Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 34

Læknablaðið - 15.04.2011, Page 34
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Mynd 2. Skipting hryggslagæða ífjóra hluta. Birt weð leyfi Dr. Frank Caillard, Radiopegia.org. Tafla I. Sjúkdómar sem tengjast aukinni áhættu á flysjun i slagæðum á hálsi. Bandvefs- og vöðvamisvöxtur Marfan-heilkenni Ehlers-Danlos-heilkenni Erfðaríkjandi blöðrunýru Beinstökkvi Alpha-1 -antitrypsin-skortur Gerð 1 kollagenstökkbreyting Aðrir bandvefssjúkdómar Áhættuþættir Iimri áhættuþættir í rannsóknum á einstaklingum með flysjun er tíðni æðakölkunar lág. Það bendir til þess að hefð- bundnir áhættuþættir fyrir heilablóðfalli séu ekki að verki.5-6 Þó virtust reykingar vera áhættuþáttur í finnsku rannsókninni.5 Sjúkleiki í æðaveggnum, til að mynda arfgengir bandvefssjúkdómar eða sjúkdómar þar sem galli er í kollagen- eða elastínvef, geta legið til grund- vallar hjá allt að einum þriðja hluta sjúklinga (sjá töflu I).1-7-9 Aukinni áhættu á flysjun hefur til að mynda verið lýst hjá einstaklingum með bandvefs- og vöðvamisvöxt, Ehlers-Danlos-heil- kenni, Marfans-heilkenni, erfðaríkjandi blöðru- nýru og beinstökkva.7-8 Til eru dæmi um flysjanir hjá nokkrum einstaklingum £ sömu fjölskyldu sem benda til ættlægs þáttar. Þau tilfelli eru þó sjaldgæf. Húðsýni frá einstaklingum með hálsslag- æðarflysjun hafa sýnt breytingar sem benda til undirliggjandi bandvefssjúkdóms án þess að hægt hafi verið að skilgreina það nánar.10 Rannsókn byggð á ómskoðun á innri hálsslagæð sýndi að breytingar á þvermáli æðarinnar í takt við hjartslátt (cardiac cycle) voru marktækt meiri hjá einstaklingum með flysjun borið saman við viðmiðunarhóp. Þessar niðurstöður gefa til kynna að galli í utanfrumuefninu (extracellular rnatrix) geti átt hlut að máli, að minnsta kosti hjá sumum. Eigi að síður hafa víðtækar erfðarannsóknir sem beinst hafa að stökkbreytingum í utanfrumuefninu ekki borið árangur.9 Fundist hafa vísbendingar um að hækkun á hómócysteini íblóði geti tengstflysjun.1114 í sumum rannsóknum virðist mígreni vera áhættuþáttur.5-15- 16 Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl mígrenis og virkni elastasa í blóði sem vekur spurningar um sameiginlegan undirliggjandi orsakaþátt fyrir mígreni og hálsslagæðarflysjun.17 í 7-15% tilvika greinist flysjun í fleiri en einni æð.5-18 Líklegt er að sá sjúklingahópur hafi undir- liggjandi galla í æðaveggjum. Ytri áhættuþættir Ljóst þykir að í vissum tilfellum verður flysjunin í kjölfar áverka. Stundum er um öflugan áverka á háls að ræða þar sem sambandið þykir augljóst. Flysjana verður einnig vart í kjölfar vægari áverka eins og að bera þunga tösku, minni háttar íþróttaslysa og jafnvel eðlilegra athafna daglegs lífs, svo sem að hnerra eða hósta, en við þær aðstæður er orsakasambandið óvissara.19-22 Vægi áverka í meingerð flysjunar er því oft óljóst. Tengsl milli hálshnykkingar í meðferðarskyni og hálsæðaflysjunar, sérstaklega hryggslagæða- flysjunar, hafa lengi verið til umræðu. Telja menn sig hafa sterk rök fyrir því að hnykking geti leitt til flysjunar.23-25 Nálægð hryggslagæðarinnar við þvertinda C1 og C2 liðbolanna getur hugsanlega átt þátt í meingerðinni. Svokallaðir VI og V3 hlutar hryggslagæðarinnar eru hreyfanlegastir gagnvart aðliggjandi beini og getur það hugsanlega skýrt af hverju flysjun er algengust í V3 hluta æðanna (sjá mynd 2).26 Nýleg sýking, sérstaklega í öndunarfærum, virðist vera áhættuþáttur fyrir hálsslagæðar- flysjun.5-27- 28 Tilgátan er sú að sýkingin hafi í för með sér tímabundnar bólgubreytingar í æðunum. Þetta er enn frekar stutt með árstíðabundnum breytileika í tíðni hálsslagæðarflysjunar (algengust á haustin).29 Allt eins gæti verið um áverka á æðina að ræða vegna hósta og hnerra. Flysjun í slagæðum á hálsi er sennilega í 238 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.