000 2 'Si 40000 •o 20000 0 mið fim fös lau sun mán þri mið Timi Mynd 1 b. Dæmi um niðurstöður 9 ára barns sem hreyfði sig að jafnaði lítið. var notast við óparað t-próf á normaldreifðar breytur og meðaltöl og staðalfrávik þeirra birt. Mann-Whitney-Wilcoxon-próf var notað á ónormaldreifðar breytur og miðgildi og fjórðungsfrávik birt. Welch t-próf var notað þegar breytileiki milli kynja eftir aldri var ekki sá sami. Til að kanna hvort hugsanleg bjögim hefði átt sér stað við val á þeim hópi sem undirgekkst hreyfimælingar, voru líkamsþyngdarstuðlar þess hóps og þátttakenda sem ekki tóku þátt í hreyfimælingum bornir saman innan aldurs og kyns. Hvergi reyndist tölfræðilega marktækur munur á hópunum. Fjölþrepa aðhvarfsgreiningu (e. hierarchical linear modeling) var beitt til að útskýra breyti- leikann í fjölda mínútna á dag af meðalerfiðri og erfiðri hreyfingu (háða breytan). Sú breyta var umreiknuð á kvaðratrótarkvarða til að ná fram normaldreifingu. Óháða breytan þykkt húð- fellinga var miðjuð til að fá fram augljósari túlkun á fjölþrepa aðhvarfsgreiningarstuðlunum. Með fjölþrepa aðhvarfsgreiningu mátti taka til greina lagskipta uppbyggingu gagnanna og þá fylgni sem getur leynst innan undirhópa eða klasa þess konar uppbyggingar. Til dæmis eru börn í sama skóla oftar en ekki líkari í ýmsum samanburði en böm sem borin væru saman milli skóla. Með því að nota „skóla" sem slembiáhrif náði lokalíkanið að taka til greina og leiðrétta fylgni milli einstaklinga innan skólanna, sem oftar en ekki má rekja til sameiginlegra þátta í umhverfi og atferli samrýmdra hópa. Með því að reikna innanflokkafylgni (e. intraclass correlation) var hægt að segja til um hve stóran hluta heildarbreytileika háðu breytunnar var að finna milli skóla. Við mat á mátun þeirra líkana sem voru prófuð var stuðst við Bayesian Information Criteria (BIC). Eina óháða breytan sem athuguð var utan kyns, aldurs, húðþykktar og búsetu, og ekki tengdist háðu LÆKNAblaðið 2011/97 77

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.