Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 19

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 19
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Sæmundur J. Oddsson1 deildarlæknir Hannes Sigurjónsson1'2 deildarlæknir Sólveig Helgadóttir1 kandídat Martin I. Sigurðsson1’2 kandídat Sindri Aron Viktorsson2 læknanemi Þórarinn Arnórsson1 hjarta- og lungnaskurðlæknir Tómas Guðbjartsson1'2 hjarta- og lungnaskurðlæknir Lykilorð: kransæðahjáveituaðgerð, offita, fylgikvillar, dánartíðni, áhættuþættir, lífshorfur ’Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala,2læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, prófessor hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, læknadeild Háskóla íslands. tomasgud@landspitali. is Tengsl offitu við árangur kransæðahjáveituaðgerða Tilgangur: Offita hefur almennt verið talin auka tíðni fylgikvilla eftir skurðaðgerðir. Niður- stöður rannsókna á tengslum offitu við opnar hjartaaðgerðir eru þó misvísandi og til eru rannsóknir sem sýna sambærilega og jafnvel lægri tíðni fylgikvilla. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að kanna tengsl offitu við árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 720 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjá- veituaðgerð á Landspítala frá 2002-2006. Sjúkling- um var skipt í tvo hópa; offituhóp með líkams- þyngdarstuðul >30 kg/m2 (n=207, 29%), og við- miðunarhóp með stuðulinn s30 kg/m2 (n=513, 71%). Hóparnir voru bornir saman með ein- og fjölþáttagreiningu og áhrif offitu metin með tilliti til tíðni fylgikvilla, skurðdauða s30 daga og langtíma lífshorfa. Niðurstöður: Áhættuþættir hjarta- og kransæða- sjúkdóma voru sambærilegir í báðum hópum en sjúklingar í offituhópi tóku oftar blóðfitulækkandi lyf (83,3% sbr. 71,2%, voru 2,4 árum yngri, með lægra EuroSCORE (4,3 sbr. 5,0) en aðeins lengri aðgerðartíma. Sjaldnar þurfti að tappa af fleiðruvökva í offituhópi (8,2% sbr. 15,0%), en annars var tíðni fylgikvilla og dánartíðni s30 daga (2,0% sbr. 3,7%) sambærileg. Við fjöl- þáttagreiningu reyndist offita ekki sjálfstæður áhættuþáttur minniháttar fylgikvilla, alvarlegra fylgikvilla, dánartíðni s30 daga eða langtíma lífs- horfa. Ályktun: Fylgikvillar og dánartíðni eftir krans- æðahjáveituaðgerð reyndust ekki marktækt aukin hjá offitusjúklingum, jafnvel eftir að leið- rétt var fyrir hugsanlegri valbjögun, eins og lægra EuroSCORE, aldri og notkun statínlyfja í offituhópi. Langtímalifun virðist einnig sam- bærileg. Inngangur Offita er samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) líkamsþyngdar- stuðull yfir 30 kg/m2.1 Á Vesturlöndum er offita á meðal helstu heilbrigðisvandamála og svo er einnig hér á landi. Þannig er talið að á árrrnum 2004-2007 hafi 22% íslendinga á aldrinum 25-84 ára átt við offitu að stríða og eykst hlutfallið stöðugt.2 3 Þetta er áhyggjuefni, ekki síst í ljósi tengsla offitu við þekkta áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, svo sem sykursýki og háþrýsting. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að lífsgæði og ævilengd offitusjúklinga eru skert og kostnaður heilbrigðiskerfisins aukinn vegna offitutengdra kvilla.4 Offita hefur ennfremur verið tengd aukinni tíðni fylgikvilla eftir skurðaðgerðir, meðal annars hærri tíðni skurðsýkinga.5 Þetta á einnig við um kransæðahjáveituaðgerðir en auk sýkingavanda- mála hefur hærri tíðni nýrnabilunar, gáttatifs/ flökts og lungnabjúgs, lengri legutíma og hærri dánartíðni verið lýst hjá offeitum sjúklingum.6'8 í nokkrum nýlegum rannsóknum hefur hins vegar ekki komið fram hærri tíðni fylgikvilla né aukin dánartíðni meðal offeitra sjúklinga eftir krans- æðahjáveituaðgerð.910 Þannig sýndi rannsókn Syrakas og félaga að offitusjúklingar höfðu þvert á móti lægri dánartíðni á sjúkrahúsi en sjúklingar í kjörþyngd.11 Mikilvægt er að öðlast frekari skilning á tengslum offitu og árangurs kransæðahjáveituaðgerða, enda um að ræða um- fangsmikla skurðaðgerð í sjúklingahópi þar sem tíðni offitu fer vaxandi. Á Landspítala er tíl viðamikill gagnagrunnur með upplýsingum um alla sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á íslandi á fimm ára tímabili. Því var markmið rannsóknarinnar að kanna áhrif offitu á tíðni snemmkominna fylgikvilla og dánartíðni hjá sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á íslandi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sem fóru í kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2006, sam- tals 720 sjúklinga. Listi yfir nöfn sjúklinga fékkst úr tveimur skrám: úr aðgerðaskrá hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala og úr sjúklingabókhaldi Landspítala þar sem leitað var að aðgerðamúmerum fyrir kransæðahjá- veituaðgerð. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkra- skrám og vora skráðar alls 96 breytur. Má þar LÆKNAblaðið 2011/97 223

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.