Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2011, Side 15

Læknablaðið - 15.02.2011, Side 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN sem oftast er notuð til að áætla orkunotkun við hreyfingu er MET (e. metabolic eqaivalent), en 1MET jafngildir þeirri orku sem líkaminn eyðir í algerri hvíld, sem aftur jafngildir grunnbrennslu (e. resting metabolic rate - RMR) fullorðins einstaklings í hvíld (1 MET = 3,5 ml02/kg/mín). Hreyfing fullorðinna sem eykur efnaskipti líkamans þrefalt til sexfalt umfram grunnbrennsluna (3-6 MET) hefur verið skilgreind sem meðalerfið hreyfing, en hreyfing yfir 6 MET sem erfið hreyfing.2 Ef ákefð hreyfingar samkvæmt MET er skilgreind fyrir böm verður að taka tillit til þess að grunnbrennsla þeirra sem hlutfall af líkamsþyngd er almennt nokkru hærri en fullorðinna. Sýnt hefur verið fram á að grunnbrennslan minnkar úr 6 ml/kg/ mín við fimm ára aldur niður í 3,5 ml/kg/mín við 18 ára aldur.22 Þreföld grunnbrennsla bama er því hærri en 10,5 ml/kg/mín (3 MET) og ákefð hreyfingar sem samsvarar slíkri orkueyðslu yrði ofmetin. Allmargar rannsóknir hafa engu að síður birt niðurstöður um hlutfall barna sem hreyfa sig samkvæmt hreyfiráðleggingum, en taka framan- greint ekki til greina.19-23,24 Rösk ganga barna á aldrinum 6-16 ára hefur verið mæld og skilgreind á bilinu 4,6-6,4 km/klst en á slíkum hraða slógu hröðunarmælarnir um og yfir 3000 slög/mín og orkueyðsla barnanna var um og yfir 4 MET sé miðað við grunnbrennslu fullorðinna.16'17 Séu 3 MET hins vegar notuð til viðmiðunar og spájöfnu24 beitt, kemur í ljós að neðri mörk meðalerfiðrar hreyfingar 9 ára barna eigi að vera um 1000 slög/mín. Því hafa verið færð fyrir því rök15 að algeng viðmið24 séu of lág og valdi rangri flokkun hreyfingar út frá ákefð hennar. Niðurstöður erlendra rannsókna sem tekið hafa til greina viðmiðin um að mörkin skuli ekki sett neðar en við 3000 slög/mín, séu ActiGraph™ hröðunarmælarnir notaðir, eru hreint ekki uppörvandi, en þó mjög í anda þeirra niðurstaðna sem birtar eru hér. Viðamikil bresk rannsókn (n=5595) sýndi fram á að einungis 2,5% 11 ára barna hreyfðu sig í 60 mínútur eða meira af meðalerfiðri og erfiðri ákefð dag hvern (skilgreind sem >3600 slög/mín).12 Niðurstöður bandarísku NHANES 2003-2004 og 2005-2006 rannsóknarinnar á úrtaki (n=2498) á aldrinum 8-17 ára sýndu ennfremur að 7,6% bama uppfylltu ráðleggingar um 60 mínútur á dag af meðalerfiðri og erfiðri hreyfingu (skilgreind sem >3000 slög/ mín).25 Miðað við stöðu ofþyngdar og offitu meðal evrópskra og bandarískra barna26 má kannski segja að þessar niðurstöður komi ekki algerlega á óvart. Hreyfimynstur yngri barnanna í þessari rann- sókn var að vissu leyti frábrugðið því sem so 0-15 mtn 15-30 mín 30-45 mln 45-60 mín 60-75 mín 75mín + Mynd 3. Meðallengd daglegrar hreyfingar af miðlungserfiðri ákefð (>3400 slög/mín) meðal 16215 ára barna. 20 9árastelpur 9árastrákar lSárastelpur lSárastrákar mældist hjá þeim eldri því hreyfilotur þeirra yfir viðmiðunarmörkum meðalerfiðrar hreyfingar vöruðu að meðaltali skemur, en vom aftur á móti fleiri. Ennfremur má lesa út úr gögnunum, ef litið er til hreyfingarinnar út frá miðgildisslögum á mínútu, að yngri bömin hreyfðu sig almennt meira. Það er að segja, þau yngri voru líklega meira á léttri hreyfingu en eldri þátttakendurnir. Þessar niðurstöður koma heim og saman við ályktanir sem dregnar hafa verið af öðrum niðurstöðum rannsókna á hreyfimynstri bama.27 Rannsóknin styður niðurstöður fjölda erlendra rannsókna á hreyfingu hvað varðar muninn á meðalerfiðri og erfiðri hreyfingu milli kynja.7 Bent hefur verið á að þar sem rannsóknir frá mismunandi löndum með mismunandi félags- legt, menningarlegt, veðurfarslegt og náttúm- Mynd 4. Hlutfall þátttakenda yfir ráðlögðum viðmiðum Lýðheilsustöðvar um miðlungserfiða og erfiða hreyfingu hvern dag vikunnar. LÆKNAblaðið 2011/97 79

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.