Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2011, Síða 44

Læknablaðið - 15.05.2011, Síða 44
UMFJÖLLUN O G GREINAR Þessi varflokkaður grænn og gat því leyft sér að brosa. Hér þarf að hafa liraðar hendur og bjarga hinum slasaða undan rútunni. Stórslys norðan við Blönduós ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Félag læknanema stóð fyrir stórslysa- æfingu laugardaginn 9. apríl með þátttöku Björgunarsveitarinnar Ársæls á Seltjamarnesi og Hjálparsveitar skáta í Garðabæ. Að sögn Mörtu Berndsen, 5. árs læknanema og formanns kennslu- og fræðslumálanefndar Félags læknanema, tókst æfingin mjög vel og var lærdómsrík fyrir þátttakendur. Slysið var sviðsett þannig að rúta full af farþegum hefði farið út af rétt norðan við Blönduós og læknarnir þurftu að vera í sambandi við þyrlu og björgunarfólk um flutning og umönnun hinna slösuðu af slysstað og á söfnunarsvæði slasaðra sem var Slökkvistöðin í Hafnarfirði. Notast var við gamlan strætisvagn sem slysavettvanginn. Stór hópur læknanema tók þátt í æfingunni, 1. árs nemar léku hina slösuðu, 2. og 3. árs nemar sáu um flutning sjúklinganna inn á söfnunarsvæðið í Slökkvistöðinni, þar sem 4. árs nemar mátu áverka en þeir sinntu einnig áverkamati á slysstað. Fimmta árs nemarnir veittu þeim slösuðu fyrstu meðferð og ákváðu síðan hvert skyldi senda hina slösuðu til frekari meðferðar og voru í sambandi við sjúkrahús í Reykjavík og á Akureyri. „Þetta voru um 25 manns sem höfðu slasast og við notuðumst við slysaæfingaráætlun sem Björgunarsveitin Ársæll átti, en þetta gengur þannig fyrir sig að hinum slösuðu er skipt í flokka, grænan, gulan og rauðan eftir alvarleika áverkanna. Alvarlegustu áverkarnir voru loftbrjóst, hryggbrot og kviðarholsáverkar og við Ástand og áverkar hins slasaða skrásettir. 324 LÆKNAblaðiö 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.