Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 35
UMFJÖLLUN O G GREINAR hratt áhættuaukningin gengur yfir og Unnur bendir á að strax tveimur til fjórum vikum eftir greiningu sé áhættan af dauðsfalli vegna hjarta- eða æðasjúkdóms aðeins rúmlega tvöföid, og hálfu ári eftir greiningu sé áhættan nánast sú sama og hjá öðrum sem ekki hafa greinst með krabbamein. „Svipaða sögu má segja um sjálfsvígshættuna sem fellur þó aldrei alveg niður, heldur er um tvöföld ári eftir greiningu. Það er því alveg ljóst að fyrstu vikur og mánuðir eftir greiningu eru sá tími sem kallar á sérstaka vöktun." Unnur segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en svipaðar niðurstöður fengjust ef gerð væri sams konar rann- sókn byggð á íslenskum gagnagrunnum. „Við höfum fengið áþekkar niðurstöður í rannsóknum okkar í öðrum samfélögum, til dæmis í Bandaríkjunum, og mér finnst mjög líklegt að við fengjum sömu niður- stöður hér. Við eigum mjög sambærilegar upplýsingar hér á íslandi í gagnagrunnum okkar, það er krabbameinsskrá og dánar- meinaskrá, og því sjálfsagt að rannsaka þetta einnig hér á landi. Almennt séð höfum við íslendingar kannski ekki nýtt okkur þennan efnivið í sama mæli til vís- indarannsókna og Svíar, enda er aðgengi vísindamanna að íslensku gagnagrunn- „Fyrstu vikurnar og mánuöirnir eftir krabbameinsgreiningu eru sá tími sem kallar á sérstaka vöktun," segir Unnur A. Valdi- marsdóttir. unum oft torveldara en til sambærilegra rannsókna í Svíþjóð. Hér megum við sannarlega bæta okkur því við íslendingar höfum einstakt tækifæri til þekkingar- sköpunar á þessu sviði. Það hlýtur að vera markmið svo ítarlegra lýðgrundaðra upplýsingasafna að þau nýtist skilvirkt til vísindarannsókna sem stuðla að heilbrigði og bættri heilbrigðisþjónustu þjóðarinnar." LÆKNAblaðið 2012/98 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.