Læknablaðið - 15.04.2011, Síða 43
S A G A
L
FRÆÐIGREIN
ÆKNISFRÆÐINN
A R
A~R
Ég hefi á mörgum mönnum séð ávöxtinn, einkum meðan
ég var á Sanktí Philippi Hospítali á eynni Minorca, hvar
böð þessi gerð voru dögum optar og hinir sjúku kvölds og
morgna bomir í sjóinn, svo sem hið nálægasta og besta, er
fást kunni þar.
Spítalinn, helgaður Filippusi postula, var í
Mahon höfuðborg Minorca og þjónaði brezka
flotanum í Miðjarðarhafi, en Bretar höfðu fengið
eyjuna árið 1763 sem herfang í friðarsamn-
ingunum eftir Sjöárastríðið.
Jón Steffensen segir að við heimkomuna til
íslands 1772 hafi Jón Pétursson haft með sér 7.- 10.
hefti Flora Danica sem útgáfustjómin hefur beðið
hann að koma til réttra aðila, jafnframt því sem
hann sendi henni fáséðar plöntur.4
Um þetta leyti sótti Jón Pétursson um styrk
til að kenna tveimur eða fleiri piltum grasafræði
og garðyrkju og að vinna jafnframt að Flora
Islandica og hann bauðst til þess að kenna
grasafræði við Skálholtsskóla, en ekkert af þessu
fékk hljómgrunn hjá yfirvöldum.4 Jón dvaldi
síðan á árunum 1772 til 1775 í Nesi við Seltjörn
og mun hafa verið aðstoðarmaður landlæknis
og fyrsta lyfsalans, Björn Jónssonar, sem kom til
starfa í Nesi 1772. Árið 1775 varð Jón Pétursson
handlæknir í Norðlendingafjórðungi og sat í
Viðvík í Skagafirði.
Rit Jóns um iktsýki eða liðaveiki
Árið 1782 sendi Jón Pétursson frá sér rit um
iktsýki, en svo nefndi hann þá liðaveiki, sem hann
var sjálfur haldinn.12 Ritið mun hafa verið tilbúið
nokkru fyrr, því örstutt umsögn Bjarna Pálssonar
landlæknis fremst í ritinu er dagsett síðla árs 1774.
Árið 1800 varði franski læknirinn Augustin
Jacob Landré-Beauvais (1772-1840) doktorsritgerð
sína um Goutte asthénique primitive. Hann taldi
iktsýkina vera eitt form þvagsýrugigtar, sem
nefnist gout á ensku < goutte á frönsku < gutta,
,dropi' á latínu, sem var skylt yutoc (chytos) á
grísku, sem merkti ,það sem rennur, flæðir'.
Árið 1848 fann brezki læknirinn Alfred
Baring Garrod (1819-1907) afbrigðilega aukningu
þvagsýru í blóði þeirra sem voru með þessa
gerð gigtar og árið 1859 gaf hann iktsýkinni það
enska heiti, sem hún hefir borið síðan (rheumatoid
arthritis). Þar koma fram sömu orðsifjar og eru í
þvagsýrugigtinni: Arthritis (< arpros gríska, ,liður'
+ itis gríska, ,bólga') og rheumatoides latína (<
rheuma gríska, ,rennsli' + oeides gríska, ,líkist').
Heitið var þannig dregið af því að iktsýkin þótti
líkjast gigtsóttinni (febris rheumatica), sem kemur
í kjölfar sýkinga af völdum keðjuhnettla (Group
A streptococcal infection) og er nú álitið að þar sé
um að ræða eins konar sjálfsónæmissvörun, sem
getur náð til liðamóta, hjarta,
húðar og heila. Hins vegar hefir
ekki enn tekizt nægilega að
skýra orsakir iktsýkinnar, svo
nútímamenn hafa ekki komist
langt frá vessakenningunni sem
var við lýði á 18. öld. Rit Jóns hefst
á þessum orðum:
Iktsýkin er innifalin í rífandi og slítandi,
samt aflvana gjörandi, seiðingsfullri
verkjartilfinningu í einum eður öðrum
líkamans lim, hvem hún inntekur, um
sjálf liðamótin. Liðaveikin er annaðhvört
föst við einn lim, hvem hún hefur
inntekið, og kallast því föst eður staðfest
liðaveiki (Arthritis fixa) eður hún
hleypur sem fljúgandi píla og leiptran
frá einum lið til annars, hvar fyrir hún
kallast flugkveisa (Arthritis vaga)...
