Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2011, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.05.2011, Qupperneq 24
RANNSÓKN Tafla I. Klínískar upplýsingar um 44 sjúklinga fyrir aögerð sem gengust undir 47 fleyg- eða geiraskurði við lungnakrabbameini öðru en smá- frumukrabbameini á (slandi 1994-2008. Gefinn er upp fjöldi tilfella og prósentur í sviga. Prósentutölur miðast við 47 tilfelli en ekki sjúklinga. Öndunarmælingu vantaði í átta tilfellum. Upplýsingar n (%) Saga um reykingar 46 (97,9) Langvinn lungnateppa 19(40,4) FEV, <75% af spáðu (41,0) FVC <75% af spáðu (33,3) Kransæðasjúkdómur 26 (55,3) Saga um hjartsláttartruflanir 8(17,0) ASA-flokkun:* I 2 (4,3) II 15(31,9) III 29(61,7) IV 1 (2,1) 'American Society of Anesthesiologists Sjúklingagögn voru fengin úr tveimur aðskildum skrám, aðgerða- og greiningaskrám Landspítala og úr gagnagrunni rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði. Fengnar voru upp- lýsingar úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands um fjölda nýgreindra lungnakrabbameina ÖES á rannsóknartímabilinu og þannig reiknað hlutfall þeirra sem fóru í þessar aðgerðir af öllum greindum tilfellum. Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkráskrám og öll vefjasýni skoðuð að nýju af tveimur höfunda (ÁAogHJÍ). Ur sjúkraskrám voru skráðar rúmlega 80 breytur í tölvuforritið Excel, meðal annars einkenni, áhættuþættir og ástand sjúklinga fyrir aðgerð, fylgikvillar eftir aðgerð og legutími. Skráð var ASA- flokkun (American Society of Anesthesiologists) sjúklinga sem metur heilsufar og klínískt ástand sjúklings fyrir aðgerð14 auk Mynd 1. Staðsetning æxla í lungum, sem voru fiarlægð lijá 44 sjúklingum sem gengust undir 47 fleyg- eða geiraskurði við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbmeini á íslandi 1994-2008. Alls voru 48 æxli fjarlægð með skurðaðgerð. Gefinn er upp fjöldi æxla og prósentur í sviga. Mynd Ásgeir Alexandersson. helstu gilda úr öndunarmælingum, sérstaklega fráblástur á fyrstu sekúndu útöndunar (forced expiratory volume in 1 second, FEVf) og heildarfráblástur (forced vital capacity, FVC). Einnig voru skráðar ástæðurnar sem skurðlæknir tiltók í aðgerðarlýsingu fyrir því hvers vegna gerður var fleyg- eða geiraskurður í stað stærri aðgerðar. Ur vefjasvörum meinafræðings (PAD-svar) voru skráð vefjagerð, þroskunargráða æxlis,15 mesta þvermál æxlis og hvort skurðbrúnir voru án æxlisvaxtar. Við endurskoðun vefjasýna þurfti að meta þroskunargráðuna í sex tilfellum þar sem gráðuna vantaði á upprunalega svarið. I þremur tilfellum breyttist gráðan við endurskoðun. Allir sjúklingarnir voru stigaðir samkvæmt TNM- stigunarkerfinu (6. útgáfa)16 og miðast niðurstöður við upplýsingar sem lágu fyrir eftir vefjaskoðun sýnis úr aðgerð (pTNM). Stigun fyrir aðgerð (cTNM-stigun) var ekki stöðluð og var því ekki skráð sérstaklega en fólst aðallega í röntgenmyndatöku af lungum og TS af brjóst- og kviðarholi. Beinaskann og TS af höfði voru gerð ef einkenni þóttu gefa tilefni til. Einnig var gerð berkjuspeglun hjá 28 sjúklingum og ástunga á æxli í gegnum brjósthol í 20 tilfellum. Einn sjúklingur fór í miðmætisspeglun. Aðgerðirnar framkvæmdu fimm skurðlæknar og framkvæmdi hver þeirra á bilinu 4-19 aðgerðir. Sjúklingar voru svæfðir með tvíopa berkjurennu og það lunga fellt saman sem gerð var aðgerð á. Aðgerðirnar voru yfirleitt framkvæmdar með fremri (55,3%) eða aftari (42,6%) hliðarskurði og æxlið fjarlægt með heftibyssu. í tveimur tilfellum var reynd aðgerð með brjóstholssjá en í báðum tilvikum þurfti að breyta yfir í opna aðgerð. Hjá einum sjúklingi var aðgerðin gerð í gegnum bringubeinsskurð og í sömu aðgerð gerð kransæðahjáveituaðgerð. í lok aðgerðanna var komið fyrir einum eða tveimur brjóstholskerum sem hafðir voru í nokkra daga (miðgildi 3, bil 1-21). Flestir sjúklinganna dvöldu á vöknunardeild í fjórar til sex klukkustundir eftir aðgerð (63,8%). í 17 tilfellum (36,2%) þurftu sjúklingar að liggja á gjörgæslu vegna vandamála sem upp komu í aðgerð eða til eftirlits, en 13 (76,5%) þeirra dvöldu þar aðeins eina nótt. Afdrif sjúklinganna voru könnuð með upplýsingum úr þjóðskrá þar sem meðal annars fengust upplýsingar um hvort sjúklingamir væru lífs eða liðnir þann 10. janúar 2010. Meðaleftirfylgni var 55 mánuðir (bil 0,2-13,7 ár). Skurðdauði (operative mortality) var skilgreindur sem andlát innan 30 daga frá aðgerð en einnig var kannað hversu margir höfðu látist innan 90 daga frá aðgerð. Tölvuforritin Excel og R voru notuð við tölfræðiúrvinnslu. Heildarlífshorfur (overall survival) voru reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier. Kí-kvaðrat, Fisher exact-próf og t-próf voru notuð til að bera saman tímabil og hópa. Lífshorfur voru bornar saman með log-rank prófi og miðast marktækni við p-gildi <0,05. Öll tilskilin leyfi frá Persónuvemd, Vísindasiðanefnd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala lágu fyrir áður en rannsóknin hófst. Niöurstöður Af 47 aðgerðum voru 42 fleygskurðir (89,4%) og fimm geiraskurðir (10,6%), en þrír sjúklingar gengust undir tvær aðgerðir. Annar sjúklingur greindist með tvö frumæxli sem voru fjarlægð í sömu aðgerð og voru því 48 æxli fjarlægð í heildina. Rúmlega helmingur aðgerðanna (55,3%) var framkvæmdur á konum og var meðalaldur 304 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.