Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Mynd 1. Alexander Wood (1817- 1884) var skoskur læknir. Hann mun fyrstur hafa notað lyfjadælu og holnál til þess að gefa mönnum lyf (morfín) við innstungu undir húð fe. subcutaneous/hypodermic injectioni. Dælan og nálin sem hann notaði, voru kenndar við Ferguson og voru upphaflega ætlaðar til þess að gefa ætandi efni (ferríklóríð) í æðagúla fnaevi/ Wood endurbætti bæði dæluna og nálina og lagaði að hagnýtri lyfjagjöf í mönnum. (Myndití er fengiti úr (7)). ..... ; : I .... a.'.sxax’dhr vroav * V *-‘r.'wry' ■ ■- ■: , Ydr^cWsr \ '■$?'.. - Að vísu leið yfir manninn og varð að hætta við gjöfina. Engu að síður er talið að þetta sé elsta heimild um gjöf lyfja í æð hjá mönnum.3-4 Mynd 2. Myndin sýnir 10 ml Luer-lock lyfjadælu með bol úr gleri, en bullu, bullustafog stút úr málmi. Á stútnum er sérstök „loka" („lock") til þess að tryggja festingu nálarinnar við stútinn. Þetta er ekki upphafleg gerð Luer- lyfjadæla (sbr. texta og mynd 7). (Mynd Lækn ingani injasafns íslands NS 2010). 2. Gjöflyfja í eða undir húð og í vöðva Howard-Jones5 benti á að telja mætti fyrstu til- burði til að koma lyfjum undir húð eða í vöðva manna þá, að skjóta örvum með eitri að óvinum. Þekktasta örvaeitur sem sögur fara af er kúrare, sem indíánar á Amazónsvæðinu notuðu og var síðar hreinunnið og notað til lyfja.6 Fyrstu tilraunir til þess að koma lyfjum í vöðva voru á hundum og þær gerði einn þekktasti læknir þeirra tíma árið 1809, Frakkinn Francois Magendie (1783- 1855). Hann setti örvaeitur frá Java, sem innihélt stryknín, á odd trégadds og rak í afturendann á hundum. Þeir dóu úr strykníneitrun.5'7 Arið 1828 birti franskur skurðlæknir, Lembert (1802- 1851), grein um „endermíska aðferð" (méthode endermique), sem annar franskur læknir, Lesieur, hafði raunar lýst árið 1825. Aðferðin fólst í því að fjarlægja yfirhúð (með blöðrugefandi efni í plástrum) og bera á vessafyllta undirhúð duft, lausn eða smyrsli með lyfjum (oft morfíni). Þessi aðferð til lyfjagjafa varð mjög útbreidd.5'8 Aðferðin hefur þó bæði verið sjúklingum erfið og óviðurkvæmileg. Að auki má ætla að frásog lyfjanna frá íkomustað hafi verið breytilegt. Þriðji franski læknirinn, Lafargue, lýsti því árið 1836, hvernig hann skar í yfirhúð með bólusetningarbíld sem hafði verið stungið í rakt duft með morfíni í. Nokkrum árum síðar tók hann upp nýja tækni þar sem hann smurði nál með morfínpasta, stakk henni í húðina og dró síðan út aftur þannig að morfínpastað sat eftir.5,8 Árið 1861 lýsti Lafargue enn aðferð til að koma lyfjum í föstu formi undir húð (implantation). Þessi aðferð hlaut ekki brautargengi, en var endurvakin 75 árum síðar með lyfjaforminu implantablettaeA8 írskur læknir, Francis Rynd (1801-1861), lýsti 1845 (og ítarlega 1861) áhaldi til þess að gefa morfín staðlega við taugaverk (neuralgia) frá and- litstauginni þríeinu (N. trigemini). Aðferð Rynds byggðist fremur á innrennsli en inndælingu.5'8 Það var fyrst árið 1865 að læknar áttuðu sig á því að íkoma stungulyfja djúpt í vöðva hefði í för með sér minni ertingu og þyldist betur en gjöf lyfja í bandvef undir húð.4 Lyfjadælur og þróun þeirra Alexander Wood (1817-1884) var skoskur læknir sem starfaði í Edinborg (mynd 1). Hann gaf morfín í lausn eða smyrsli með endermískri aðferð við taugaverk. Dag einn árið 1853 var hann að herpa saman æðar og æta með ferríklóríði í æðagúl á höfði bams. Hann notaði dælu og holnál sem var sérstaklega ætluð til slíkra aðgerða og kennd var við Ferguson, skurðlækni í London. Við þessa aðgerð á baminu kom honum í hug að dælan og nálin myndu henta til þess að gefa morfín staðlega við taugaverk. Hartn reyndi þetta fyrst á gamalli konu og gaf henni stóran skammt af morfíni.9-10 Þetta telst vera upphaf lyfjagjafa í bandvef undir húð (e. subcutaneous/hypodermic injection) í nútíma- skilningi. Dælan sem Wood notaði í fyrstu var með bol, bullu og bullustaf úr gleri og stút úr málmi (silfri?). Engin merki voru á dælunni eða stafnum til þess að mæla rúmmálseiningar. Wood endurbætti bæði dæluna (setti á bolinn rúmmálsmerkingar) og nálina (notaði fínni nál og færði gatið nær enda og skáslípaði). Skrúfgangur var á stútnum og nálin skrúfuð þar á.5, 11 Franskur skurðlæknir, Charles- Gabriel Pravaz (1791-1853), bjó til lyfjadælu sem 102 LÆKNAblaöia 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.