Læknablaðið - 15.02.2011, Síða 41
S A G A
FRÆÐIGREINAR
LÆKNISFRÆÐINNAR
Kókaín notað til staðdeyfinga í formi stungulyfs
getur hæglega frásogast frá íkomustað og valdið
ýmsum óæskilegum verkunum. Þar að auki var
það ágalli, hve kókaín verkar stutt. Kostir þess að
gefa adrenalín með kókaíni fólust einmitt í því að
minnka mætti bæði skammta og seinka frásogi
kókaíns og lengja þannig staðdeyfandi verkun
og minnka óæskileg áhrif. Hér kom til sögunnar
þýskur skurðlæknir, Heinrich Braun (1862-1934).
Dag einn árið 1900 las hann í blaði að tekist hefði
að vinna efni úr nýrnahettum sláturdýra sem
drægi saman æðar. Honum kom þá til hugar að
blóðtæming í vef með þessu efni gæti átt rétt á
sér við notkun staðdeyfingarlyfja. Það var upphaf
þess að nota adrenalín með kókaíni og síðar yngri
staðdeyfingarlyfjum. Braun varð brautryðjandi í
notkun nýrra staðdeyfingarlyfja (prókaín 1905) og
frægur fyrir handbók sína í staðdeyfingum.28 Hér
á landi var það einkum Matthías Einarsson sem í
fyrstu fetaði í fótspor Brauns (sjá síðar).
Mynd 5. Sýfilislyf
Arsfenamín (Salvarsan®
Hoechst) var sett á
markað árið 1910 gegn
sýfilis og var árangur
tímamótarannsókna Paul
Ehrlichs (1854-1915) og
samverkamanna. Auðleyst
salt lyfsins, neóarsfenamín
(Neosalvarsan® Hoechst),
kom á markað skömmu
síðar (að ofan til vinstri).
Neoarsphenaniine (U.S.P.,
samheitalyf frá Merck)
er fyrir miðju að neðan.
Salyrgan®, mersalýl, fyrsta
kvikasilfurpvagræsilyfið,
var notað í litlum mæli
við sýfúis (efst til hægri).
(Myndin var tekin í Lyfjafræðisafnimt
19. 3. 2010; Þorkell Þorkelsson).
3. Sýfilislyf
Sýfilis var víða tiltölulega útbreiddur kynsjúk-
dómur á 19. öld og síðar. Frá fyrri tíð höfðu
húðútbrot, sár og fleiður vegna sýfilis verið
meðhöndluð útvortis með kvikasilfursamböndum,
einkum kalómeli (merkúróklóríði). Síðar tíðkaðist
að gefa kvikasilfursambönd í vöðva við sýfilis.
í fyrsta lyfjaforskriftasafni Kaupmannahafnar-
spítala frá 1871 (sjá hér á eftir) er stungulyf til íkomu
undir húð sem innihélt kvikasilfur og morfín.29
í lyfjaforskriftasafninu frá árinu 1900 eru fleiri
en eitt kvikasilfursamband ætlað til innstungu.30
Athygli vekur að í lyfjaforskriftasafninu frá 1922
eru enn tvær olíudreifur kvikasilfursambanda
ætlaðar til íkomu í vöðva og innihélt önnur
kalómel, en hin merkúrísalicýlat.31 Þegar þetta
var voru þó betri sýfilislyf komin til sögunnar
(arsfenamín og vismútsambönd).
Sýnishorn af gömlum kvikasilfurlyfjum til
innstungu hefur ekki fundist. A mynd 5 er
sýnishorn af Salyrgan®, mersalýl, sem var hið
fyrsta svokallaðra kvikasilfurþvagræsilyfja og var
einnig notað í litlum mæli við sýfilis.
Sagan af arsfenamíni, sem sett var á markað
árið 1910 með heitinu Salvarsan®, er vel þekkt.32
33 Salvarsan® var þurrefni í lykjum og þurfti helst
að gefa í æð. Meðferð og gjöf var vafningasöm. Til
er mjög lifandi lýsing á gjöf lyfsins frá íslenskum
lækni sem starfaði í Danmörku. Duftinu úr
lykjunni var hellt í sæfða skál og hrært út með
natríumbíkarbónatlausn þar til orðin var til
gulbrún lausn sem hann gaf sýfilissjúklingi eftir
þynningu með saltvatni í bláæð á handlegg.34
Á þessum tíma var gjöf lyfja í æð nýlunda.
Salvarsan® barst til íslands þegar sumarið 1910 og
var reynt á holdsveikisjúklingum, gefið í vöðva.35
Fáum árum eftir að Salvarsan® var sett
á markað, var tekið að nota neóarsfenamín
(Neosalvarsan®) sem var auðleyst í vatni og mun
þægilegra í meðförum (mynd 5).
4. Digitalis
Ymsar digitalissamsetningar voru snemma ætlað-
ar til innstungu. Vitað er að slík stimgulyf voru
sum komin á markað skömmu eftir aldamótin
1900. Mjög erfitt hefur reynst að fá upplýsingar
að lútandi þessu í aðgengilegum heimildum.
Digitalisstungulyf voru (og eru) gefin í litlu magni
og því jókst þörfin á að ráða yfir lyfjadælum sem
tryggilega gætu mælt lyf í litlu rúmmáli (mynd 6).
G-strófantín var digitalissamband sem einungis
var notað til íkomu í æð. Vafalítið hafa læknar
Mynd 6.
Digitalisstungulyf, þar á
meðal G-strófantín (óljóst
efst til vinstri), komu
snemma fram. Þessi lyf
voru gefin í litlu magni og
óx því þörfin á lyfjadælum
með nákvæmum merkjum
lítils rúmmáls. Gömul
en ótímasett lyfjadæla
slíkrar gerðar sést neðst
á myndinni (lyfjadælur
líkrar gerðar eru eða voru
oft gjarnan kenndar við
insúlín).
(Myndin tekin í Lyfjafræðisafninu 19.
3. 2010; Þorkell Þorkelsson).
LÆKNAblaðið 2011/97 105