Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2012, Page 4

Læknablaðið - 15.02.2012, Page 4
2. tölublað 2012 LEIÐARAR 79 Ragnar Danietsen Skyndidauði íþrótta- manna: er sjúkdóma- skimun nauðsynleg? Myndgreining hjá mikið þjálfuðum íþróttamönnum virðist benda til þess að ofþjálfuð hjörtu séu ekki alltaf eins heilbrigð og áður hefur verið haldið. Of mikil þjálfun kann í raun að vera hjartaskemmandi. 81 Elísabet Benedikz Fótaskortur, forvarnir og félagsleg ábyrgð í hálkutíð Hreinsun gangstétta og hjólastíga er mikilvæg í hálkunni, ekki síður en góður skófatnaður og mann- broddar. Hér bera borgaryfirvöld mikla ábyrgð og borgararnir líka því margir detta á bílaplönum og einkalóðum við hús sín. Við berum umfram allt sjálf ábyrgð á eigin öryggi og velferð. FRÆÐIGREINAR 83 Baldur Þórólfsson, Fríða Rún Þórðardóttir, Gunnar Þór Gunnarsson, Axel F. Sigurðsson Skimun fyrir áhættuþáttum skyndidauða íþróttamanna Rannsóknarþýðið var ekki nógu stórt til þess að draga megi ályktanir um tíðni undirliggjandi hjartasjúkdóma í þessum hópi en ætti að gefa vísbend- ingu um algengi áhættuþátta meðal ungra íslenskra íþróttamanna. Þar sem enginn samanburðarhópur var notaður í rannsókninni er ekki unnt að segja til um hvort áhættuþættirnir séu algengari meðal íþróttamanna en þeirra sem ekki stunda íþróttir. 91 Halla Sif Ólafsdóttir, Gylfi Óskarsson, Ásgeir Haraldsson Kawasaki-sjúkdómur á íslandi 1996-2005, faraldsfræði og fylgikvillar Hægt er að draga þær ályktanir af þessari rannsókn að nýgengi og kynjahlutfall sé sambærilegt við fyrri íslenska rannsókn og rannsóknir frá Norðurlöndunum. Fá börn greinast með kransæðabreytingar í bráðafasa, þær breytingar sem greindust gengu til baka hjá öllum nema tveimur og engir alvarlegir bráðir fylgikvillar urðu af þeirra völdum. Athygli vekur þó al- gengi míturlokuleka. 97 Sigurbjörn Birgisson Magaraufun um húð með hjálp speglunar á íslandi 2000-2009. Ábendingar, fylgikvillar og siðfræðileg álitamál Rannsóknin bendirtil þess að á íslandi sé hófsemi gætt í notkun PEG-spegl- unar til næringar sjúklinga með endastigssjúkdóma. Pverfagleg samvinna meðferðaraðila, sjúklings og aðstandenda er nauðsynleg þegar taka þarf ákvörðun um að hefja eða hefja ekki gervinæringu og vökvun með PEG þegar siðferðileg álitamál koma upp. 103 Þóroddur Bjarnason, Sveinn Arnarson Slys á hættulegustu vegum landsins Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flest umferðarslys verða á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru jafnframt með öruggustu vegum landsins þegar litið er til slysatíðni. í þessu felst sú þversögn að hægt er að fækka slysum mest með því að auka umferðaröryggi þar sem það er nú þegar mest. 76 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.