Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 28

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 28
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Mynd 1. Afdrif 1411 sjúklinga á fyrstu 12 mánuðunum eftir að þeir voru útskrifaðir með óútskýrða kviðverki afbráðamóttökum Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut á árinu 2005. kerfinu sem töldust til óútskýrðra kviðverkja voru: Bráður kviðarholskvilli (R10.0), staðbundinn verkur í efri hluta kviðar (RlO.l), grindarhols- og spangarverkur (R10.2), staðbundnir verkir annars staðar í neðri hluta kviðar (R10.3), annar og ótilgreindur kviðverkur (R10.4). Sérstaklega var litið á sjúklinga sem leituðu aftur á bráðamóttöku vegna kviðverkja innan árs frá útskrift, eða frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2006. Farið var í sjúkraskrár þeirra og eftirfarandi upplýsingar færðar í gagnagrunn sem útbúinn var í forritinu FileMaker Pro 7.0: Aldur, kyn, komutími á bráðamóttöku, tegund komu (hvort sjúklingur kom sjálfur, með tilvísun frá lækni eða með Mynd 2. Komudagur og -tími fyrstu komu 112 sjúklinga sem komu aftur á bráðamóttöku vegna kviðverkja innan ársfrá útskrift vegna óútskýrðra kviðverkja. Morgunvakt var skilgreind frá 8:00 til 16:00, kvöldvaktfrá 16:00 til 24:00 og næturvakt frá miðnætti til 08:00. sjúkrabíl), tímalengd einkenna og önnur einkenni. Einnig voru skráð lífsmörk og staðsetning kviðverkja en kviðarholinu var skipt í níu svæði (mynd 3). Auk þess voru skráðar niðurstöður úr blóð-, þvag- og myndrannsóknum og hvort fengið hefði verið álit utanaðkomandi sérfræðings þegar sjúklingur lá upphaflega á bráðamóttöku. Loks var skráður legutími á bráðamóttöku og útskriftargreining við síðari komu/komur. Sjúklingar sem leituðu aftur á bráðamóttöku vegna kviðverkja voru bornir saman við sjúklinga sem fengu greininguna óútskýrðir kviðverkir, en komu ekki aftur á bráðamóttöku vegna kviðverkja innan árs frá útskrift. Sjúklingar voru einnig bornir saman innbyrðis, það er eftir því hvort þeir fengu sértæka greiningu við endurkomu eða ekki og afdrif þeirra könnuð. Útreikningar á meðaltölum, staðalfrávikum og marktækni voru gerðir í forritunum Excel og GraphPad Instat 3 (GraphPad Software, Inc.). Hópar voru bornir saman með tvíhliða t-prófi og Fisher's exact prófi. Tölfræðilegt marktæki miðast við p-gildi <0,05. Áður en rannsóknin hófst fékkst leyfi frá lækningaforstjóra Landspítala, Siðanefnd Land- spítala og Persónuvernd. Niðurstöður Árið 2005 komu 62.116 manns á bráðamóttökur Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut. Af þeim voru 1411 (2,3%) útskrifaðir með greininguna óútskýrðir kviðverkir. Á bráðamóttöku við Hring- braut var hlutfallið 9,4% af heildarkomum, 2,9% á bráðavakt í Fossvogi og 0,1% á gönguvakt í Fossvogi. Á mynd 1 eru sýnd afdrif þessara 1411 sjúklinga á fyrsta ári eftir útskrift. Alls leituðu 112 sjúklingar aftur á bráðamóttöku vegna kviðverkja og mynda þeir rannsóknarhópinn. Hinir sjúklingarnir 1299 komu annaðhvort ekki aftur (n=596,42,2%) eða komu af öðrum ástæðum en vegna kviðverkja (n=703,49,8%). Meðalaldur sjúklinganna 112 sem komu aftur var 41,2+19,6 ár (bil 18-94), og reyndist svipaður og hjá sjúklingunum 1299 sem ekki komu aftur, sem var 40,5±19,2 ár (bil 1-99) og er munurinn ekki marktækur (p=0,76). í hópi þeirra 1299 sem ekki komu aftur voru 62,5% konur og 37,5% karlar. Af þeim 112 sjúklingum sem komu aftur voru 77 konur (68,8%) og 35 karlar (31,2%) og var ekki marktækur munur á kynjahlutfalli þessara hópa (p=0,22). Alls leituðu 57 sjúklingar af 112 oftar en tvisvar á bráðamóttöku vegna kviðverkja. Var meðaltal endurkoma 2,1±1,7 (bil 1-10) og komu sjúklingarnir allt frá nokkrum klukkutímum og upp í tíu mánuðum eftir útskrift. Á mynd 2 sést 232 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.