Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2011, Side 40

Læknablaðið - 15.02.2011, Side 40
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Myndir 4 a, b. Morfínlyf til vinstri erflaska (4a), sem í var morfínlausn (ca. 5%) til innstungu undir húð (Solutio chloreti morphici pro injectione subcutanea) samkvæmt dönsku lyfjaforskriftasafni frá 1881. Hægra megin (4b) eru að ofan askja og lykjur með tetrapóni (kódein, papaverín og noskapín, auk tnorfíns) og skópólamíni. Fyrir neðan eru askja og stungulykjur (ampullae canulatae) sem innihalda 15 mg morfín, auk annarra alkalóíða í ópíum (omnopon). (Myndin var tekin í LyfiafræÖisafninu 19. 3. 2010; Þorkell Þorkelsson). og í stærri skömmtum en ella. Áður tíðkaðist alloft að nota lyfjasamsetningar til innstungu sem í var morfín, auk annarra alkalóíða í ópíum (tetrapón, omnípón) (mynd 4b). Læknar á 19. öld notuðu greinilega hugtakið taugaverkur „neuralgia" í víðari merkingu en gert er í dag, þótt taugaverkur í andlitstauginni þríeinu (sbr. Rynd hér að framan) hafi efalaust verið taugaverkur í nútímaskilningi. Svo virðist sem læknar hafi á þessum árum talið að verkun morfíns á sársauka jafngilti lækningu og ekki áttað sig á því, þótt undarlegt sé, að morfín veldur ávana og fíkn engu síður en ópíum. Raunar er svo að sjá að læknar hafi fyrst talið að ávani og fíkn væru bundin við inntöku en ekki innstungu.5 Allbutt26 var einn sá fyrsti sem varaði við gagnrýnislausri meðferð á verkjum með morfíni. Honum fórust svo orð um slíka sjúklinga: „These patients suffer from various forms of neuralgia from abdominal, uterine, facial, cervico-brachial, sciatic and other pains - they seem as far from cure as ever they were, they all find relief in the incessant use of the syringe, and they all declare that without the syringe life would be insupportable." Því má svo bæta við að það var fyrst skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöld sem samþykktar voru alþjóðlegar reglur til þess að stemma stigu við ávana og fíkn í morfín, kókaín og fleiri lyf. Macht3 vakti athygli á því að fyrri tíðar læknar hefðu notað morfín í mun stærri skömmtum en síðar varð. Því til staðfestingar er að morfínlausn til innstungu sem ríkjandi var í Danmörku um aldamótin 1900, var ca. 5% (allt að því fimmfalt meira en nú er) (sbr. mynd 4a). 2. Kókaín Um miðja 19. öld voru engin ráð önnur til þess að framkalla staðdeyfingu en að frysta hlutaðeigandi vefi tímabundið með efnum á borð við etra eða etýlklóríð. Eftir að þessum efnum hafði verið úðað á húð gafst takmarkað svigrúm til einfaldra skurðaðgerða. Kókaín var fyrsta staðdeyfingarlyfið sem staðið gat undir nafni. Kókaín var fyrst einangrað og hreinunnið úr blöðum kókaplöntunnar árið 1860. Það gerði þýskur vísindamaður, Albert Niemann. Hann taldi að kókaín hefði sérstaka verkun komið á tungu, sem ylli því að tungan yrði tímabimdið dofin. Staðdeyfandi verkun kókaíns var hins vegar fyrst staðfest 1884, þegar austuríski augnlæknirinn Carl Koller (1858-1944) gerði sér ljóst að kókaín hefði yfirborðsvirka staðdeyfingu í augum. Koller hafði áður reynt ýmis lyf, þar á meðal morfín, en ekkert þeirra hafði verkun í líkingu við kókaín.27 Mjög fljótlega eftir þetta tóku þekktir skurðlæknar að nota kókaín til innstungu, ýmist til íferðarstaðdeyfingar eða til svæðisstaðdeyfingar. Meðal þeirra var Stewart Halsted (1852-1922), frumkvöðull í skurðlækningum og í aðgerðum á kviðsliti. Hann er sagður hafa gert yfir 2000 aðgerðir í staðdeyfingu á árunum 1885 og 1886 og notaði til þess sterka kókaínlausn (4%).11 Af öðrum þekktum skurðlæknum sem notuðu kókaín til staðdeyfingar má nefna Þjóðverjana Oberst (1849- 1925) og Schleich (1859-1922).27 104 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.