Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Síða 15

Læknablaðið - 15.04.2011, Síða 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Því er ekki óhugsandi að greiningin sé í röng í einhverjum tilvikum. Á móti því mælir auð- þekkjanleg sjúkdómsmynd og það að aldrei hafa aðrar skýringar komið í ljós síðar að því er höfund- ar best vita. Rannsóknin var afturskyggn og upplýsingar alfarið sóttar í sjúkraskrár. Því byggðust upp- lýsingar um sjúkrasögu á frásögn sjúklings og svörum við þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar. Hvorki er sjálfgefið að sjúkling- ur segi að fyrra bragði frá áfengisneyslu, né að hann sé spurður um hana. Sama á við um töku bólgueyðandi verkjalyfja. Það er að vísu líklegt að sjúklingur sé spurður um lyfja- neyslu en í þessu samhengi verður að hafa í huga að margir líta ekki á töflur sem hægt er að kaupa án lyfseðils sem lyf, og að ölvun hefur áhrif á minnið. Algengt var að neyslusagan kæmi smám saman fram og oft lék grunur á að upp á vantaði. Því er vel sennilegt að fleiri sjúklingar hafi neytt bólgueyðandi verkjalyfja og áfengis en fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar. Rétt er að taka fram að upplýsingar í sjúkra- skrám um astrna, líkamsþjálfim og neyslu fæðu- bótarefna og ólöglegra vímuefna voru ófullnægj- andi og sjaldan höfðu verið gerðar mælingar á þvagsýru og kreatínkínasa í sermi. Því voru þessi atriði ekki skoðuð. Sala íbúprófens og díklófenaks jókst verulega á rannsóknartímabilinu. Einkum var aukningin á lausasölu íbúprófens sláandi. Líklega er það fremur yngra fólk en það eldra sem kaupir bólgueyðandi verkjalyf í lausasölu. Ekki liggja neinar rannsóknir að baki þeirri fullyrðingu en lyfsölum sýnist svo vera og almennt er talið að ungt fólk noti bólgueyðandi verkjalyf mikið, til dæmis vegna tilfallandi íþróttameiðsla. Sölutölur bólgueyðandi verkjalyfja benda til umtalsvert meiri neyslu slíkra lyfja hér á landi en í nágranna- löndunum. Heildameysla alkóhóls jókst veru- lega á rannsóknartímabilinu en í lok þess var hún samt svipuð eða minni en í nágrannalöndunum. Vitað er að dagdrykkja hefur aukist en rannsókn Lýðheilsustöðvar á drykkjuvenjum árið 2004 sýndi að ölvunardrykkja var enn umtalsverður hluti af drykkjumynstrinu.18, 19 Sama rannsókn sýndi að fólk á aldrinum 18-35 ára neytti mests áfengis.19 Hvað veldur bráðu síðuheilkenni? Nægir neysla bólgueyðandi verkjalyfs ein og sér? Nægir neysla áfengis ein og sér? Þarf hvort tveggja til? Em aðrir orsakavaldar á ferð? Af hverju er ný- gengi bráðs síðuheilkennis svo miklu hærra hér en það virðist vera annars staðar? Niðurstöður rann- sóknar okkar gefa ekki ákveðin svör við þessum spumingum en em innlegg í umræðuna. Nokkur Tafla IV. Sölutölur íbúprófens og díklófenaks (skilgreindir dagsskammtar/1000 íbúa/ dag) ásamt heildarneyslu alkóhóls (lítrará íbúa yfir 15 ára aldri) á Islandi, ÍDanmörku, Noregi og Svipjóð. H = heildarsala, L = lausasala. Land Ár íbúprófen (H) íbúprófen (L) Díklófenak (H) Díklófenak (L) Alkóhól (sland 1998 12,8 4,2 14,5 - 5,6 “ 1999 14,8 5,7 18,0 - 5,9 “ 2000 16,8 7,2 17,5 - 6,1 “ 2001 19,6 8,7 16,8 - 6,3 “ 2002 25,3 14,1 17,2 0,2 6,5 “ 2003 30,7 19,5 16,9 0,2 6,5 “ 2004 33,8 21,6 17,3 0,2 6,7 “ 2005 35,1 22,0 20,1 0,7 7,1 “ 2006 36,0 22,6 20,3 0,6 7,2 “ 2007 29,8 19,0 20,7 1,2 7,5 Danmörk 2007 21,0 6,2 8,2 - 10,9 Noregur 2007 16,8 9,8 9,6 - 6,6 Svíþjóð 2007 7,1 5,3 4,2 0,5 6,9 hundmð sjúklingar fengu brátt síðuheilkenni eftir að hafa tekið bólgueyðandi verkjalyfið súprófen.2 Ekki kom fram hvort þeir höfðu almennt neytt áfengis nýlega en sjúklinga- og viðmiðsrannsókn sýndi að miðað við bindindisfólk var aukin hætta á bráðu síðuheilkenni hjá þeim sem neyttu áfengis yfirhöfuð.4 Eftir að súprófen fór af markaði hafa birst lýsingar á fáum tugum sjúklinga með brátt síðuheilkenni en meðal þeirra var nokkuð jöfn dreifing á neyslu bólgueyðandi verkjalyfja (oft- ast íbúfens sem er própíonsýru-afleiða líkt og súprófen) og ölvunar og oft var hvort tveggja til staðar.5'11 Eins og fram hefur komið telja höfundar líklegt að nokkuð vanti upp á að sjúklingamir í þessari rannsókn hafi gert fulla grein fyrir sinni lyfja- og alkóhólneyslu. í framhaldi af því má jafnvel velta fyrir sér hvort allir sjúklingarnir hafi neytt bæði bólgueyðandi verkjalyfs og áfengis og þá hvort þetta tvennt þurfi til að valda bráðu síðu- heilkenni. Einnig gætu aðrir þættir komið til, svo sem fæðubótarefni eða ólögleg vímuefni. Þessi efni eru ekki nefnd til sögunnar vegna skráðra tengsla heldur vegna þess að ungir karlmenn neyta oft fæðubótarefna í tengslum við líkamsþjálfun, sem var áhættuþáttur í fyrrnefndri sjúklinga- og við- miðsrannsókn, og vegna þess að neysla ólöglegra vímuefna fylgir oft áfengisdrykkju.4,18 Mikil söluaukning á bólgueyðandi verkja- lyfjum gæti skýrt vaxandi nýgengi bráðs síðu- heilkennis hérlendis þó ekki sé hægt að slá or- sakasamhengi föstu. Aukningin á lausasölu íbúprófens var af svipaðri stærðargráðu og aukn- ingin á nýgengi bráðs síðuheilkennis eins og sjá má í töflum I og IV. Erfiðara er að ráða í afleiðing- ar aukinnar áfengisneyslu. Þessar neyslutölur skýra þó varla þann mun á nýgengi sem virðist LÆKNAblaðið 2011/97 219

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.