Læknablaðið - 15.05.2012, Side 37
UMFJÖLLUN O G GREINAR
ger að meðhöndla blöðruhálskrabbamein
með radíumnálum. Árið 1952 gerði Rubin
H. Flocks tilraunir með að sprauta inn
geislavirku gulli við opnar aðgerðir og 20
árum síðar setti Willet Whitmore inn Joð-
125 við opnar aðgerðir.
„Árangurinn af þessu var satt að segja
hörmulegur því ónákvæmnin við stað-
setningu hins geislavirka efnis var svo
mikil að fylgikvillar og bruni á nálægum
líffærum var skelfilegur. Það var ekki
fyrr en Daninn Hans Henrik Holm hóf
að beita ómunartækni árið 1981 við að
stýra nálunum með kornin, að með-
ferðin varð valkostur fyrir ákveðinn hóp
sjúklinga. Annar læknahópur í Seattle í
Bandaríkjunum (Ragde & Blasko 1987)
bætti geislaplönuninni við aðgerðina og
þá varð þetta virkilega raunhæft. Það er
eiginlega verst að þetta skuli alltaf ganga
undir sama nafni, því í rauninni er þetta
allt önnur aðgerð en áður var. Sumir eldri
læknar hrylla sig þegar Brachy-terapía er
nefnd og hafa þá fyrir sér gömlu sögurnar
um fylgikvilla. Sjúklingarnir fyllast líka
skelfingu þegar þeir leita sér upplýsinga
á netinu en þar er að finna úreltar upp-
lýsingar um meðferðina og oft þarf maður
að leiðrétta alls kyns misskilning um þetta
og beina sjúklingum inn á réttar brautir í
upplýsingaöflun á netinu áður en hægt er
að halda áfram. Það má eiginlega segja að
hið slæma orðspor hafi hindrað framgang
meðferðarinnar því tæknin hefur verið
til staðar frá því um 1990. Þá hafa menn
einnig verið að bíða eftir niðurstöðum um
árangur og nú höfum við staðfestar tölur
um lifun í 15 ár eftir aðgerð og þær eru
algjörlega sambærilegar og tölurnar um
árangur af skurðaðgerðum þegar sams
konar sjúklingahópar eru skoðaðir."
Erfitt að greina sjúkdóminn nákvæmlega
Talsverð umræða hefur verið um
nauðsyn skimunar og eftirlits við blöðru-
hálskirtilskrabbameini hjá körlum 50 ára
og eldri og segir Baldvin umræðuna hafa
vakið mikilvæga athygli á þessum erfiða
sjúkdómi. „En þetta er marghöfða þurs og
birtingarmyndir sjúkdómsins eru margar.
Við getum sagt að 80% karla sem orðnir
eru 70 ára og eldri og greinast með sjúk-
dóminn á byrjunarstigi muni aldrei finna
fyrir vandræðum vegna hans; þeir verða
dánir af öðrum orsökum áður. Það er hins
vegar lítil huggun fyrir þau 20% sem útaf
standa. Þegar við skoðum aldurshópinn
50-70 ára verður annað upp á teningnum,
því við erum í vandræðum með að greina
sjúkdóminn nægilega nákvæmlega.
Annars vegar erum við að ofmeðhöndla
þá sem greinast snemma og eru með mjög
hægfara þróun sjúkdómsins en hins vegar
náum við ekki alltaf að greina þá nægilega
snemma sem þróa sjúkdóminn hratt. Þar
liggur hin háa dánartíðni. Mæling á PSA
er því ekki nægilega góð viðmiðun til að
réttlæta skimun en er hins vegar nokkuð
gott viðmið þegar fylgjast á með þróun
krabbameinsins. Helstu forspárgildin sem
við höfum eru Gleason score, PSA-gildi
og aldur einstaklingsins, en okkur vantar
lykilinn sem við getum notað til að geta
sagt til um hvort viðkomandi verði í vand-
ræðum innan 5 ára eða ekki og þar með
Baldvin Kristjánsson þvagfæra-
skurðlæknir mundar nálina scm notuð
er við innsetningu geislavirkra korna í
blöðruhálskirtil.
Myndir: Ásvaldur Kristjánsson
hvort bregðast þurfi við strax eða hvort
nægi að hafa hann undir eftirliti næstu
árin. Maður bindur auðvitað vonir við að
fram komi rannsókn sem afhjúpar lykilinn
að þessu."
Góð samvinna Sjúkratrygginga og Landspítala
Aðdragandinn að því að Landspítali hóf
að framkvæma þessa meðferð er orðinn
talsvert langur og byggir á góðri sam-
vinnu við Sjúkratryggingar íslands. „Við
höfum verið í góðu sambandi við krabba-
meinsdeild háskólasjúkrahússins í Lundi í
Svíþjóð þar sem íslenskur læknir, Margrét
Einarsdóttir, hefur þróað og byggt upp
þessa meðferð. Við höfum verið í mjög
góðu sambandi við Margréti og hennar
fólk í Lundi og byggjum meðferðina hér
algerlega á þeirra fyrirmynd. Margrét var
viðstödd fyrstu aðgerðirnar hér í febrúar
ásamt eðlisfræðingi, Inger-Lena Lamm,
frá deild hennar okkur til ráðgjafar. Við
áætlum að meðhöndla um 10-12 sjúklinga í
tveimur til þremur lotum árlega."
Baldvin segir að á árunum 2005-2010
hafi farið héðan um 10 sjúklingar árlega
til Lundar en þegar á árinu 2008 voru
uppi áætlanir um að hefja þessa með-
ferð á Landspítala. „Með hruninu voru
allar áætlanir um það lagðar á hilluna
en síðan var tekið fyrir þessar aðgerðir á
útlendingum í Svíþjóð þar sem biðlistar
þeirra voru orðnir svo langir að erfitt var
að réttlæta að taka sjúklinga annars staðar
frá framfyrir. Þá lentum við í verulegum
vandræðum með okkar sjúklinga og það
varð til þess að samkomulag náðist við
Sjúkratryggingar íslands um að greiða
Landspítala fyrir ákveðinn fjölda aðgerða
næstu þrjú ár, en Sjúkratryggingar höfðu
borið meginhluta kostnaðarins við að
senda sjúklingana til Svíþjóðar. Þetta
samstarf er algjör forsenda þess að af
þessu gat orðið, þar sem meðferðin kostar
ríflega tvær milljónir á mann, en segja má
að kostnaður sé hinn sami eða meiri sé
sjúklingurinn sendur utan. Þetta er því
gott dæmi um að þegar hugsað er útfyrir
þröngan stofnanarammann njóta allir
góðs af."
LÆKNAblaðið 2012/98 297