Læknablaðið - 15.05.2011, Síða 35
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
Stöndum saman!
Sigurveig
Pétursdóttir
sigurpet<3landspitali.is
Höfundur er
bæklunarlæknir á
Landspítala
í ÍSLENSKA ÞJÓÐFÉLAGINU hafa verið
umhleypingatímar rétt eins og í veðrinu
síðustu daga. Ljóst er að staða lækna
hefur stöðugt farið versnandi, bæði hvað
varðar launakjör og einnig vinnuaðstæður.
Hvemig launamálin hafa þróast þarf
næstum ekki að ræða hér. Klipið og skorið
hefur verið í hvívetna og sjúkrahúslæknar,
heilsugæslulæknar sem og sjálfstætt
starfandi læknar finna allir mikið fyrir því.
Þetta hefur svo, eins og fólki hefur orðið
tíðrætt um, valdið því að læknum á íslandi
fer fækkandi. Yngri læknarnir fara fyrr í
sérnám en áður, hluti sérfræðinga hefur
flust af landi brott. Engar tölur eru til um
hve margir læknar búsettir á íslandi vinna
að hluta til erlendis, en vitað er að þeim
fjölgar jafnt og þétt. Þetta hefur mikil áhrif
á alla læknastéttina. Heilsugæslulæknir
sem er yfirhlaðinn störfum og sér ekki fram
úr sjúklingafjöldanum reynir að vísa þeim
veikustu á sérfræðinga, sjálfstætt starfandi
eða á sjúkrahúsum. Þar er hins vegar allt
yfirfullt og ómögulegt að bæta á sig meiri
vinnu. Kandídatar og læknar í sérnámi
hérlendis vinna undir miklu álagi og flýta
sér eins og unnt er til útlanda í sérnám.
Ymsar starfsstöðvar hafa verið sameinaðar
og starfsaðstaða versnað til muna, sem
eykur verulega vinnuálag.
Sem sagt sitja allir í sömu súpunni þegar
læknum fækkar.
Það er mikilvægt fyrir framtíð lækninga
á Islandi að bæta bæði vinnuaðstæður og
launakjör lækna hérlendis. Það er ekki
hagur þjóðarinnar að þessi þróun haldi
áfram.
Það er ekki lengur eftirsóknarvert að
koma heim til íslands að sérnámi loknu.
Það er mikil breyting frá því sem áður var.
Víða eru auglýstar lausar stöður lækna og
enginn sækir um. Launin þykja léleg og
vinnuaðstaða víða lök. Fæstir heillast líka
af mikilli vaktabyrði og vinnuálagi. Sá tími
er liðinn að það þyki fínt að vinna sér til
óbóta.
Mikið hefur breyst frá þeim tíma þegar
læknum erlendis þótti mikill fengur í að
því að fá eitt Morgunblað til aflestrar.
Tölvutæknin og tíðar flugferðir hafa
meðal annars orðið til þess að fjarlægðin
frá heimahögunum er ekki svo mikil
þótt búið sé erlendis til langframa. Fáir
flytja til Islands að sémámi loknu af
einskærri heimþrá og sennilega enginn af
skyldurækni við íslenskt þjóðfélag.
Það er því ótrúlega mikilvægt þegar
kemur að kjarabaráttu lækna, sjálfstætt
starfandi sem annarra, að við stöndum
saman, ung sem aldin. Við þurfum hvert
á öðru að halda til að halda heilbrigðis-
kerfinu gangandi. Við verðum að fá kjör
bætt svo læknar snúi aftur að sérnámi
loknu og einnig að okkur takist að halda
kandídötum og læknum í upphafi sérnáms
við störf á Islandi. Hvar sem við vinnum
þá er mikilvægt að við tölum einum
rómi og stöndum vörð um sameiginleg
hagsmunamál.
Ef fækkun heldur áfram verður óvinn-
andi hér fyrir lækna.
Stöndum því saman í baráttunni þótt
ekki vinni allir á sama kjarasamningi.
Stjórn LÍ
Birna Jónsdóttir
formaður
Valgerður Á. Rúnarsdóttir varaformaður
Sigurveig Pétursdóttir
gjaldkeri
Anna K. Jóhannsdóttir
ritari
Ágúst Örn Sverrisson
Árdís Björk Ármannsdóttir
Orri Þór Ormarsson
Ragnar Victor Gunnarsson
Þórey Steinarsdóttir
í pistlunum Úrpenrta stjórnarmanna LÍ birta þeir
sínar eigin skoðanir en ekki félagsins.
Læknadagar 2012
Undirbúningur er hafinn fyrir Læknadaga sem haldnir verða 16.-20. janúar 2012.
Gengið verður frá stærstum hluta dagskrár í byrjun sumars og eru þeir sem vilja leggja til efni beðnir að senda
hugmyndir að einstökum dagskráratriðum fyrir 16. maí nk. (eða síðar eftir samkomulagi)
til Margrétar Aðalsteinsdóttur á netfangið magga@lis.is
Nauðsynlegt er að fram komi hvort óskað er eftir þátttöku
Fræðslustofnunar við að greiða kostnað vegna komu erlends fyrirlesara.
Undirbúningsnefnd
LÆKNAblaðiö 2011/97 315