Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 27
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Beina- og liðasýkingar barna á Islandi af völdum baktería á tímabilinu 1996-2005 Ásgeir Þór Másson læknir' Þórólfur Guðnason barnalæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum barna1-2-3 Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir12 Helga Erlendsdóttir lífeindafræðingur1'4 Karl G. Kristinsson sérfræðingur í sýklafræði1-4 Már Kristjánsson lyflæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum5 Ásgeir Haraldsson bamalæknir og sérfræðingur í ónæmisfræði barna1-2 Lykilorð: Beinasýkingar, liðasýkingar, Staphylococcus aureus, Kingellae kingae, börn. ’Læknadeild HÍ, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítala, 3landlæknisembættinu, “sýklafræðideild, 5smitsjúkdómadeild Landspítala. Bréfaskipti: Ásgeir Haraldsson Barnaspítali Hringsins, Landspítali 101 Reykjavík Sími 5431000 asgeir@landspitali.is Ágrip Tilgangur: Markmið rannsóknarirtnar var að kartna nýgengi, sýkingarvalda, einkenni og grein- ingaraðferðir beina- og liðasýkinga í börnum á Islandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftur- skyggn og náði til barna yngri en 18 ára sem lögðust inn vegna sýkinganna á tímabilinu 1996- 2005. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. Tilfellum var skipt í þrjá jafna aldurshópa, 0-5 ára, 6-11 ára og 12-17 ára. Niðurstöður ræktana voru metnar og einnig breytingar á nýgengi á tímabilinu. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 220 tilfelli, 161 með beinasýkingu og 59 með liðasýkingu. Nýgengi jókst marktækt á tímabilinu (p=0,019). Nýgengisaukningin var nær eingöngu bundin við beinasýkingar hjá yngsta aldurshópnum. Nýgengi þar sem ræktun var jákvæð breyttist ekki en nýgengi með neikvæða ræktun jókst marktækt (p<0,001). Miðgildi aldurs sjúklinga með beinasýkingar (6,1 ára) var hærri en þeirra með liðasýkingar (1,8 ára) (p=0,003). í 59% beinasýkinga og 44% liðasýkinga greindist baktería, S. aureus var algengust (65% beinasýkinga og 27% liðasýkinga), því næst K. kingae (7% beinasýkinga og 11% liðasýkinga). Methicillin- ónæmir S. aureus greindust ekki. Sköflungur (20%) og hnéliður (47%) voru algengustu staðir sýkinganna. Alyktanir: Rannsóknin varpar ljósi á mikilvæga þætti beina- og liðasýkinga á íslandi. Nýgengið vex í yngsta aldurshópnum, einkum þar sem ræktun er neikvæð. Algengasti orsakavaldur er S. aureus, svo K. kingae. Meðalaldur, kynjahlutfall og staðsetning sýkinga er sambærilegt við erlendar rannsóknir. Þörf er á næmari sýklafræðilegum greiningaraðferðum hjá þeim sem eru með neikvæðar ræktanir. Inngangur Beina- og liðasýkingar í börnum verða oftast vegna blóðborinna sýkinga en sjaldnar vegna dreifingar frá nærliggjandi vefjum.1,2 Beinasýking af völdum blóðborinnar sáningar verður oftast í fal (metaphysis) langra beina. Háræðar beinfalsins eru margar og enda í stórum bláæðastokkum (venous sinusoids) sem eru án átfrumnalags. Lítill áverki á beinfalinn getur valdið litlum margúl (hematoma) inni í beini sem getur orsakað beindrep.3 Slíkt svæði er kjörlendi fyrir blóðborna sáningu.4 í börnum eru vaxtarlínur langra beina opnar og staðsettar í beinfalnum. Skemmd í vaxtarlínu, til dæmis í kjölfar sýkingar, getur valdið varanlegri vaxtarskerðingu.3'5 Flest tilfelli beinasýkinga eru einskorðuð við eitt bein. Sýkingar í fleiri en einu beini koma fyrir í um 10% tilfella.1' 6 í erlendum rannsóknum er lærleggur algengasti sýkingarstaður en sköflungur fylgir fast á eftir.1' 6' 7 Sýkingar eru algengari í stórum en smáum liðum og eru hnéliður og mjaðmaliður einkum útsettir.7 Staphylococcus aureus veldur 64-76% beinasýkinga og 38-48% liðasýkinga í flestum rannsóknum.6'9 Kóagúlasa- neikvæðir staphýlókokkar, streptókokkar og Kingella kingae koma sjaldnar fyrir í beina- og liðasýkingum7- 10 en sú síðastnefnda greinist í vaxandi mæli í liðasýkingum erlendis og á Islandi.8'12 Áður fyrr var algengt að gefa sýklalyf í æð í 4-8 vikur.13-14 Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til að gjöf sýklalyfja í æð í styttri tíma (eina til tvær vikur) fylgt eftir með gjöf um munn í lengri tíma sé fullnægjandi meðferð.15'16 Mikilvægt er að rétt sé staðið að meðferð sýkinga í liðum og beinum til að komast hjá alvarlegum afleiðingum þeirra. Liður í því er að þekkja hvaða sjúkdómsvaldar orsaka beina- og liðasýkingar hér á landi til að beita megi markvissri meðferð. Markmið rannsóknarinnar sem er lýsandi faraldsfræðilegs eðlis var að kanna nýgengi, sýkingarvalda og rannsaka einkenni og greiningaraðferðir beina- og liðasýkinga í bömum á íslandi á tímabilinu 1996-2005. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn lýsandi faralds- fræðileg rannsókn. Hún náði til allra bama frá fæðingu að 18 ára aldri sem lögðust inn á Barnaspítala Hringsins, barnadeild Sjúkra- LÆKNAblaðið 2011/97 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.