Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2012, Page 16

Læknablaðið - 15.07.2012, Page 16
RANNSOKN Mynd 1. Meðalskor (staðalfrávik) hvers undirþáttar KOOSfyrir og eftir meðferð við hnékvilla. ADL = athafnir daglegs lífs. ÍT= íþróttir og tómstundir. Marktækur munur fannst millifyrri og seinni mælingar allra þátta listans (p<0,001). 100 80- I 60 E '<D 40 - cn 20- X X x + X X X X X * ☆ * X p+ ^ + XXX X + o .. _ . O p»* o o Einkenni ☆ Verkir I ADL X IT + Lífsqæði 20 40 —I— 60 —r- 80 —I— 100 Fyrri maeling Mynd 2. Skor utidirþátta KOOS við endurteknar mælingar á óbreyttu ástandi. ADL = athafnir daglegs lífs. ÍT = íþróttir og tðmstundir. listans; 3) tölfræðileg fylgni væri milli mælinga KOOS-listans og annarra tengdra útkomumælinga; 4) greina mætti milli þriggja hópa með misalvarlega hnékvilla með skorum KOOS-listans, en alvarleiki var skilgreindur út frá þeim úrræðum sem sóst var eftir. Vinnutilgáturnar voru þær að skor allra undirþátta KOOS myndi hækka marktækt hjá fólki sem sótti meðferð, á meðan samræmi milli endurtekinna mælinga yrði hjá þeim sem ekki hlutu með- ferð; að fylgnistuðull yrði hæstur milli þess undirþáttar KOOS sem best tengdist samanburðarmælingunni; að meðalútkoma undirþátta KOOS yrði ólík milli þriggja hópa fólks með misalvar- lega hnékvilla (hópur með alvarlegri hnékvilla fengi þeim mun lægra skor). Efniviður og aðferðir Stöðluð aðferð var notuð við þýðingu, bakþýðingu og forprófun listans13,14 og leyfi fyrir rannsókninni fengið hjá vísindasiðanefnd, auk þess sem hún var tilkynnt til Persónuverndar. Alls fengust 145 manns til þátttöku og komu úr samfélagi Háskóla íslands (auglýst var eftir einstaklingum sem fundu fyrir einkennum í hné en leit- uðu ekki eftir meðferð á þeim tíma; n=28), af tveimur endurhæf- ingarstofnunum þar sem fólk dvelur í lengri eða skemmri tíma og af sjúkraþjálfunarstofu í Reykjavík (sjúkraþjálfarar kynntu rann- sóknina fyrir einstaklingum sem voru í virkri meðferð við hné- kvilla; n=55), og af tveimur spítölum (sjúkraþjálfarar eða hjúkrun- arfræðingar kynntu rannsóknina fyrir einstaklingum sem voru á leið í liðskipti; n=62). Skipun í hópa valt á alvarleika hnékvillans, byggt á því hvort einstaklingur sóttist eftir virkri meðferð (M) eða ekki (E), eða liðskiptum (L). Algengustu sjúkdómsgreiningarnar voru slitgigt í hné, áverki á hnéskel, liðþófa eða -bönd, festumein eða óskilgreind óþægindi frá hné. Meðalaldur (staðalfrávik) þátt- takenda var 55,6 (18,5) og líkamsþyngdarstuðull 24,8 (4,5) (tafla 1). Utilokaðir frá þátttöku voru þeir sem fundu fyrir einkennum frá öðrum liðamótum ganglima en hné. Ef einkenni voru frá báðum hnjám var viðkomandi beðinn að svara með tilliti til þess sem olli meiri einkennum og/eða færniskerðingu. Auk þess að svara KOOS-listanum, skráðu þátttakendur hné- verk á 100 millimetra (mm) VAS-kvarða15 og skráðu eigið mat á starfrænni færni í hné við athafnir daglegs lífs með því að velja tölustaf frá 0 til 100, þar sem 100 gaf til kynna færni fyrir hné- áverka.2 Að auki var hluti þátttakanda (n=67) prófaður með ,timed up-and-go' (TUG)-prófinu16 sem er tímataka við það að standa upp úr stól, ganga 3 metra, snúa við, ganga til baka og setjast. Prófið var notað fyrir aldraða og aðra þátttakendur sem áttu í erfiðleikum með þá þætti sem prófið metur; almenna göngufærni og jafnvægi. Hópur þátttakenda (n=28), sem ekki voru í meðferð vegna hné- kvillans og lýst höfðu einkennum sínum sem nokkuð stöðugum, fyllti listann út í tvígang með að jafnaði 6,4 (5,8) daga millibili til að prófa áreiðanleika hans. Annar hópur fólks (n=28) svaraði KOOS með að meðaltali 27 (15) daga millibili ásamt því að skrá verki og mat á færni, fyrir og eftir að hafa fengið meðferð vegna hnékvill- ans, til að kanna breytingu á þessum mælingum. Færni 13 þeirra var einnig prófuð með TUG. Við tölfræðiúrvinnslu var notaður ICC21 áreiðanleikastuðull með 95% öryggismörkum17 til að meta áreiðanleika endurtekinna mælinga (test-retest). Fyrirfram var ákveðið að ICC yfir 0,70 og neðri öryggismörk yfir 0,60 yrði ásættanleg niðurstaða.18 Staðal- villa mælingarinnar (standard error of the measurement, SEM), sem gefur til kynna skekkju milli endurtekinna mælinga, var reiknuð, og notuð til að reikna þá stærð sem gefur til kynna mælanlega breytingu yfir tíma (minimal detectable difference, MDD). Pöruð t- próf voru notuð til að meta þá breytingu á KOOS-skori sem varð hjá þeim sem hlutu meðferð við hnékvilla sínum. Innri áreiðan- leiki undirþátta listans var metinn með Cronbrach's alpha og var ákveðið að sá stuðull yrði að ná í það minnsta 0,70 til að þykja ásættanlegt.18 Réttmæti var metið með Pearsons-fylgnistuðli vegna tengsla milli KOOS og annarra mælinga (VAS, tölulegt mat á starf- rænni færni í hné, TUG). Mismunur á útkomum hjá hópunum þremur (M, E, og L) var metinn með einhliða greiningu á breyti- leika (ANOVA). Miðað var við marktektarmörk p<0,05. Við töl- fræðiúrvinnslu var notaður SPSS®-hugbúnaður (PASW Statistics 18, SPSS Inc, Chicago, IL). 404 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.