Læknablaðið - 15.04.2011, Page 31
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
endurkomu. í erlendum rannsóknum hefur
verið sýnt fram á að fækka megi óþarfa blóð- og
myndrannsóknum með því að fylgja sjúklingum
eftir í allt að hálfan sólarhring og endurmeta
einkenni og skoðun reglulega.8 Sömuleiðis hefur
verið sýnt fram á að endurinnlögnum megi fækka
með því að beina sjúklingum á endurkomudeild
eða stofu.18
Hjá þeim 27 sjúklingum sem fengu sértæka
greiningu voru botnlangabólga og gallsteina-
vandamál algengustu greiningamar. Niðurstöður
okkar eru svipaðar og í rannsókn frá sænsku
háskólasjúkrahúsi þar sem til rannsóknar vom
2851 sjúklingur með óútskýrða kviðverki.7
Athyglisvert er að meðferð breyttist hjá 25 (92,6%)
þeirra 27 sjúklinga sem fengu sértæka greiningu
við endurkomu. Rúmur helmingur þeirra, eða
63%, gengust undir bráða skurðaðgerð og hjá
öðmm þriðjungi sjúklinga var beitt annarri
sértækri meðferð, oftast sýklalyfjum. I aðeins
tveimur tilfellum var haldið áfram með óbreytta
meðferð þrátt fyrir breytta greiningu.
Tveir einstaklingar (1,8%) greindust með
illkynja sjúkdóma, báðir með krabbamein í
kviðarholi. Er þetta svipuð tíðni og í erlendum
rannsóknum.19,201 báðum tilfellum var um að ræða
ólæknandi sjúkdóm hjá sjúklingum yfir fimmtugu
sem voru með útbreidd meinvörp við greiningu.
Annar sjúklinganna lést á rannsóknartímabilinu
og því er dánartíðni í okkar rannsóknarhópi
(0,9%) sem er í samræmi við rannsókn Adams og
félaga frá 1986, þar sem hún var 1,2%.21
Styrkur þessarar rannsóknar er að hún nær
til stórs hóps sjúklinga þar sem könnuð voru
afdrif þeirra í heilt ár frá útskrift. Rannsóknin
er afturskyggn sem verður að teljast veikileiki,
enda aðeins hægt að byggja á upplýsingum úr
sjúkraskrám en ekki framskyggnri skráningu.
Þetta á ekki síst við um upplýsingar um
staðsetningu kviðverkja og lífsmörk sem fengnar
voru úr sjúkraskrám en ekki framskyggnri
skráningu. Tölvugögn eru misáreiðanleg, til dæmis
um greiningamúmer, tímasetningu greininga og
fleira. Auk þess er það veikleiki að aðeins vom
kannaðar endurkomur á bráðamóttöku en ekki
annars staðar, til dæmis til heilsugæslulækna
eða á önnur sjúkrahús. Erfitt er að komast yfir
slíkar upplýsingar og var því ákveðið að miða
eingöngu við endurkomu á bráðamóttöku, enda
hefur slíkt verið gert í öðmm rannsóknum.2 Eins
og áður kom fram vom sjúklingar á bráðamóttöku
kvenna- og bamadeildar ekki teknir með í
rannsóknina, sem eykur vægi karla og eldri sjúk-
linga í rannsóknarhópnum.
Langflestir þeirra sem leituðu aftur á bráða-
móttöku leituðu þangað vegna annarra vandamála
en kviðverkja, eða 92% hópsins. Ekki var reynt að
greina þau nánar í þessari rannsókn, enda ekki
markmið rannsóknarinnar. Þegar langur tími
líður frá fyrstu komu að lokagreiningu er eðlilegt
að velta fyrir sér hvort um nýtt vandamál sé að
ræða. í þessari rannsókn höfðu flestir þessara
sjúklinga komið endurtekið á bráðamóttöku
vegna kviðverkja áður en lokagreining fékkst.
Á rannsóknartímanum voru starfræktar tvær
aðskildar bráðamóttökur á Landspítala. Ekki
var skoðaður munur á milli þeirra, enda
rannsóknarhópurinn of lítill til þess. I dag er búið
að sameina þessar bráðamóttökur og efni í nýja
rannsókn að kanna árangur greininga á nýrri
bráðamóttöku.
Hluti sjúklinga (7,9%) sem útskrifaðist með
óútskýrða kviðverki af bráðamóttöku leitaði læknis
aftur innan árs vegna kviðverkja. Við endurkomu
fékk tæpur fjórðungur þeirra sértæka greiningu
og rúmlega helmingur gekk undir skurðaðgerð,
oftast vegna gallsteina eða botnlangabólgu.
Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að bæta
megi greiningu sjúklinga með kviðverki þegar
þeir leita fyrst á bráðamóttöku. Þessi rannsókn
svarar þó ekki með hvaða hætti er hægt að bæta
greiningu þessa sjúklingahóps, enda þarf til þess
framskyggna rannsókn með skipulögðu eftirliti
eftir útskrift.
Þakkir
Ingibjörg Richter, kerfisfræðingur á upplýs-
ingatæknisviði Landspítala, fær þakkir fyrir
aðstoð við leit að sjúklingum í tölvuskrám Land-
spítala og Ragnar F. Ólafsson fyrir hjálp við töl-
fræðilega úrvinnslu.
Heimildir
1. Kamin RA, Nowicki TA, Courtney DS, et al. Pearls and
pitfalls in the emergency department evaluation of
abdominal pain. Emerg Med Clin N Am 2003; 21: 61-9.
2. Powers RD, Guertler AT. Abdominal Pain in the ED:
Stability and Change Over 20 Years. Am J Emerg Med 1995;
13: 301-3.
3. Lukens TW, Emerman C, Effron D. The Natural History and
Clinical Findings in Undifferentiated Abdominal Pain. Ann
Emerg Med 1993; 22: 690-6.
4. Muris JWM, Starmans R, Fijten GH, et al. One-year
prognosis of abdominal complaints in general practice: a
prospective study of patients in whom no organic cause is
found. Brit J Gen Pract 1996; 46: 715-9.
5. de Dombal FT. The OMGE Acute Abdominal Pain Survey.
Progress report, 1986. Scand J Gastroentero 1988; 144: 35-42.
6. Muris JWM, Starmans R, Fijten GH, et al. Abdominal Pain in
General Practice. Fam Pract 1993; 10: 387-90.
7. Laurell H, Hansson LE, Gunnarsson U. Diagnostic pitfalls
and accuracy of diagnosis in acute abdominal pain. Scand J
Gastroentero 2006; 41:1126-31.
8. Graff LG, Robinson D. Abdominal Pain and Emergency
Department Evaluation. Emerg Med Clin N Am 2001; 19:
123-36.
9. Sandhu GS, Redmond AD, Prescott MV. Non-specific
abdominal pain: a safe diagnosis? J R Coll Surg Edinb 1995;
40:109-11.
LÆKNAblaðiö 2011/97 235