©tuft 3tírij>;,. .
. U m ' 2 r "V/
Jpiw ine fjutt ct' íbtincnfuö, ttteö
fkirfhim (Ijnum Ccgunbtmi;
<þnr i ci'it (ettí> SKtnb, ()b«rfu fctft
ocrbc þiiiöciiö og lœEnttö.;_ . t
-V • SamánHtcPcb • |
3eiu $c turS
Chirurgo i £7ot:öurf<ut^)$. ,
FRACASTORIUS'-V^
•Qviviret iíi foliia, venit ab ratjicibushumor,'
Sic patrum in natos abcunt cum feminé
morbi.
Árið 1992 vakti Helgi Jónsson
gigtarlæknir athygli á því á nor-
rænu vísindamálþingi,13 hversu
stórmerk bók Jóns Péturssonar
um iktsýkina er. Helgi fylgdi
þessu eftir í grein í skandinavíska
gigtsjúkdómatímaritinu14 og eftirfarandi atriði
úr henni sýna athuganir Jóns um þau atriði sem
auðkenna flugkveisuna:
I Sjúkdómurinn er algengur. (Höfundurinn segir tvívegis
að liðaveikin sé mjög algeng á íslandi og líklega atgengari
en í öðrum löndum).
ésdfi inHbinibeb » SPt-if.pa'pújic 6. dtllum;
lEii m pmit<Piipprr 5. gittum.
gjctntítb at ^ðolumt
2tf (Buömuuöc 30110 Sytte,
.1 7 8 a.
Stutt ágrip um iktsýki eður
liðaveiki, hvar inni hún
er útmáluð, meðflestum
sínum tegundum; þar í eru
lögð ráð, hvörsu hún verði
hindruð og læknuð.
Samantekið afjóni
Péturssyni, chirurgo í
Norðurlandi.
II Sjúkdómurinn er langvinnur.
III Sjúkdómurinn er samhverfur
(kemur í báða helminga líkamans).
IV Sjúkdómurinn veldur skemmdum á liðum.
V Sjúkdómnum fylgir fjölliðabólga.
VI Sjúdómnum geta fylgt kerfistengd einkenni og teikn (nær
til alls likamans).
VII Sjúkdómurinn hrjáir einstaklinga á öllum aldri.
Fracastorius.
Qvi viret in foliis, venit ab
radicibus humor, sic patrum
in natos abeunt cumfemine
morbi.
Selst innbundið á
skriftpappír 6 fiskum; en á
prentpappír 5fiskum.
VIII Sjúkdómurinn er algengari meðal kvenna. Prentað á Hólum í
.... . .., . , , .* Hjaltadal, af Guðmundi
Að sogn hofundar geta sum þessara atriða ]ónssynil782
átt við aðra sjúkdóma, en að einungis einn
sjúkdómur, iktsýkin, uppfyllir öll átta skilmerkin.
Það er því engum vafa undirorpið að Jón
Pétursson var að lýsa arthritis rheumatoides. Grein
Helga lýkur með þeim orðum að nægileg gögn
séu fyrir hendi til þess að hægt sé að endurskoða
sögu læknisfræðinnar að því er varðar það að
Jón Pétursson hafi orðið fyrstur til þess að setja
fram ákveðna lýsingu á iktsýkinni. Eru þetta orð
að sönnu og minnir okkur á að tímabært er orðið
að gefa ágripið um iktsýkina út á ný og snúa
textanum á erlenda tungu.
LÆKNAblaðið 2011/97 247
Ljósmynd afkipu: Landbðkasafn Islands -.