Læknablaðið - 15.02.2011, Side 30
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Tafla III. Einkenni og rannsóknir einstaklinga meö beina- og liðasýkingar.
Beinasýking (N = 161) Liðasýking (N = 59)
Almennt
Lengd einkenna (miötala (spönn)) 5 (0-365) dagar f* 2(0-15) dagar *
Verkur 151/161 (94%) 51/59 (86%)
Starfsbilun 143/161 (89%) 55/59 (93%)
Bólga 77/161 (48%) 41/59 (69%)
Roði 63/161 (39%) 23/59 (39%)
Hiti (miögildi (spönn)) 38,0 (36-40,7) 38,0 (36,5-40,7)
Blóörannsóknir (miögildi (spönn))
Hvít blóðkorn (x109/L) 12,4(3,9-32,1)” 10,3(5,3-26,0)”
CRP (mg/L) 32 (0-232) 28 (3-187)
Sökk (mm/klst) 31 (1-102) 30 (1-90)
Myndrannsóknir (jákvæðar/framkvæmdar)
Röntgenmynd 43/134 (32%) 22/47 (47%)
Isótóparannsókn 111/121 (92%) 27/30 (90%)
Ómun 9/39 (23%) 11/14(78%)
Segulómun 37/37 (100%) 3/4 (75%)
t Ólíklegt er að beinasýking geti staðið í 365 daga án greiningar, byggt er á sjúkraskrárgögnum. * p=0,031 (OR = 0,82; Cl 95% 0,68-0,98) ** p=0,02 (OR = 1,14; Cl 95% 1,02-1,28) Ekki var marktækur munur á öðrum gildum. CRP = C reactive protein
eftir árstíðum var mismunandi. Algengasti
sýkingarvaldur hverrar árstíðar var S. aureus og
greindust flest tilfellin um sumar og haust. Um
77% þeirra sem fengu beina- eða liðasýkingu að
sumri greindust með S. aureus. Stærstur hluti K.
kingae greindist á haustin (67% tilfella af K. kingae).
Hjá 161 einstaklingi sem var með beinasýkingu
var 191 bein sýkt. I einu tilfelli tókst ekki að
staðsetja sýkinguna nákvæmlega í beini en í því
tilfelli var sýkingin staðsett í ökklalið. Börn sem
fengu sýkingu í tvö bein voru 22 en fjögur fengu
sýkingu í þrjú bein. Ekkert barn fékk sýkingu
í fleiri en þrjú bein. I öllum tilfellum þar sem
fleiri en eitt bein voru sýkt var um aðlæg bein
að ræða. Algengast var að sköflungurinn sýktist
og því næst lærleggurinn. Liðasýkingar voru
59 talsins og einskorðuðust öll tilfellin við einn
lið. Algengast var að hnéliðurinn sýktist og þar
á eftir mjaðmaliðurinn. Niðurstöður um helstu
einkenni, blóðrannsóknir og myndrannsóknir í
beinasýkingum annars vegar og liðasýkingum
hins vegar eru í töflu III. Við samanburð á þessum
sýkingum reyndist einungis marktækur munur á
fjölda hvítra blóðkorna og lengd einkenna fyrir
greiningu í fjölþátta aðhvarfsgreiningu.
Umræður
Helsta niðurstaða rannsóknarinnar felst í að ný-
gengi beina- og liðasýkinga eykst marktækt á
rannsóknartímabilinu sem skýrist fyrst og fremst
af aukningu í nýgengi beinasýkinga hjá börnum
á aldrinum 0-5 ára. Aukning á nýgengi beina- og
liðasýkinga í bandarískri rannsókn frá árinu 2006
var tengd við fjölgun methicillin-ónæmra stofna
S. Aureus}7 Sama skýringin á ekki við í okkar
rannsókn þar sem tilfellum með jákvæða ræktun
fjölgar ekki. Þvert á móti standa þau í stað en
tilfellum með neikvæða ræktvrn fjölgar marktækt.
Aukning nýgengis er því helst bundin við yngstu
bömin með neikvæðar ræktanir. Þessa aukningu
má skýra á nokkra vegu. í fyrsta lagi að beina-
og liðasýkingar séu ofgreindar þegar líður á
rannsóknartímabilið, sem verður að teljast ólíklegt
þar sem enginn marktækur munur reyndist vera
á einkennum og rannsóknum einstaklinga með
jákvæðar eða neikvæðar ræktanir. í öðm lagi
kann raunverulegum sýkingum að hafa fjölgað
þar sem orsakavaldur greinist ekki. Skipta má
þessum flokki í þrennt. Mögulegt er að notkun
sýklalyfja fyrir greiningu hafi aukist yfir tímabilið
og gæti það hafa valdið aukningu á neikvæðum
ræktunum. Upplýsingar um notkun sýklalyfja
fyrir ræktun voru ekki tiltækar í sjúkraskrám og
þvf ekki hægt að fullyrða um áhrif þessa þáttar
í rannsókninni. Ennfremur gætu breytingar á
ræktunaraðferðum haft áhrif á greiningu en þar
sem ræktunaraðferðir breyttust ekki á tímabilinu
er ólíklegt að það skýri fyrrnefnda aukningu á
tilfellum með neikvæða ræktun. Að lokum væri
möguleiki að sýkill eða sýklar sem greinast illa
eða ekki séu í sókn. Sýnt hefur verið fram á að
hefðbundnar ræktunaraðferðir vangreini tilfelli
beina- og liðasýkinga þegar borið er saman við
greiningu byggða á fjölliðunarhvarfi (polymerase
chain raction, PCR) sem greinir 16S ribósómal
DNA. Þegar slíkt hvarf er notað í rannsóknum
á beina- og liðasýkingum hefur fjöldi K. kingae
sýklagreininga vaxið um meira en helming.8,
11 Sú tilgáta að sýkill eða sýklar sem erfitt er að
einangra með hefðbundnum ræktunaraðferðum
sé í vaxandi mæli að valda þessum sýkingum er
því möguleg.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að
töluverður fjöldi K. kingae sýkinga getur verið
ógreindur með þeim ræktunaraðferðum sem
notaðar eru hér á landi fyrir beina- og liða-
sýkingar.8' "■ 18 Því væri ástæða til að skoða
rannsóknargögn hópsins með neikvæða ræktun
nánar. I rannsókn okkar kom fram afgerandi
munur á aldursdreifingu barna með staðfesta
ræktun og þeirra þar sem bakteríur ræktuðust
ekki. Tilfelli þar sem ræktun var neikvæð hafa
miðtölu aldurs 1,8 ár en í hópnum þar sem ræktun
var jákvæð var miðtalan 8,5 ár. Svipuð tilhneiging
sést þegar hlutfall undir fjögurra ára er kannað
þó munurinn sé ekki marktækur. Hlutfall undir
94 LÆKNAblaðidS 2011/97