Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2012, Side 4

Læknablaðið - 15.05.2012, Side 4
5. tölublað 2012 LEIÐAR AR FRÆÐIGREINAR 267 Geir Gunnlaugsson Embætti landlæknis eftir sameiningu Embætti landlæknis hefur verið í brennidepli fjölmiðla og til umræðu á bloggsíðum að undan- förnu. Það ber vott um mikilvægi verkefna embættisins. Hið nýja embætti er betur fært um að sinna fjölbreyttum störfum sínum eftir sameiningu. 271 Tómas Andri Axelsson, Martin Ingi Sigurðsson, Ásgeir Alexandersson, Húnbogi Þorsteinsson, Guðmundur Klemenzson, Steinn Jónsson, Tómas Guðbjartsson Innlagnir á gjörgæslu eftir blaðnám og fleygskurði við lungnakrabbameini Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að skoða ástæður fyrir gjörgæsluinnlögn á þeim 252 sjúklingum sem gengust undir blaðnám, fleyg- eða geiraskurð vegna lungnakrabbameins á Landspítala á 10 ára tímabili, 2001-2010. Fáir sjúklingar þarfnast innlagnar á gjörgæsludeild eftir skurðaðgerðir við lungnakrabbameini, og þá frekast þeir sem eru eldri og sem hafa áður fengið hjarta- og lungnasjúkdóma. 277 Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Erlingur Birgir Richardsson, Kári Jónsson, Anna Sigríður Ólafsdóttir Holdafar, úthald, hreyfing og efnaskiptasnið meðal 18 ára íslenskra framhaldsskólanema Niðurstöðurnar benda til að þótt úthald 18 ára framhaldsskólanema sé að jafnaði gott sé hreyfingu þeirra verulega ábótavant. Hlutfall líkamsfitu þeirra er alltof hátt og of hátt hlutfall þeirra yfir kjör- þyngd. Einnig fannst hækkaður slagþrýstingur, LDL og þríglýseríð og lækkað HDL hjá um 10% unglinganna. Krakkar í verknámsskóla virðast auk þess verr á sig komnir en jafnaldrar þeirra í bók- námsskólum. Aldurshópurinn þarf að hreyfa sig meira og minnka líkamsfitu til að stemma stigu við fylgikvillum. 269 Hulda Hjartardóttir Lyfjaávísanir í réttum höndum? Ég legg til að fyrirhugað frumvarp um lyfjaávísanir verði dregið til baka og haldið verði áfram vinnu við að fræða ungt fólk um kynlíf og getnaðarvarnir í góðri samvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæðra. 285 Þórir Svavar Sigmundsson, Bjarni Árnason, Þóra Elísabet Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Vernharðsson Mannbjörg á Möðrudal á Fjöllum Ung kona fékk krampa og missti púls utan heilbrigðisþjónustusvæðis. Hún fór með sjúkraflugi suður og var greind með blóðrek í lungum. Hún útskrifaðist af sjúkrahúsi á 14. degi án skerðingar á heila- starfsemi. Við erfiðar aðstæður getur lífskeðjan reynst sterk þegar boð um aðstoð berast hratt, endurlífgun hefst án tafar og sérhæfð meðferð er veitt eins fljótt og hægt er. 289 Inga Jóna Ingimarsdóttir, Lena Rós Ásmundsdóttir, Magnús Gottfreðsson Tilfelli mánaðarins: maður með sýklasótt og rauðkornasundrun Sjötugur maður með insúlínháða sykursýki kom á bráðamóttöku með háan hita, verk um ofanverðan kvið og uppköst. Einkennin höfðu ágerst undanfarna þrjá sólarhringa. Við komu var hann með hita, 40,5°C, andaði 40 sinnum á mínútu, hjartsláttartíðni var 100 slög á mínútu en blóðþrýstingur var eðlilegur og súrefnismettun án súrefnis sömuleiðis. Hann var vakandi, meðvitund óskert, en litarhaft heiðgult. Eymsli fundust við þreifingu á kvið. Hugmynd að dagskrá? LÆKNADAGAR 2013 VERÐA DAGANA 21.-25. JANÚAR í HÖRPU Þeir sem vilja leggja til efni í dagskrá Læknadaga sendi hugmyndir sínar til Margrétar Aðalsteinsdóttur magga@lisJs fyrir 10. maí nk. Fram komi hvort óskað er eftir þátttöku Fræðslustofnunar við að greiða kostnað vegna komu erlends fyrirlesara. Undirbúningsnefnd 264 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.