Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2011, Side 47

Læknablaðið - 15.04.2011, Side 47
UMRÆÐUR 0 G F R É T T I R LIFRARBÓLGUSMIT L Æ K N I S „Vandi okkar skurðlækn- anna er hins vegar sá að þó við verðum ekkifyrir stungu þá kemur stundum fyrir að blóð úr sjúklingifer undir hanskann og liggur við húðina kannski í nokkra klukkutíma." Fólkið á myndunum er með öllu óviðkomandi efni greinarinnar. Ljósmyndir: lnger Helene Bóasson svo líkumar eru sennilega minni fyrir vikið. En það er samt alveg hugsanlegt að smit geti átti sér stað með þessum hætti. Sjálfur hef ég aldrei tilkynnt stunguóhapp hér heima en gerði það nokkmm sinnum meðan ég starfaði í Svíþjóð." Starfsferillinn í húfi Smitleiðir með lifrarbólgu C eru ekki margar. Líkumar á að smitast af öðru en blóðblöndun eða af óhreinni nál eru nánast hverfandi. „Það var því kannski ekkert skrýtið að læknirinn minn skyldi spyrja mig hreinskilnislega hvort ég hefði nokkum tíma sprautað mig með óhreinni nál. Því var auðvitað fljótsvarað neitandi. En auðvitað varð að útiloka alla möguleika svo sambýhskonan mín fór í blóðprufu og reyndist ósmituð en það jók ekki lítið á áhyggjumar að okkur fæddist barn á þessum sama tíma og meðan við biðum eftir niðurstöðum úr hennar blóðpmfum höfðum við áhyggjur af því að bamið hefði hugsanlega smitast. Það reyndist ekki vera og það voru auðvitað góðar fréttir þó ég stæði þama frammi fyrir sjúkdómi sem gat hæglega bundið enda á skurðlæknisferil minn og gert mig að sjúklingi til lífstíðar. Horfurnar vom því alls ekki góðar. Það var þó ljós í myrkrinu að eftir týpugreiningu á veirunni kom í ljós að ég var með týpu sem til- tölulega góðar horfur vom á að myndi bregðast vel við lyfjameðferð. Batalíkur í þessu dæmi voru 80%. Það voru þó 20% líkur á að lækningin myndi ekki takast en ég ákvað að einbeita mér að 80 prósentunum. Það jók líka á batahorfurnar ef þetta væri nýtt smit en ekki eitthvað sem legið hefði í dvala í líkama mínum um árabil og tekið sig skyndilega upp." Strax og greiningin lá fyrir tilkynnti hann yfirmönnum sínum á Landspítalanum um niður- stöðurnar og fór í veikindafrí. „Það kom auð- vitað ekki til greina, hvorki af minni hálfu né stofnunarinnar, að ég sinnti aðgerðum með þetta smit. Fyrsta skrefið var að bíða í mánuð eftir nýjum niðurstöðum úr blóðpmfum áður en tekin yrði ákvörðun um framhaldið. Auðvitað hefði ég getað gert eitthvað annað án áhættu fyrir sjúklinga en það datt engum það í hug. Mér var bara sagt að halda mig heima. Ég var svo heppinn að hafa komið mér upp hestum eftir heimflutninginn LÆKNAblaðið 2011/97 251

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.