Læknablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 43
BIÐSTOFUR
Læknavaktm
Húðlæknastöðin Smáratorgi
■ tQ3
í íí
■ liL 1 d JLl 1 J
líði vel með að horfa af stuttu færi beint
framan í aðra sjúklinga eða aðstandendur
meðan það bíður þess að komast undir
læknishendur. Þarna hafði sætauppstill-
ingin verið ákveðin algjörlega án tillits til
sálfræðilegra þátta. Dæmið er því kjörið til
að sýna hversu mikilvægt er að sjónarmið
umhverfissálfræðinnar fái sitt rými."
Sálfræðileg endurheimt
„Rannsóknir undanfarinna ára hafa
einnig sýnt að skortur á því að upplifa
endurheimt getur haft mjög neikvæð áhrif
á heilsufar/' segir Páll Jakob.
Hann vitnar í skýrsluna þar sem segir
að: „Ólíkt umhverfi er misvel til þess fallið
að stuðla að endurheimt en samkvæmt
kenningunni um tengsl athygli og endur-
heimtar (attention restoration theory) er um-
hverfi sem býr yfir tilteknum eiginleikum
best til þess fallið að stuðla að endurheimt.
Sá eiginleiki sem er mikilvægastur í þessu
samhengi er hrifning og vísar hann til
þess að í umhverfinu sé að finna áreiti eða
ferla sem fólki finnst áhugavert að skoða
og rannsaka. Annar eiginleiki er að um-
hverfið veki upp tilfinningu um að fjar-
veru frá hinu daglega amstri sem krefst
athygli og ábyrgðar."
Það virðist alveg ljóst af þessu að víða
má huga betur að umhverfi sjúklinga á
sjúkra- og heilsustofnunum og nýta sér
þá niðurstöður rannsókna í umhverfissál-
fræðinni til að hitta naglann sem best á
höfuðið eða eins og segir í lokaorðum
rannsóknarskýrslunnar Betri biöstofur:
„Frumskilyrði er þó að frekari aðgerðir
byggist á vísindalegum grunni, þannig
að hægt sé að bæta umrætt umhverfi með
kerfisbundnum hætti, jafnframt því sem
hlutlausar mælingar fari fram á árangri
þeirra aðgerða sem lagt er út í hverju sinni.
Þannig má eins og frekast er unnt tryggja
að umhverfið stuðli að endurheimt meðal
sjúklinga, auki vellíðan þeirra og velferð."
Þess má að lokum geta að við lok verk-
efnisins, sem voru formlega í nóvember
2011, gáfu samtökin Umhverfi og vellíðan,
með stuðningi frá Actavis, stækkaðar
náttúru- og landslagsljósmyndir eftir Pál
Jökul.
„Áður en þessi verklok fóru fram voru
veggir á gangi dag- og göngudeildar
krabbameinslækninga (11C), framan við
biðstofuna, málaðir í ljósbrúnum litum og
myndirnar hengdar upp. Þetta verkefni
var ekki hluti af rannsókninni en breyt-
ingarnar voru byggðar á niðurstöðum
rannsóknarinnar og vísindalegum niður-
stöðum innan umhverfissálfræðinnar. Þær
voru hugsaðar sem punkturinn yfir i-ið
varðandi það hvernig hægt væri að breyta
óaðlaðandi spítalaumhverfi í vistlegt og
aðlaðandi rými. Aftur er hér um fremur
hógværar breytingar að ræða, sem hægt
væri svo að bæta við í framtíðinni," segir
Páll Jakob að lokum.
Læknastofur til leigu
Fjórar læknastofurtil leigu að Sogavegi 108 (fyrir ofan Garðsapótek).
Nánari upplýsingar veitir Haukur Ingason í síma 8645590.
L
LÆKNAblaðið 2012/98 115