Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 54
Gunnar Baldvinsson hjá Almenna lífeyrissjóðnum gunnar. baldvinsson@ almenni.is Ég fékk lækni I heimsókn til mín í byrjun desember sem sagði mér að hann teldi að orðspor lífeyrissjóðsins meðal lækna hefði laskast í efnahagshruninu. Ég ákvað þvi að skrifa grein í Læknablaðið og benda á nokkrar staðreyndir um lífeyrissjóðinn. Frá árinu 1998 hafa lífeyrisréttindi sjóðfélaga hækkað um 147% og meira en launavísitala og vísitala neysluverðs. 0 G FRÉTTIR Æ K N A Náttúruhamfarir, ekki samdráttur um lífeyrissjóðsmál Þegar heilt fjármálakerfi hrynur og nær öll fyrirtæki, sveitarfélög og margir einstaklingar lenda í skuldavanda á sama tíma, verða efnahags- legar afleiðingar miklar. Margir tala um kreppu eða samdrátt en ef til vill væri nær að líkja slíku við náttúruhamfarir. Lífeyrissjóðir landsins hafa orðið fyrir búsifjum þar sem flestir útgefendur skráðra verðbréfa á liðnum árum eiga í greiðsluerfiðleikum eða eru gjaldþrota. Þessir eignaflokkar vógu samtals um 29% af eignum lífeyrissjóðanna fyrir hrun (26% af eignum Almenna lífeyrissjóðsins). Lífeyrissjóðir hefðu aldrei getað fjárfest eingöngu í ríkisskuldabréfum vegna þess að framboð þeirra var takmarkað og mun minna en eignir lífeyrissjóðanna. Þegar áföll dynja yfir er eðlilegt að menn leiti skýringa og að sjóðfélagar séu óánægðir. Enginn deilir um að í aðdraganda hrunsins voru gerð mistök en ég get fullyrt að stjórn og starfsmenn Almenna lífeyrissjóðsins hafa alltaf fylgt fjárfestingastefnu og tekið ákvarðanir með hagsmuni sjóðfélaga í huga. Það að auki eru bæði stjórnarmenn og starfsmenn sjóðfélagar. Brugðist við vandanum Eftir efnahagshrunið eru flestir lífeyrissjóðir í þeirri stöðu að skuldbindingar eru meiri en eignir. Sjóðirnir hafa nokkurt svigrúm til að dreifa áfallinu, annars vegar með því að afskrifa eignir á lengri tíma og/eða með því að taka tillit til framtíðariðgjalda þegar skuldbindingar eru reiknaðar. 'Launaviatala Vísitalaneysluverðs- Almenm Almenni lífeyrissjóðurinn hefur valið að afskrifa eignir hraðar en flestir aðrir lífeyrissjóðir og sömuleiðis að aðlaga réttindi tiltölulega hratt að eignum. Þetta er meðal annars gert til að tryggja að greiðandi sjóðfélagar fái sanngjörn réttindi fyrir ný iðgjöld en annars er hætta á að réttindin verði skert síðar vegna fortíðarvanda. Sjóðurinn hefur einnig breytt fjárfestinga- stefnu sinni, aukið vægi innlendra og erlendra ríkisskuldabréfa og lækkað hámarksvægi á ein- staka útgefendur. Fyrir sjóðfélaga í séreignarsjóði hefur sjóðurinn fjölgað ávöxtunarleiðum og býður nú til viðbótar við blönduð verðbréfasöfn ávöxtunarleiðir sem fjárfesta eingöngu í innlánum og ríkisskuldabréfum. Rétt er að benda á að það er ekki sanngjarnt að bera saman ávöxtun lífeyrissjóða yfir langt tímabil og hins vegar þeirra sem bjóða ávöxtun á grundvelli eignasafna sem orðið hafa til eftir hrun. Við hrunið féllu 50% af skráðum verðbréfum á fslandi sem veldur því að samanburður fyrir og eftir hrun er erfiður og í raun ómarktækur. Eðlilegra er að bera saman sambærilegar ávöxtunarleiðir á sama tímabili. Gleymum ekki því sem vel hefur tekist Þrátt fyrir lækkun lífeyrisréttinda á síðustu tveimur árum hafa lífeyrisréttindi sjóðfélaga í Almenna lífeyrissjóðnum og forverum hans hækkað verulega umfram verðlag á síðustu árum. Lífeyrisréttindi sjóðfélaga í Almenna lífeyrissjóðnum hækkuðu um 147% að meðaltali á tímabilinu 1998-2010. Réttindi lækna hækkuðu á tímabilinu um 135%, minna en meðaltalið af því að réttindi lækna eru dýrari en annarra, vegna ævilangs makalífeyris. Á sama tíma hækkaði launavísitala um 119% og vísitala neysluverðs um 96%. Lækkun eigna og lífeyrisréttinda síðustu tvö ár eru sár reynsla sem enginn vill ganga í gegnum aftur. Hún bitnar verst á þeim sem eru byrjaðir að fá lífeyrisgreiðslur eða ganga á inneign sína í séreignarsjóði. Stjórn og starfsfólk Almenna lífeyrissjóðsins eru staðráðin í að gera allt til að læra af reynslu síðustu ára og draga úr sveiflum vegna efnahagsáfalla. Með því móti getum við viðhaldið góðri sögu frá 1998 sem má ekki gleymast þrátt fyrir að á móti blási í bili. 1 1 8 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.