Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2011, Page 37

Læknablaðið - 15.05.2011, Page 37
„Ég vil fá fleiri lækna inn í embættið, og við þurfum að vekja áhuga þeirra á að mennta sig á sviði lýSheilsu og starfa með okkur að fjölþættum verkefnum þess," segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. segir að hjá slíku verði sjaldan komist. „Endurskipulagning embættisins hefur haft það meginmarkmið að skapa öflugt embætti með faglega yfirstjórn sem stendur undir þeim kröfum sem til hennar eru gerðar í lögum og reglugerðum. Mannauður hinnar nýju stofnunar er mjög mikill og hér er mikil og mjög verðmæt sérþekking og kunnátta. Ef ég ætti þó að nefna einhvem vanda við núverandi mönnun embættisins, þá eru hér of fáir læknar. Ég vil fá fleiri lækna inn í embættið, og við þurfum að vekja áhuga þeirra á að mennta sig á sviði lýðheilsu og starfa með okkur að fjölþættum verkefnum þess." Ekki verður hjá því komist að spyrja hvort læknar fáist til starfa innan stofn- unarinnar ef yfirmannastöður em þar allar mannaðar nú þegar? „Það verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig. Spurningin er hvort áhuginn beinist að því að vinna að verkefnunum eða stjóma öðrum við þá vinnu. Við megum heldur ekki gleyma því að sífellt meiri áhersla er lögð á þverfagleg teymi þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, lýðheilsufræðingar og fleiri fagstéttir vinna saman að tilteknum verkefnum. Það fer þá eftir eðli verkefnisins hverju sinni hver í hópnum leiðir hann. Það hefur auk þess legið fyrir frá upphafi að endurskipulagning embættisins byggði á þeirri forsendu að allir núverandi starfsmenn héldu störfum sínum og að nýir millistjórnendur kæmu úr hópi þeirra." Geir segir verkefni hins nýja og endurskipulagða embættis landlæknis vera nánast óþrjótandi. „Takmörk okkar liggja ekki við verkefnin heldur fjármunina sem við fáum til að sinna þeim. Það er of langt mál að telja upp öll þau verkefni sem embættinu eru falin með lögum og við njótum þess að hafa hér mjög öflugan hóp starfsfólks þar sem hver og einn ætti að geta notið sérþekkingar sinnar við störf sín. Þó get ég sagt að hér eru næg verkefni fyrir fleiri starfsmenn ef fjárhagur embættisins leyfði slíkt. Við þurfum til dæmis að auka eftirlitsþátt embættisins verulega frá því sem nú er. Sameining heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins er hugsanlegt sóknarfæri í þessu tilliti." Læknaskortur til lengri tíma Eitt af hlutverkum embættis landlæknis er ráðgjöf til stjórnvalda í heilbrigðismálum og spumingin sem margir spyrja sig í dag er hvort heilbrigðiskerfið sé ekki komið að LÆKNAblaðið 2011/97 317

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.